Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningnum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benedikssonar, alþingismanns og formanns hópsins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, skipaði að nýju í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga í kjölfar síðustu ríkisstjórnarskipta. Við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgað í annars vegar 12 og hins vegar 13. Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshópurinn er þannig skipaður: Brynhildur Pétursdóttir, for maður (Neytendasamtökin), Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra), Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra), Hafdís Hanna Ægisdóttir (umhverfis- og auðlindaráðuneytið), Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði / Landssamtök sláturleyfishafa), Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins), Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands), Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands). Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018. Haraldur sagði í samtali við Bændablaðið að samráðshópurinn ynni samkvæmt tveim meginleiðum. Annars vegar greining á samningunum og að rýna búgreinarnar sem undir honum starfa og að mótun fjögurra sviðsmynda. Stefnt að lúkningu sauðfjárhlutans í sumar „Ráðherra lagði það til við hópinn að vinna fyrst í sauðfjársamningnum. Við stefnum að því að ljúka vinnu við sauðfjárhluta búvörusamning- anna nú í byrjun júní. Þá munum við skila til ráðherra áherslum samráðs- hópsins um endurskoðun. Í fram- haldinu getur ráðherrann skipað sína samninganefnd á vegum ríkisins og lagt fyrir hana tillögur samráðshóps- ins. Þannig á að vera hægt að hefja endurskoðun sauðfjársamningsins strax í sumar. Við erum í miðjum klíðum í til- lögugerð vegna sauðfjársamningsins og mér sýnist að þar sé að fæðast heildstæð nálgun á endurskoðun. Ekki bara að bregðast við einhverj- um vandamálum sem nú eru uppi heldur að hugsa málið til framtíðar. Þegar við höfum lokið sauðfjár- samningnum reikna ég með að við förum að ræða mjólkurframleiðsl- una og grænmetisbúskapinn í fram- haldinu. Við munum svo skila af okkur um áramótin,“ segir Haraldur. Teikna upp fjórar sviðsmyndir og mörg hundruð manna samráð „Samhliða þessu þá keyrum við samtal og stefnumótunarvinnu á grunni sviðsmyndagerðar sem stýrt er af verkefnisstjórum KPMG, þeim Sævari Kristinssyni og Sveinbirni Inga Grímssyni. Í fyrsta lagi eru þar tekin viðtöl við valda aðila um hvernig þeir greina landbúnaðinn út frá sínum bæjardyrum. Við erum með mjög fjölbreyttan hóp af fólki sem kemur í þessi viðtöl. Á sama tíma keyrum við könnun sem send er til tvö til þrjú hundruð manna. Síðan keyr- um við opna fundi í Reykjavík og á nokkrum stöðum í kringum landið eins og þennan, sem eru öllum opnir. Þar ræðum við helstu atriðin sem koma út úr þessum viðtölum og þessari könnun. Það varðar t.d. samkeppnishæfni landbúnaðarins, sjálfsmynd bænda, framtíðarhorfur í menntun í landbúnaði, rannsóknum og slíku. Þannig teiknum við upp fjórar sviðsmyndir fyrir landbúnaðinn sem verða grunnurinn að eins konar stefnumörkun til mjög langs tíma samhliða búvörusamningum. Þá eiga stjórnvöld og bændur að vera komin með tæki sem þeir geta reglulega sest yfir og skoðað hvort þessi framtíðarsýn til ársins 2040 sé að rætast. Ef ekki, þá að meta hvernig eigi að bregðast við. Við erum því með mörg hundruð manna samráð um framtíð landbúnaðarins og að búa til virk stjórntæki til að móta stefnuna til skamms og langs tíma. Köllum eftir áherslu fólks úti í byggðunum – Er þetta þá fyrst og fremst hugmyndavinna sem er verið að framkvæma á svona fundum? „Já, við erum að kalla eftir áhersl- um fólksins sem er úti í byggðun- um og hvað því finnist skipta máli að tekið sé tillit til. Hvernig þetta Fundur samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga á Hvanneyri var sá fyrsti í röð funda sem haldnir eru vítt og breitt um landið. Annar fundurinn var á Myndir / HKr. Sveinbjörn Ingi Grímsson og Sævar Kristinsson, verkefnisstjórar KPMG í sviðsmyndavinnunni. Hér er verið að fjalla um sjálfbærni. Haraldur Benediktsson, alþingingismaður og annar tveggja formanna samráðshópsins. Frá fundinum á Hvanneyri. „Í Svíþjóð var í raun sama umræða uppi 2008 til 2011 og leidd af sænskum bændum. Það í Svíþjóð skrifuðu upp á og vildu láta rætast. Menn tóku ábyrgð á umræðum um landbúnað og sýndu skilning á hagsmunum þeirra sem hann stunda," segir Haraldur. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga á fundaferð um landið: „Það er þjóðin sem á að láta þetta sig varða, ekki einstakir hagsmunahópar“ – segir Haraldur Benediktsson, annar tveggja formanna nefndarinnar, sem leitar eftir víðtæku samráði við landsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.