Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 4

Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 20194 FRÉTTIR Milljónir evrópskra bænda óttast neikvæð áhrif af tollasamingi ESB og Mercosur-ríkja Finninn Pekka Peson, aðalritari Copa Cogeca, landbúnaðar­ viðskiptasamtaka bænda innan ESB, hefur ritað framkvæmda­ stjórn Evrópusambandsins bréf þar sem lýst er miklum áhyggjum evrópskra bænda yfir fyrirhuguðum Mercosur tolla­ samningi. Peson ritar bréfið fyrir hönd 22 milljóna bænda og fjöl­ skyldna þeirra auk 22.000 sam­ starfs aðila í landbúnaði. Er forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean­Claude Juncer, ásamt stjórnarfulltrúunum Cecilia Malm­ stöm og Phil Hogan hvött til að ana ekki til neinna samninga við Mercosur ríkin. Mercosur viðskiptablokkin Nýr fríverslunarsamningur hefur verið lengi í undirbúningi milli ESB og Mercosur ríkjanna sem eru Argentína, Brazilía, Paragvæ og Úrúgvæ. Venesúela var fullgildur aðili að þessu milliríkjasamningi þar til 1. desember 2016 að ríkið var rekið úr þessu bandalagi. Þá eru Bólivía, Chile, Columbía, Ekvador, Guyana, Perú og Suriname líka tengd þessum samningum og tengingu við þá hafa einnig Nýja­Sjáland og Mexíkó. Mercosur viðskiptablokkin var stofnuð 1994 til að halda utan um tollasamning milli aðildarríkjanna. Ekki ana að samningi Í bréfi Pesons segir m.a. að það kunni að vera erfitt að standast freistingar um að flýta samningum og ljúka samningum sem leitt geta til ójafnvægis þvert á helstu hagsmuni landbúnaðarins. Væntanleg niðurstaða í viðræðum um slíkan samning muni hafa afgerandi áhrif á áframhaldandi sjálfbærni landbúnaðar í Evrópu. Varað er við fljótræði í ákvarðanatöku sem grunduð væri á tvöfeldni í skilmálum af hálfu Mercosour ríkjanna. Vísaði Peson m.a. í ummæli Junckers sjálfs um loftslagsbreytingar og hvað evrópskir bændur þyrftu að gera til að bregðast við þeim. Einnig vísaði Peson í notkun skordýraeiturs og annarra varnarefna sem heimilt væri að nota í Brasilíu til að auka framleiðni. Það skapaði ójafnvægi og gæti haft veruleg áhrif á viðskipti með nautakjöt, sykur, etanól, kjúklinga, hrísgrjón, appelsínur og drykkjarvörur. Í niðurlagi bréfsins segir: Framtíð evrópskra lifnaðarhátta í húfi „Ákvarðanir sem teknar eru núna munu hafa áhrif á grunn evrópskra lifnaðarhátta og komandi kynslóðir. Það er á sama tíma og evrópskur landbúnaður reynir að tryggja tilverurétt sinn og nýliðun í greininni. Við höfum ekki efni á einhverjum tvískinnungi í þessum efnum. Það sem hér er í húfi snýst ekki bara um efnahag, heldur þrjá megin þætti er varðar framtíðarsjálfbærni Evrópu; þjóðfélagið, efnahaginn og umhverfið. Það snýst líka um þína arfleifð sem forseta framkvæmdastjórnarinnar.“ Samsvarandi bréf voru send Jean­ Claude Juncer af hálfu leiðtoga á Írlandi, Frakklandi, Póllandi og Belgíu sem lýsa áhyggjum yfir væntanlegum tollasamningi og þeim áhrifum sem hann geti haft á landbúnað í þeirra ríkjum. /HKr. Bændur í Frakklandi og víðar um Evrópu óttast að tollasamningur ESB við Mercosur-ríkin geti eyðilagt evrópskan landbúnað. Pekka Peson, aðalritari Copa Cogeca. Heyskapur á fullu um allar sveitir: Ekki ástæða til að fyllast svartsýni þótt víða hafi verið orðið þurrt „Heyskapur er á fullu þessa dagana en því er ekki að neita að bændur eru að verða aðeins áhyggjufullir þar sem spretta er víðast hvar slök, maí og júní voru frekar svalir, auk þess er það orðið mjög þurrt þótt engin séu harðindin samt,“ segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, um heyskapinn í Eyjafirði. Á Suður­ og Vesturlandi var ekki hægt að kvarta yfir kulda, en óvenjumikið sólskin og þurrviðri setti hins vegar strik í reikninginn og spretta því lítil. Heldur glaðnaði þó yfir bændum nú í vikunni þegar aðeins tók að rigna og spáð er skúrum og rigningu víða á vestanverðu landinu jafnvel fram yfir helgi. Sigurgeir bendir á að margir eigi fyrningar og stutt sé liðið á sumarið, „þannig að ekki er ástæða til að fyllast svartsýni, þótt maður verði síður fyrir vonbrigðum ef búist er við því versta sem hugsast getur.“ Heyskapur er ekki byrjaður af neinum krafti í Þingeyjarsýslum og eins ekki langt kominn í Svarfaðardal svo dæmi séu tekin. Þokkaleg gæði en minni uppskera Baldur Helgi Benjamínsson á Ytri­Tjörnum segir að fyrri sláttur í framanverðum Eyjafirði sé í hámarki um þessar mundir, þeir allra fyrstu séu búnir en flestir í miðju kafi. „Ég geri ráð fyrir að klára núna seinni partinn í vikunni,“ segir hann. Gæði eru að sögn þokkaleg, en uppskera með minna móti miðað við hin síðari ár. Vart sé þó réttlætanlegt að miða við síðasta sumar sem var einstakt hvað magn varðar. „Það var lítið hægt að heyja hér í síðustu viku, það rigndi alltaf smávegis af og til, en svo um helgina var hægt að fara að sinna heyskap af krafti og margir sjá fram á að ljúka fyrri slætti núna um mánaðamótin,“ segir Baldur Helgi. Kúabændur á Vesturlandi að ljúka fyrri slætti Haraldur Benediktsson, bóndi í Vestri­Reyni, segir kúabændur á vestanverðu landinu flesta vera langt komna með heyskap og þeir fyrstu sjái fram á að ljúka fyrri slætti um þessar mundir, en þar hefur grasið oft verið meira. „Kúabændur eru allir byrjaðir fyrri slátt, margir langt komnir, en sauðfjárbændur eru aðeins byrjaðir að kroppa, eru rétt að byrja,“ segir hann. Sprettan er að sögn Haraldar misjöfn eftir svæðum, gæðin eru ágæt en hafa verið betri og sama gildir um magnið, það hefur áður verið meira en nú. „Veðurfarið var með þeim hætti að grasið fór snemma í skrið, apríl byrjaði ljómandi vel og allt fór vel af stað en öll spretta stöðvaðist í kuldakastinu í maí. En við eigum eftir að sjá hvernig sumarið kemur út í heild þegar heyskap lýkur. Við erum aðeins að ljúka fyrri slætti, sá síðari er eftir og þá kemur niðurstaðan í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður. /MÞÞ Slegið á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Mynd / Baldur Helgi Benjamínsson

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.