Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 20

Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201920 Miklar rigningar og flóð í helstu maís- og sojaræktarríkjum Bandaríkjanna munu óhjákvæmi- lega leiða til mikils samdráttar í uppskeru með tilheyrandi áhrifum á kornmarkað og efnahagskerfi heimsins. Nú horfir í að þurrkar á áhrifasvæði Volgu í Rússlandi geti mögulega líka valdið uppskerubresti á hveiti á þeim slóðum og magnað upp verðáhrif með tilheyrandi efnahagsniðursveiflu á heimsvísu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur nú að framleiðsla á öllum kornvörum í heiminum dragist saman frá fyrri spám um 15,5 milljónir tonna. Þannig verði framleiðslan um 2.685 milljónir tonna sem er samt 1,2%, eða 26 milljónum meira en 2018/19. Nýjustu fregnir um yfirvofandi uppskerubresti á maís í Bandaríkjunum hafa líka veruleg áhrif samkvæmt spá FAO. Búist er við að maísframleiðslan þar í landi verði 330 milljónir tonna sem er 45 milljónum tonnum minni en á síðasta framleiðsluári. Þá fer birgðastaða lækkandi í flestum korntegundum, ekki síst í grófkorni, vegna aukinnar eftirspurnar og uppskerubrests. Fleiri þættir gætu líka spilað þarna inn í eins og staðan í Rússlandi. Hættulega lág vatnsstaða sögð í Volgu Fregnir hafa borist af hættulega lágri vatnsstöðu í hinni 3.520 kílómetra löngu Volgu frá svæðum eins og Tver, Kostroma, Tolyatti, Saratov, Astrakhan og víðar. Í Tolyatti hefur yfirborð miðlunarlóns lækkað um 49 metra og er farið að trufla siglingar um vatnasvæði Volgu. Á þessu svæði urðu verstu þurrkar í áratugi árið 2010 og skemmdist þá meira en helmingur kornuppskerunnar á 11 svæðum og um 32% af heildaruppskeru landsins. Slagæð landbúnaðarins að þorna Á vefsíðu fréttamiðilsins Radio Free Europe – Radio Liberty (RFE/RL), sem er með yfir 600 starfsmenn í Prag og Washington og um 750 lausapenna í gegnum 20 skrifstofur, var fjallað um stöðuna á Volgubökkum í grein 3. júní sl. Greinin er eftir Sergei Gogin, Maksim Fyodorov og Robert Coalson. Þar segir m.a. að lágt vatnsyfirborð Volgu veki spurningar um hvort Rússum takist að hafa stjórn á þessari slagæð sem er afar mikilvæg fyrir landbúnað og efnahagslíf Rússlands. Minni kornuppskeru spáð í ár Í frétt sem Polina Devitt og Olga Popova skrifuðu fyrir Reuters í Moskvu í desember á síðasta ári, var því spáð að þurrkar myndu valda bresti í kornuppskeru Rússa sem hafa verið einhverjir mestu hveitiútflytjendur heims. Þannig geti uppskeran fallið enn meira en hún gerði 2018. Þá var uppskeran 105 milljón tonn eftir að hafa komist í 135 milljónir tonna metárið 2017 samkvæmt tölum Reuters. Samkvæmt tölum Worldatlas hefur Rússland verið þriðji stærsti hveitiframleiðandi heims. Í öðru sæti hafa Indverjar verið, en þar horfa menn líka fram á uppskerubrest í ár. Kínverjar eru sagðir stærstir í framleiðslu á hveiti og í eðlilegu árferði með um 134 milljónir tonna. Bandaríkin eru síðan í fjórða sæti og Frakkland í fimmta sæti. Nokkurs misræmis gætir í spátölum um heildarframleiðslu landa heimsins á hveiti eftir því hver gefur þær út. Þannig er landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna (USDA) með talsvert aðrar og lægri tölur en Reuters og Worldatlas. Samt segir USDA að hveitiframleiðslan í Rússlandi muni aukast um 9% milli ára og fara í 78 milljónir tonna 2019/20. Minni uppskera gæti haft veruleg áhrif á fjármálamörkuðum Ljóst þykir að vandræði geti orðið í hveitiframleiðslu í Rússlandi og hrísgrjónaframleiðslu á Indlandi vegna þurrka. Eins á maísframleiðslu í Bandaríkjunum á sama tíma vegna flóða. Þurrkarnir á Indlandi eru sagðir þeir verstu í áratugi. Þetta ástand getur líka haft áhrif á framleiðslu á öðrum korntegundum. Afar líklegt er að þegar slíkar hremmingar herja á nokkra af stærstu framleiðendum heims þá muni það hafa veruleg áhrif á heimsmarkaðsverð á kornvöru bæði til manneldis og í skepnufóður. Keðjuverkun getur því hæglega orðið varðandi marga þætti matvælaframleiðslunnar og iðnað. Slík þróun er líka fljót að skila sér út í efnahagslífið þar sem spákaupmennska getur spanað upp áhrifin á örskömmum tíma. Vonir um aukna framleiðslu í Suður-Ameríkuríkjum gætu samt slegið eitthvað á þennan vanda, en þau eru þó ekki að framleiða „nema“ um 23 milljónir tonna af hveiti samanlagt. Aukin úrkoma gefur vísbendingu um hlýnun Í frétt á vefsíðu I science þann 30. maí sl. segir að 12 mánaða spá sem nær fram í janúar 2020 geri ráð fyrir hærri hita á lægri svæðum Volgu nærri Kaspíahafi og Volgigrad, sem og um miðbik Volgu nærri Nizhny Novogrod. Það virðist því hálfgerð þversögn að á síðustu 50 árum hefur úrkoma í Rússlandi aukist að meðaltali um 2% á áratug. Þá hafi verið aukning á stórrigningum frá 2016 sem loftslagsvísindamenn Russian Academy of Sciences telja gefa vísbendingar um loftslagshlýnun. Eins hafi jöklar í Mið-Asíu verið að tapa ísmassa um 1,6 sinnum hraðar á hverju ári en snjósöfnunin er á vetrum. Um 800 milljónir manna í fjallahéruðum þess svæðis eru að hluta háð leysingavatni. Vatnsmiðlunarlón í Volgu að þorna upp Í gegnum árin hafa Rússar reist fjölda vatnsmiðlunarlóna á vatnasvæði Volgu, bæði til orkuframleiðslu og til vatnsmiðlunar. Vegna þurrka er vatnsmagnið í fljótinu orðið það lítið að vatnsskortur til miðlunar er farinn að valda vandræðum, að því er segir í grein RFE/RL. Í borginni Ulyanovsk í Mið- Rússlandi, sem er vinsæll strandbaðstaður, þurfa gestir nú að ganga 200 metra á þurrum vatnsbotni áður en þeir komast að vatninu í Kuibyshev-uppistöðulóninu. Nærri Kazan, höfuðborg rússneska lýðveldisins Tatarstan, er gangstígur frá keisaratímanum nú á þurru, en hann fór undir vatn þegar Volga var stífluð á sjötta áratug síðustu aldar. Nú má sjá þarna fólk með málmleitartæki á stígnum í leit að miðaldafjársjóðum. Óvenjulegt ástand og vatnsmiðlanir duga ekki til Greinarhöfundar RFE/RL geta þess að embættismenn segi að ástandið sé óvenjulegt en ekki skelfilegt. Sum lón í farvegi Volgu safni t.d. vatni vegna minni miðlunar. Samkvæmt svæðisútibúi skógrækt- ar ráðuneytisins í Samara hafi vatns- FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Mildur vetur og minni vorleysingar við upptök Volgu í Rússlandi hafa víðtæk áhrif: Lágt vatnsyfirborð Volgu farið að valda miklum áhyggjum – Hefur mikil áhrif á fiskistofna og raforkuframleiðslu í fljótinu og getur valdið uppskerubresti og verðhækkunum á kornmörkuðum Volga hefur alla tíð verið Rússum mikilvæg til vöru- og farþegaflutninga. Hér er dráttarskipið Volga Shipping Company að flytja fullhlaðna flutningapramma um fljótið. Lækkun vatnsborðsins getur hæglega valdið vandræðum við slíka flutninga. Mynd / Volga Shipping Company Volga er sannarlega engin lækjarspræna, heldur 3.520 kílómetra langt stórfljót sem tengist gríðarstóru vatnakerfi. Skjámynd af videoupptöku RFE/RL sem sýnir uppþornaðan uppþornaðan hliðarfarveg við Volgu. Víða eru klakstaðir þessara fiskiteg- unda sagðir komnir á þurrt. Carp Pike Bream

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.