Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 24

Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201924 AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Verkefnið Landbúnaður og náttúruvernd: Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum – segir Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri í samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ ins hefur umsjón með verk efninu Landbúnaður og náttúru vernd (LOGN), sem er samstarfs­ verkefni Bændasamtaka Íslands og umhverfis­ og auðlinda­ ráðu neytisins. Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnisstjóri kynnti stöðu þess á ráðunautafundi Ráð­ gjafarmiðstöðvar land búnaðar­ ins og Landbúnaðar háskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum. Þar kom fram að bændur geti haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum. Tilgangur þess er að kanna möguleika á samþættingu land­ búnaðar og náttúruverndar, greina tækifæri, hindranir, samlegðar­ áhrif – og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á land­ búnaðar svæðum. „Verkefnið hefur farið mjög vel af stað og fengið mjög jákvæð viðbrögð, við erum búin að ljúka fyrstu tveimur áföngum og línur farnar heldur að skýrast,“ segir Sigurður Torfi. „Við höfum haft sambærileg verkefni erlendis frá til hliðsjónar, sem hafa verið byggð upp á samtölum við bændur og nýsköpunarvinnu. Markmiðið þar er að snúa hindrunum í tækifæri og nota nýsköpunarhugsun eða ­aðferðir í þeim tilgangi og gera verkefnin að minnsta kosti að einhverju leyti sjálfbær.“ LOGN á að höfða til þeirra bænda og/eða landeigenda sem hafa áhuga á að stunda náttúruvernd af einhverju tagi á skilgreindu landbúnaðarsvæði og tengdum svæðum samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins. Sigurður Torfi segir að reynsla erlendis frá sýni að verkefni af þessu tagi hafi stutt við byggðir í sveitum, sérstaklega á jaðarsvæðum og svæðum sem hafa verið í samfélagslegri hnignun. „Þetta hefur helst verið á þann hátt að gert er meira úr verðmætum auðlinda og bændur þar af leiðandi fá hærra verð fyrir afurðir en einnig þá skapast oft ný störf og þá oft í kjölfarið aukning í nýliðun eða ættliðaskiptum. Þar sem best hefur tekist hefur öflugt fræðslu­ og kynningarstarf verið unnið samhliða „LOGN“­verkefnum, bæði um náttúruvernd og landbúnað þar sem undirstrikað hefur verið samhengi þessara hugtaka og mikilvægi þeirra beggja.“ Margskonar ábati mögulegur af náttúruverndarstörfum Í erindi sínu tiltók Sigurður Torfi nokkrar birtingarmyndir náttúruverndar. Friðlýsing er aðferð sem hefur verið notuð í náttúruvernd og þær eru tvenns konar; afmörkun landsvæða annars vegar og svo geta þær átt við vistgerðir, vistkerfi og náttúrufyrirbæri hvers konar. Hann nefndi líka nokkra þætti sem bændur gætu haft hag af í náttúruverndarstörfum sínum og möguleg hlutverk. Ábati gæti orðið með beinum styrkjum, tekjur gætu skapast beint af friðuninni, bændum gæti verið falin umsjónarstörf friðlýstra svæða og tekjur gætu komið sem afleiðing af friðuninni. Þá gæti skapast sérstaða og tækifæri í kynningar­ og markaðsmálum með náttúruverndarstörfum. Þá nefndi hann nokkur óefnisleg verðmæti sem geta hlotist af náttúruverndarstörfum; huglægur ábati, hugsjónir og stolt og bætt lífsskilyrði. Umhverfisstyrkir tíðkast annarsstaðar Hann sagði að ýmis verkefni væru í gangi hér á landi, þar sem bændur vinna í samstarfi við opinberar stofnanir í þágu náttúruverndar, en víða erlendis væri komin talsverð meiri reynsla á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar. Þar tíðkist til að mynda í nokkrum mæli að bændum séu greiddir umhverfisstyrkir sem eiga að stuðla að bættri umgengni við náttúru, verndun og viðhaldi á lífbreytileika og búsvæðum. „Við erum búin að eiga samtöl við bændur, stóðum fyrir kynningar­ og vinnufundum í apríl og þessa daga er ég að keyra á milli bænda og taka viðtöl til að reyna að fanga það sem er sameiginlegt en einnig til að leita að hugmyndum. Úr þessum upplýsingum komum við til með að vinna tillögur að stefnu og leiðum í þessu verkefni,“ segir Sigurður Torfi um næstu skref verkefnisins. /smh Sigurður Torfi Sigurðsson. Framræst votlendi á Íslandi losar mest af kolefni á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslum IPCC: Skortur á gögnum gefur mögulega villandi mynd – segir tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), hélt erindi á ráðunautafundi Ráðgjafar­ miðstöðvar landbúnaðarins og LbhÍ á dögunum þar sem hann bar saman losunargildi kolefnis úr framræstu landi á Íslandi við önnur norðlæg lönd samkvæmt landsskýrslum vísindanefnda (NIR) sem unnar eru eftir regluverki vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum (IPCC). Í máli Þórodds kom fram að brýnt væri að Ísland aflaði sér eigin haldbærra vísindalegra gagna til að minnka óvissu um losun gróðurhúsalofttegunda á framræstu landi. IPCC landnýtingarflokkarnir sem hann skoðaði voru annars vegar akurlendi (Crop land) og graslendi (Grassland). Skilgreiningar á þessum landnýtingarflokkum eru þó ólíkar á milli Íslands annars vegar og hinna Norðurlandanna hins vegar sem gerir samanburðinn erfiðan. Til dæmis eru öll tún á Íslandi flokkuð með akurlendi á meðan einungis tún í reglulegum sáðskiptum eru í þessum flokki á hinum Norðurlöndunum. Í flokknum graslendi á hinum Norðurlöndunum eru síðan einungis graslendi (tún) sem nýtt eru í landbúnaði og þá aðallega til sláttar og/eða beitar en eru ekkert eða óreglulega endurunnin, líkt og er raunin með flest íslensk tún. Að mati Þórodds ætti stór hluti íslenskra túna að vera í IPCC flokki graslendis í stað akurlendis ef samræmis væri gætt. Skortur á gögnum gefur mögulega villandi mynd Samkvæmt IPCC er akurlendi á Íslandi um 120 þúsund hektarar, þar af um 54 þúsund hektarar (45 prósent) á framræstu landi og graslendi um 5 milljón hektarar, þar af 320 þúsund hektarar (6 prósent) á framræstu landi. Þóroddur sagði að jarðveginum í þessum landnýtingarflokkum IPCC væri einungis skipt upp í tvær jarðvegsgerðir. Annars vegar lífrænan jarðveg sem losar mikið kolefni í andrúmsloftið og hins vegar steinefnajarðveg sem telst vera nánast kolefnishlutlaus, það er hvorki bindur eða losar kolefni. „Á Íslandi er allt framræst land flokkað með lífrænan jarðveg vegna skorts á upplýsingum um hlut einstakra jarðvegsgerða á framræstu landi. Það hefur þó verið áætlað að meira en fjórðungur votlendis sé með steinefnajarðveg. Hins vegar hefur ekki verið áætlað hversu stór hluti framræsts votlendis hefur steinefnajarðveg þó vitað sé að hann er verulegur. Framræst land með steinefnajarðveg er svo til kolefnis­ hlutlaust samkvæmt IPCC. Bara þess vegna er ekki ólíklegt að heildarlosun kolefnis vegna framræslu hér á landi sé ofmetin,“ segir Þóroddur. Hann bendir á að samkvæmt NIR skýrslum sé kolefnislosun í akurlendi frá lífrænum jarðvegi mest í Noregi og á Íslandi af þeim norðlægu löndum sem voru borin saman, eða 7,9 tonn kolefnis af hverjum hektara árlega. Í öðrum löndum (Svíþjóð, Finnlandi, Kanada og Rússlandi) er losunin umtalsvert minni, eða frá 5,0­ 6,6 tonn kolefnis á hektara. Í sömu skýrslum er kolefnislosun í graslendi frá lífrænum jarðvegi hins vegar mest á Íslandi, eða 5,7 tonn kolefnis á hektara samanborið við Finnland, Svíþjóð og Noreg þar sem losunin í þessum flokki er metin 1,9–3,6 tonn kolefnis á hektara. Engar losunarrannsóknir „Engar losunarrannsóknir hafa verið gerðar í framræstu akurlendi á Íslandi en rannsóknir á graslendi (utan túna) eru nokkrar en takmarkaðar. Þess vegna er notast við IPCC sjálfgildi (default) sem eru með mjög há uppgefin öryggismörk (skekkjumörk). Hin Norðurlöndin nota að stórum hluta losunargildi sem byggð eru á eigin rannsóknum og mælingum. Þau losunargildi eru yfirleitt lægri en sjálfgildi IPCC,“ segir Þóroddur. Brýnt að aflað sé vísindalegra gagna Í erindi sínu á Hvanneyri lagði Þór­ oddur til að Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins færu í samstarf um að afla vísindalegra gagna með því að kortleggja og skipuleggja jarðvegsgerðir í framræstu ræktunarlandi. Valið yrði með slembiúrtaki framræst land af öllu landinu, þar sem tekin yrðu 30 sentimetra jarðvegssýni sem öll yrðu rúmþyngdarmæld til að ákvarða kolefnishlutfallið í jarðveginum. Úrtakið úr sýnunum yrði svo notað til að efnagreina jarðveginn fyrir aðhvarfsjöfnur og samtímis yrðu gerðar öndunarmælingar á völdum stöðum. Fyrr væri í raun ekki hægt að meta með nokkurri vissu hvað framræst land á Íslandi losar mikið kolefni. /smh Þóroddur Sveinsson flytur erindi sitt á Hvanneyri. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.