Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 26

Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201926 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Landssamband sænskra skógarbænda: Skógar binda 83% af árlegri koltvísýringslosun í Svíþjóð Flatarmál skóga í Svíþjóð hefur tvöfaldast síðustu hundrað ár og þeir eru enn að vaxa. Í dag binda skógar 83% af árlegri koltvísýringslosun Svíþjóðar. Formaður Landssambands skógarbænda í Svíþjóð segir möguleika á að stunda skógrækt samhliða annars konar landbúnaði á Íslandi mikla. Lennart Ackzell, formaður Landssambands skógarbænda í Svíþjóð og skógræktarráðgjafi, var staddur hér á landi fyrir skömmu þar sem hann sat meðal annars ráðstefnu á vegum samtaka Norrænna skógarbænda. „Ráðstefnan var haldin á Akureyri og fjallaði um rannsóknir í skógrækt og hvernig á að ráðstafa fé sem Norræna ráðherranefndin úthlutar til rannsókna í skógrækt. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að féð eigi að renna til rannsókna á nytjaskógrækt smærri skógarbænda og bænda sem stunda skógrækt með annars konar búskap.“ Skógar binda mikið magn koltvísýrings Í Svíþjóð er áætlaður heildarvöxtur trjáa um 120 milljón rúmtonn á ári og skógrækt í landinu hefur tvöfaldast á síðustu hundrað árum. Af því eru nytjuð milli 85 og 90 milljón rúmtonn og skógar því enn í vexti og sá vöxtur bindur um 83% af allri árlegri koltvísýringslosun í Svíþjóð. „Skógrækt er langbesta og árangursríkasta leiðin sem til er til að binda koltvísýring og um leið besta leiðin til að draga úr hlýnun jarðar vegna loftslagsbreytinga. Svíþjóð er gamalt skógræktarland og í dag njótum við þess þegar kemur að bindingu koltvísýrings. Tré sem sjá um bindinguna var ekki plantað með það í huga heldur til að framleiða timbur og tryggja afkomu bænda, fjölskyldna þeirra og afkomenda.“ Lennart segir að nýting á skógarafurðum sé alltaf að aukast í Svíþjóð. „Sífellt færist í aukana að byggð séu hús úr timbri, timbur er notað til að búa til plast, til hitunar og smíðaðir eru úr því nytjahlutir eins og gert var fyrr á tímum og það dregur úr notkun á efnum sem unnin eru úr jarðefnaolíu og lækkar um leið kolefnisspor landsins.“ Tvenns konar samtök skógarbænda Að sögn Lennart tilheyra skógar­ bændur í Svíþjóð yfirleitt tveimur samtökum. Annars vegar eru það Landssamtök skógareigenda sem eru hluti af sænsku bændasamtökunum og svipað því sem er á Íslandi. Hins vegar eru þeir hluti af sölusamtökum skógarbænda. „Í dag eru um 150 þúsund bændur meðlimir í Landssamtökum skógareigenda í Svíþjóð og skiptast þeir á milli fjögurra sölusamtaka.“ Lennart segir að verksvið Landssamtaka skógareigenda sé að stórum hluta pólitísk stefnumörkun og ráðgjöf til einstakra bænda og sölusamtakanna en sölusamtökin sjái um viðskiptahliðina. Ólíkar aðstæður til skógræktar Lennart segir aðstæður til skógræktar á Íslandi og í Svíþjóð mjög ólíkar. „Á Íslandi er skógrækt á byrjunarstigi eða felst í endurheimt skóga og mér sýnist hvort tveggja vera unnið af metnaði og stórhug. Skógrækt á Íslandi í dag fer að mestu fram á skóglausu landi en þar sem skógar eru fyrir í Svíþjóð erum við að endurplanta trjám í land sem þegar hefur verið nytjað til skógræktar. Eftir að timbrið úr skógræktinni í Svíþjóð er nýtt er hluti hagnaðarins notaður til að endurplanta trjám fyrir næstu uppskeru. Á Íslandi þurfa bændur í dag aftur á móti að leggja fram fé til að planta út trjám og bíða í tugi ára þar til hægt verður að nytja skóginn. Skógrækt á Íslandi er því langtímafjárfesting og því ekkert óeðlilegt við að stjórnvöld leggi til fjárhagslegan stuðning til að koma framleiðslunni af stað. Slíkan stuðning er að finna um alla Evrópu, til dæmis á Írlandi og Spáni, þar sem gamalt beitarland, Lennart Ackzell, formaður landsambands skógarbænda í Svíþjóð og Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda. Mynd / HKr. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Skógar þekja um 28 milljónir hektara, eða um 69% landsins. Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h Sími: 588 5080 ll dynjandi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.