Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 36

Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201936 Fennika á sér langa ræktunarsögu og kemur fyrir í grískum goð­ sögnum þar sem hún tengist eldi og maraþonhlaupi. Takmarkað hefur farið fyrir fenniku á borðum hér á landi en það á eflaust eftir að breytast á næstu árum enda er plantan annálaður spikbani. Heimsframleiðsla á fenniku, stjörnuanís og kóríander er af einhverjum ástæðum skráð sem ein tala. Árið 2017 er samanlögð heimsframleiðsla þessara plantna sögð vera tæp 1,2 milljón tonn. Indland er langstærsti framleiðandinn með 646 þúsund tonn 2017. Mexíkó var í öðru sæti með 132 þúsund tonn og Íran í því þriðja og framleiddi tæplega 65 þúsund tonn árið 2017. Kína er í fjórða sæti með 55 þúsund tonn og Rússland í því fimmta með um 50 þúsund tonna framleiðslu sama ár. Þar sem framleiðslutölur ná yfir þrjár tegundir er erfitt að segja til um framleiðslu á fenniku í einstaka landi fyrir sig annað en að Indland er langstærsti framleiðandi hennar í heiminum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands, þar sem fennika kallast finkull, voru árið 2018 flutt inn 7,5 tonn og 14 kílóum betur af heilum anís, stjörnuanís, kúmen- eða finkulfræi og einiberjum. 324 kíló af anís-, stjörnuanís-, kúmen- eða finkulfræi og einiberjum til lögunar á seyði og 3.376 kíló af pressuðum eða muldum anís-, stjörnuanís-, kúmen- eða finkulfræi og einiberjum. Af ofangreingreindum afurðum er mest flutt inn frá Hollandi, Spáni og Danmörku. Ekki fundust á vef Hagstofunnar tölur yfir innflutning á ferskri fenniku eða finkul. Ættkvíslin Foeniculum og tegundin vulgare Um 24 tegundir teljast til ættkvíslarinnar Foeniculum. Þær eru tví- eða fjölærar. Upp af öflugri trefjarót vaxa holir stönglar sem hjá sumum tegundum geta náð allt að tveggja og hálfs metra hæð. Blöðin samsett, fjaðurlaga og fínleg og allt að 40 sentímetra löng og um hálfur millimetri að breidd. Blómin gulleit, smá og mynda 20 til 50 blóm hálfsveip sem er frá 5 til 20 sentímetrar í þvermál. Fræin 4 til 10 millimetrar að lengd. Sú tegund sem við þekkjum sem grænmetið fenniku eða fennel kallast Foeniculum vulgare á latínu. Til eru nokkur afbrigði af fenniku sem annaðhvort eru ræktuð vegna fræjanna eða þrútins rótarhálsins sem líkist peru og getur verið grænn eða brúnn eftir afbrigðum. Saga, útbreiðsla og trú Náttúruleg heimkynni fenniku eru við strendur Miðjarðarhafsins. Í dag hefur plantan breiðst út víða um heim þar sem hún dafnar best í þurrum jarðvegi við strendur og nálægt árbökkum en einnig meðfram vegum. Útbreiðslumunstur fenniku er ekki ósvipað frænda síns kerfilsins hér á landi þar sem hún dreifist hratt út meðfram umferðaræðum. Egyptar til forna ræktuðu fenniku til matar og var plantan þekkt lækningajurt á Indlandi og Kína á tímum Rómverja og hefur líklega borist til Asíu með kaupmönnum. S a m k v æ m t grískum goð- sögnum stal hetjan P r ó m e þ e i f u r e l d i n u m frá guðunum og faldi hann í fennikustilk, eða skyldri tegund, áður en hann færði mönnunum eldinn að gjöf. Refsing Seifs var að láta fjötra P r ó m e þ e i f við klett þar sem örn át úr honum lifrina á hverjum degi en á hverri nóttu greri hún aftur og refsingin því endalaus. F y l g j e n d u r gleðiguðsins D í o n ý s o s n o t u ð u stilk fenniku vafinn með vínvið og með furu- eða sedrusköngli á endanum sem töfrasprota til að slá frá sér í ölæði og valda geðveiki. Sprotinn kallaðist þyrsus. Grikkinn Hippókrates, sem stundum er kallaður faðir læknisfræðinnar og læknaeiðurinn er kenndur við og var uppi 460 til 370 fyrir Krists burð, taldi að fennika yki mjólk í brjóstum brjóstmæðra. Á grísku er heiti fenniku og borgarinnar Maraþon það sama, Μαραθών. Ástæða þessa mun vera sú að árið 490 fyrir upphaf okkar tímatals herjuðu Persar á borgina. Meginorrustan fór fram á stórum fennikuvöllum umhverfis borgina og lauk með sigri Grikkja. Sagnaritarinn Plúkarkos segir að af orrustunni lokinni hafi sendiboði Grikkja, Þersippos eða Evkles, hlaupið fyrsta maraþonið í fullum herklæðum, 42 kílómetra, frá Maraþon til Aþenu, til að segja frá sigrinum. Eftir orrustuna varð fennika að sigurtákni Grikkja. Fennika var sögð og notuð sem móteitur gegn snákabitum og eitruðum sveppum í Róm, Kína og á Indlandi. Auk þess sem seyði plöntunnar var sagt lækna hundaæði. Rómverjinn Pliny eldri, sem uppi var 23 til 79 eftir Krist, segir í náttúrufræði sinni að snákar éti og nuddi sér við fenniku vegna þess að hún bæti sjón þeirra eftir hamskipti. Í framhaldi af því fullyrðir hann að plantan sé góð lækning við að minnsta kosti 22 mismunandi mannameinum, þar á meðal gláku og slæmum hósta. Sagt er að rómverskir hermenn og skylmingaþrælar hringleikahúsa hafi neytt fenniku til að gera þá hrausta. Fennika er ein þeirra plantna sem Karlamagnús, konungur Frakka á níundu öld, skipaði fyrir um að yrði ræktuð sem lækningajurt í klaustur- og hallargörðum í ríki sínu. Samkvæmt engilsaxneskri lækningarþulu frá því á tíundu öld er fennika ein af níu öflugum lækningarjurtum. Hinar eru malurt, hænsnahirsi eða hulduljós, lambaklukka, græðisúra, baldursbrá, brenninetla, villiepli og blóðberg. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Fennika og gjöf Prómeþeifs Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Rómverjinn Pliny eldri segir í náttúrufræði sinni að snákar éti og nuddi sér við fenniku vegna þess að hún bæti sjón þeirra eftir hamskipti. Þrútinn stöngulhálsinn er mikið notaður í salat. Þurrkuð fennika er sögð kynörvandi sé hún brennd sem reykelsi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.