Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 39

Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 39 MENNING&SAGA Vesturfaramiðstöð Austurlands: Siglt, gengið, riðið og rúllað í lest – Ferðin vestur Á Vopnafirði er starfandi lítið áhugamannafélag sem heitir Vesturfaramiðstöð Austurlands, í daglegu tali kallað Vesturfarinn. Þrátt fyrir að félagið sé fremur fámennt er starfsemin ansi öflug. Dagleg starfsemi snýr að margvíslegum rannsóknum á ættartengslum milli núlifandi Íslendinga og afkomenda þeirra sem fluttu vestur um haf, einkum á árabilinu 1870–1914. Þetta er þjónusta sem mjög mikilvægt er að boðið sé upp á þar sem mikill fjöldi Vestur-Íslendinga hefur áhuga á að kanna uppruna sinn. Af og til hefur Vesturfarinn staðið fyrir minni háttar sýningum þar sem einkum hafa verið dregnar fram upplýsingar fyrir Vestur-Íslendinga. Oft hefur komið fram áhugi hjá þeim sem sótt hafa þjónustu hjá Vesturfaranum að reynt yrði að gera skil því langa ferðalagi sem fólk lagði í þegar það flutti til Ameríku. Það var af þessu tilefni ákveðið að fara í rannsókn á málinu. Fljótt kom í ljós að þessu máli hefur ekki verið gerð viðhlítandi skil hér á landi og því varð verkefnið ansi viðamikið. Nú er búið að draga saman miklar og víðtækar upplýsingar um allt ferlið frá því að fólk steig á skipsfjöl hér á landi þar til það var komið á ákvörðunarstað í nýja landinu. Upplýsingarnar hafa verið settar fram, í máli og myndum, þannig að sem flestir og helst allir átti sig á því hvernig ferðalagið gekk fyrir sig. Sýning með þessum upplýs­ ingum var opnuð á Vopnafirði frá mánaðamótum maí/júní og stendur fram til loka ágúst. Gert er ráð fyrir að sýningin verði opin alla daga frá kl. 10­17. Rétt er að geta þess að þetta verkefni hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefðu komið til styrkir, einkum frá Uppbyggingasjóði Austurlands, Vopnafjarðarhreppi og Þjóðræknifélögum Vestur- Íslendinga, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fjórir ferðalangar bíða eftir ferju. Mynd / Library of Congress Póstskip „Verona“ (1876). Sigldi með vesturfara frá Seyðisfirði til Skotlands. SS Laura sigldi á árunum 1884 til 1893 frá Austurlandi til Skotlands með vesturfara. Það gerði einnig systurskipið Thyra (1888-1893). Mynd / Úr safni Cathy Josephson Algeng sjón af dekki vesturfaraskipa. Þessi mynd var tekin um borð í gufuskipi norður-þýska skipafélagsins Lloyd sem bar nafnið Kaise Wilhelm der Grosse. Þarna eru farþegarnir sænskir að uppruna. Bænda Næsta blað kemur út 11. júlí Svitahof á Eyrarbakka Davíð Kristján Guðmundsson fyrir hönd fyrirtækisins „David the Guide“, hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Árborg að fá athafnasvæði á Eyrarbakka til uppbyggingar á Svitahofi. Svitahof, eða „Sweat“ er margra alda gömul hefð indjána Norður, Mið­ og Suður­Ameríku til að heila líkama og sál. Davíð Kristján hefur átt fund með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í Árborg, sem lýstu yfir velvild til verkefnisins og er sameiginlegur áhugi og vilji til að stuðla að frekari uppbyggingu á Eyrarbakka. Verkefnið er þróunarverkefni, þar sem fyrsta skrefið er úthlutun á umræddu landi. „Með því er hægt að hefja frekari uppbyggingu, t.a.m. með því að byggja sérstök tjöld, sem eru varanleg í þeim skilningi að ekki er um hefðbundin útilegutjöld að ræða, þar sem ferðamenn, jafnt innlendir og erlendir, geta sofið í. Auk þess sem halda megi frekari Svitahof, rætt var um svokallaða Jógadaga, og margs konar viðburði sem hægt væri að bjóða upp á með slíkri aðstöðu,“ segir m.a. í erindi Davíðs Kristjáns til bæjaryfirvalda í Árborg. /MHH Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.