Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 47

Bændablaðið - 27.06.2019, Qupperneq 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 47 Á undanförnum tveim til þrem vikum hefur verið allnokkur umræða um þá hættu sem stafar af mikilli þurrkatíð á Suður- og Vesturlandi. Varla hefur nokkur úrkoma verið á þessu svæði síðan í maí og gróður því þurr og ekki þarf mikið til að eldur kvikni. Mesta umræðan hefur verið um hættuna á skógareldi við Skorradalsvatn og aðgengi að sumarbústöðum við vatnið. Án þess að gera lítið úr þeirri umræðu, sem er vissulega réttmæt, þá eru mörg svæði sem þurfa ítarlega úttekt á öryggi ef skógar eða annar gróðureldur kviknar. Sumarbústaðabyggðir þurfa víða að gera áhættumat Mjög víða á landinu eru þéttar sumarbústaðabyggðir sem oft og tíðum er bara ein aðkomuleið um einbreiða vegslóða sem varla er fær fyrir stóra slökkvibíla og hvað þá umferð í báðar áttir umlukin trjám og skógi. Það er ekki bara tré og runnar sem geta gert stóreld því sjaldnast er talað um eld í mosa, en fyrir þá sem hafa séð grámosabruna á stóru svæði vita að reykurinn er svo þykkur að inn í hann fer enginn og ef vegurinn er við svoleiðis stað verður sá vegur ekki keyrður sökum reyks. Reglur um nálægð trjáa við vegi og bústaði Ekki virðast vera til neinar almennar reglur á Íslandi um hversu nálægt tré og runnar mega vera við vegi og bústaði. Ekki hef ég heyrt af áætlunargerð um hvernig eigi að tryggja að eldur breiðist ekki út um of og hvort til sé áætlun um að gerð séu óbrennanleg bil á svæðum eins og í Skorradal eða Grímsnesi. Fyrir nokkrum árum ferðaðist ég með kanadískum hjónum sem vinna við slökkvistörf í Kanada, hann starfar við áhættumatsgerð og hún ekur stórum trukk sem er tankbíll með leirleðju sem sprautað er í vegkanta til að tryggja vegina ökufæra ef upp kemur skógareldur. Í áhættumati á mörgum stöðum í Kanada er hreinlega gert ráð fyrir að hús í jöðrum þorpa og smábæja sé fórnað með því að jarðýtur jafna þau við jörðu. Leðjubíllinn sprautar síðan leðju yfir rústirnar til að búa til óbrennanlegt belti til að verja hús þar á bakvið. Einstaka menn forsjálir og hugsa til hins versta Fyrir nokkrum árum var ég að tala við bónda á afskekktum bæ og barst talið inn á brunavarnir. Þá sagði hann mér að skammt frá bænum væri lækur og við hliðina á honum geymdi hann alltaf haugsuguna sína. Barkinn, sem að öllu jöfnu var notaður til að sjúga úr haughúsinu, var á lækjarbakkanum til taks ef hann þyrfti að grípa til hans. Í þessu tali spurði ég hvort það tæki ekki óratíma að fylla haugsuguna af vatni svaraði hann mér að hann væri búinn að taka æfingu á þessu í tvígang. Í bæði skiptin var hann kominn af stað með fulla haugsuguna af vatni á innan við 10 mínútum frá því að hann hóf æfingu. Spurning um, á svona þurrktímum, að vera með haugsuguna tilbúna fulla? Allavega er brýn nauðsyn á að fólk almennt hugi að því hvað gerist í næsta nágrenni við það ef kviknar eldur. Huga þarf fyrst og fremst að flóttaleiðum, svo er það hvað sé hægt að gera til að hefta eld þangað til slökkvilið kemur á staðinn, tryggja mannfólki og dýrum öryggi. Allavega er það gott ráð handa þeim sem hafa tæki eins og haugsugur að vera með vatn í þeim. Eða hafa ónotuð vatnsílát sem taka mikið magn, full af vatni sem auðvelt er fyrir slökkvilið að nálgast í neyð. Förum varlega með eld Hjón sem ég ferðaðist með hér um árið og hafði reynslu af stórum skógareldum, sögðu að það hræddi þau mest að vita hversu fáir gerðu sér grein fyrir eyðileggingarmættinum og hættunni sem skógareldum getur fylgt. Sláttu- CODE ALARM PIN ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is SUÐA TÍÐAR KALL HALD SNJÁLDUR YFIRRÁÐ SVALL BSTÖKKUR R O T H Æ T T U R RRÁNDÝR E F U R AUMAMÁLMUR A R M A EHNOÐAÐ L T Ó S K Ý R L L A M P I TIL SAUMAÚTLIT N Á L P HARMUR UNDIR- EINS TVEIR EINS Ó Ð A R A NÁKOMIÐ POT N Á I Ð UMFRAM Í RÖÐFELLA GBLIKFYRIRHÖFN ÓLJÓS ELDA A S T M A KK NAFN Á ENDANUM VOPN L O K S BRASKA SKRAUT ASJÚKDÓM P O T A ÓSKIPTÓVILJANDI A L L T MARGS- KONAR YFIRHÖFN Ý M S UOTA P R LAND Í ASÍU SVEFN K Ó R E A MÁLÆÐI MÁLMUR S N A K KFYRIR HÖND A G N GRASEY NAFN- BÆTUR V I N ROTNA ÍS Ú L D N A TRUFLABEITA A SVIFFYRIRVAF Á T A LISTI S K R Á ÆXLUNAR- KORN GELDA G R Ó S Í Ð I R FÓSTRAFLÝTIR A L A LÖGURGEÐ V A T NAÐ LOKUM K V I T T A GEGNADRYKKUR A N S A TVÍHLJÓÐI KRINGUM ÁUNDIR-RITA J A A F R ÞÁTT- TAKANDI L A AFBROT Ð S I Ö L K I ÞRÆLKUN SPIL Á L N A A U U M Ð A AÐALS- TITILL FRÁ H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 108 DANS SNÚA HEYI NYTSEMI HALLANDI MÁLMUR ÓSLÉTTUR SÖNGLA FÓTA- BÚNAÐUR SÖGULJÓÐ RÚM HANGA BEIN KRAFTUR ÓRÓLEG HÓFDÝR AFSPURN LISTA- MAÐUR OFRA TVEIR EINS SPRIKLSKEINA ANDLIT SÆLA GÓNA ALDIN SKAR ÁHRIFA- VALD FÍFLAST RAKI NÖLDRA SRÍÐNIHARMA FJÖTUR MATJURT HLEYPA ÞÖGN SÓT KROPPA SETTU GÁTA ÍHUGA ÓNEFNDUR EYÐA NARSL URMULL BIRGJA TRÍTLASKARÐ TRÉ GLOPPU VAN- ÞÓKNUN HOLA TÚN AÐ EFNI Í RÖÐ ÞRÁFARNAST BÁS Í RÖÐ HRÓP SVELL RÝRNA FRJÁLSA NABBI VEIÐA FANGIINNYFLI Í RÖÐ H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 109 Innlegg í umræðuna um gróðureldhættu Haugsugur geta komið að góðum notum í baráttu við skógarelda. Fæstir gera sér grein fyrir þeim gríðarlega eyðileggingarmætti sem felst í skógareldum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.