Bændablaðið - 26.09.2019, Síða 28

Bændablaðið - 26.09.2019, Síða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201928 LÍF&STRAF Hákon Hermannsson, framkvæmdastjóri Dokkunnar, segir að vatnið úr Vestfjarðagöngum sé lykillinn að hreinna og frískara bragði Dokkubjórsins. Mynd / HKr. Dokkan Brugghús var stofnað á Ísafirði í október 2017 með það að markmiði að búa til vestfirskan bjór. Þar með varð til fyrsta brugghúsið á Vest­ fjörðum og er það hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Fyrsti bjór fyrirtækisins leit dagsins ljós í byrjun sumars 2018 og hefur starfsemi síðan gengið vonum framar. Nú eru framleiddar sex tegundir af bjór í brugghúsi fyrirtækisins að Sindragötu 11 og stöðugt verið að gera tilraunir með nýjar bjórgerðir. Dokkan dregur nafn sitt af þurrkví eða dokku sem notuð var á þarsíðustu öld til að taka skútur á þurrt til viðgerðar. Dokkan var byggð úr tré og er nú komin undir miklar uppfyllingar á eyrinni við Skutulsfjörð, en brugghúsið er nú til húsa skammt frá þeim stað sem þessi nafntogaða skipakví var. Hákon Hermannsson er fram­ kvæmda stjóri Dokkunnar og er hann jafnframt einn af eigendunum. Hann tekur þátt í brugguninni og öllu öðru sem þar þarf að sinna, en vill samt ekki titla sig bruggara. „Bruggarinn okkar er heimamaður og heitir Valur Norðdahl, en hann er mikill áhugamaður um bjórgerð,“ segir Hákon. Segja má að Valur sé sjálfmenntaður í þessu fagi, en hann hefur víða aflað sér þekkingar sem greinilega er að skila sér í góðum veigum. Til gamans má geta þess að Valur er uppalinn á svæðinu sem Ísfirðingar kalla Dokkuna. „Við erum þrjú að vinna hér yfir sumartímann, en bara tveir yfir veturinn. Eftir tvö til þrjú ár gætu framtíðarhorfurnar kannski leitt til þess að hér starfi 5 til 8 manns. Það er draumurinn, en maður veit þó aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hugmyndin að brugghúsi á Ísafirði kviknaði austur á fjörðum - Hvernig kom það annars til að ráðist var í stofnun brugghúss á Ísafirði? „Það kom þannig til að mágur minn, Arnar Friðrik Albertsson, var á rúntinum um landið í sinni vinnu. Þá rakst hann á lítið brugghús á Austfjörðum. Hann hringdi í mig og spurði einfaldlega af hverju það væri ekki brugghús á Ísafirði. Ég sagðist bara ekki hafa hugmynd um af hverju svo væri. Þá spurði hann hvort við gætum þá ekki gert eitthvað í því. Um mánuði seinna vorum við búnir að panta tækin fyrir brugghúsið.“ Þar brugga menn nú 1.000 lítra í hverri lögun og geta verið með 11 þúsund lítra í tönkum. Með sex bjórgerðir undir í einu „Við erum með fjórar bjórgerðir á lager í flöskum sem við seljum í gegnum ÁTVR. Svo seljum við líka bjór í kútum á veitingastaði. Annars framleiðum við hér sex tegundir í dag og þar er nýjasta gerðin dökkur Porterbjór sem heitir Skarfur. Hann var fyrst tilbúinn í lok ágúst. Þar á undan var ég með bjór sem hét Þarajevo og var bruggaður með þara. Það var skemmtilegur bjór, en þegar hann kláraðist gerðum við þennan nýja sem við köllum Skarf. Svo eru það Dokkan Drangi sem er Amber ale og Dynjandi er IPA bjór. Þá er Dokkan sem er Pale ale og lagerbjór Dokkan brugghús er staðsett við Sundahöfnina á Ísafirði, skammt frá þar sem farþegar farþegaskipanna koma í land. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hugmyndin kviknaði

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.