Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 32

Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201932 MENNING&LISTIR Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF haldin í 16. sinn í Reykjavík: Síðasta haustið komst í keppnisflokk á hausthátíðinni RIFF Íslenska heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg keppir um aðalverðlaun Alþjóð­ legu kvikmynda hátíðarinnar í Reykjavík (RIFF), Gullna lundann. Þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu RIFF að íslensk mynd kemst í keppnisflokkinn. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin hefst í dag, fimmtudaginn 26. september, á útgáfudegi Bædnablaðsins með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur þann 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. Ein íslensk mynd valin í hóp keppenda Aðalflokkur hátíðarinnar er Vitranir (New Visions) þar sem nýir leikstjórar tefla fram sinni fyrstu eða annarri mynd. Aldrei þessu vant var ein íslensk mynd, Síðasta haustið, valin í hóp keppenda RIFF. Forsýning myndarinnar fór fram fimmtudaginn 12. september í félagsheimilinu í Árneshreppi á Ströndum þar sem sagan á sér stað. Myndin verður síðan frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís mánudaginn 30. september og önnur sýning verður á sama stað 6. október. Heimsfrumsýning á myndinni fór fram á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi þann 1. júlí síðastliðinn. Um bændur sem bregða búi á Krossnesi Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg er 78 mínútna heimildamynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimildamynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar, Salóme, var valin besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður. Fjárbúskapur í hundruð ára Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruð ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskaparhætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til. Akkeri Films og Biti aptan bæði Leikstjóri er Yrsa Roca Fannberg og framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir og framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sér um klippingu. Hljóðhönnuður er Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Tekin á 16mm filmu Myndin er tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar 4 bændur af 8 hættu búskap. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti o.fl. Með BA gráðu í myndlist frá Chelsea College of Art í London Yrsa Roca Fannberg leikstjóri er með BA gráðu í myndlist frá Chelsea College of Art í London (2000) og MA í skapandi heimildamyndagerð frá Pompeu Fabra í Barcelona (2009). Síðasta haustið (2019) er önnur heimildamynd Yrsu í fullri lengd en fyrsta mynd hennar, Salóme (2014), vann til fjölda verðlauna, m.a. besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama. Yrsa stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki Biti aptan bæði árið 2016 og er með fleiri heimildamyndir í þróun. Hanna Björk Valsdóttir fram- leiðandi er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og MA í menningar- og fjölmiðlafræði frá New York University (2003). Hanna Björk hefur tvívegis hlotið Edduna fyrir bestu heimildamynd, sem framleiðandi fyrir Ground Control Productions, fyrir Draumalandið (2009) eftir Andra Snæ Magnason og Þorfinn Guðnason, og fyrir Hvell (2013) eftir Grím Hákonarson. Hanna Björk stofnaði eigið framleiðslu fyrirtæki Akkeri Films árið 2015 ásamt Birni Viktorssyni. Kaf (2019) eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk og Síðasta haustið (2019) eftir Yrsu Roca Fannberg eru fyrstu myndir Akkeri Films í fullri lengd. Fleiri myndir eru í framleiðslu. Síðasta haustið. Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruð ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Myndir / RIFF Menningar­ og hrútadagar verða haldnir á Raufarhöfn dagana 27. september til 6 október. Eins og undanfarin ár verður vegleg dagskrá í boði. Þarna verður m.a. boðið upp á leiki fyrir alla og almennan fífla gang og fegurðarsýningu gimbra. Þá verða G­in þrjú að sjálfsögðu höfð í hávegum, eða gleði, grín ... og kjötsúpa! Ingibjörg Sigurðardóttir, sem er í forsvari fyrir menningar- og hrútadags nefnd, segir að þessi viðburður, sem lengst af hefur gengið undir nafninu Hrútadagurinn á Raufarhöfn, hafi alltaf verið vel sóttur. „Fólk kemur alls staðar að af landinu og brottfluttir nota tækifærið til að heimsækja ættingja og vini. Margir gista hjá ættingjum og vinum í heimahúsum, en annars er ekkert vandamál að fá gistingu bæði hér á Hótel Norður ljósi á Raufarhöfn og síðan er stutt í gistingu hér yfir á Kópaskeri líka. Eins verður fjölbreytt þjónusta í boði á Raufarhöfn á Hótel Norðurljósum, Kaupfélagi restaurant, Íþróttamiðstöðinni, verslun inni Urð og í Breiðabliki, húsnæði eldri borgara.“ Fjölbreytt dagskrá í rúma viku Þessi menningar- og hrútadagavika hefst á pókerkvöldi föstudaginn 27. september á Félaginn Bar. Þar verður spilað Texas Holdem. Á laugardeginum 28. september verður boðið upp á gönguferðir og spurningakeppnina Gáfnaljós menningar- og hrútadaga sem fram fer á barnum. Léttmessa verður í Raufarhafnar- kirkju á sunnudeginum og vöfflu- kaffi í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Síðan munu Hera Björk og Bjössi Thor halda tónleika í Hnitbjörgum. Rólegt verður yfir vötnum á mánudeginum, en á þriðjudaginn 1. október býður menningarnefnd íbúum og gestum í fiskisúpu í Hnitbjörgum klukkan 19.00. Miðvikudaginn 2. október verður fluguveiðikynning í Hnit björgum. Matur og menning á Raufar höfn verður á fimmtudeginum 3. október. Þar verður gestum boðið að smakka á réttum frá ýmsum þjóð löndum. Á föstudaginn 4. október verður listsýning Finnboga Gunnlaugssonar sem nefnist Raufarhöfn í reka. Á föstudagskvöldinu verða líka haldnir tónleikar í Hnitbjörgum með Sverri Bergmann og Halldóri Gunnari Fjallabróður. Hrútadagurinn sjálfur Þótt dagskráin standi í raun yfir í tíu daga þá er stóri viðburðurinn Hrútadagurinn sjálfur sem haldinn verður laugardaginn 5. október. Dagskráin hefst með formlegri opnun Heimskautsgerðisins Bifrastar. Létt kynning verður á stöðu gerðisins í félagsheimil inu kl. 12.30. Verður gestum boðið að ganga saman frá félagsheimilinu að Heimskautsgerðinu að kynningu lokinni og göngubrú verður þá formlega opnuð. Í kjölfarið hefst mikil dagskrá í Faxahöllinni sem stendur frá klukkan 14.00 til 18.00. Meðal dagskráratriða er: • Emmessís hrúturinn, en þar verður svalasti hrúturinn í höllinni valinn og að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir hann. • Búvís hrúturinn – besti skrokkgæðahrútur svæðisins, veitt verðlaun um kvöldið. Eru bændur hvattir til að mæta með sinn besta lambhrút til leiks. • Sölubásar – með ýmsan varning, hægt að panta bás í síma 855-1160 og skrokkar verða til sýnis. • Leikir fyrir alla – stígvélakast eða annar almennur fíflagangur. • Barnadagskrá – Gimbra fegurðar sýning. Allir krakkar eru hvattir til að taka þátt. Breytt fyrirkomulag á sýningu verður í ár. Frekari upplýsingar Baldur s. 693-0627 eða Axel s. 899-7589. Skráning á staðnum • Ljósmyndasamkeppni – úrslit og verðlaunaafhending. • Sala á hrútum – sem gæti endað með uppboði! • G-in þrjú ... Gleði, grín ... og kjötsúpa. Kvölddagskrá og Hrútaballið Að lokinni dagskrá í Faxa höllinni verður kvölddagskrá í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá 21.00 til 23.00. Miðaverð á skemmtidagskrána er 3.500 krónur. Þar mun 40 manna Karlakór Eyjafjarðar troða upp undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Þeir eru alvanir sprelli og gríni, stefnir því í gott kvöld. Undirleikari er Valmar Valjaots og verður Jón Þór Kristjánsson þeim til halds og trausts. Að lokinni kvölddagskrá hefst Hrútaballið sjálft klukkan 23.00 og er það einnig í Hnitbjörgum. „Þá er ekkert eftir nema að fylla á pelann, skella sér í sparidressið og arka á ball,“ eins og nefndarfólk orðar það. Þar mun Hamrabandið leika fyrir dansi frá kl. 23.00 og lofa þeir trylltum dansi fram á rauða nótt. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð á ballið er 3.500 krónur. Dagskrá menningar- og hrúta- daga á Raufarhöfn lýkur svo sunnudaginn 6. október á göngu- ferð að Hraunhafnarvita með ferðafélaginu Norðurslóð. /HKr. Á menningar- og hrútadögum á Raufarhöfn verður m.a. boðið upp á leiki fyrir alla og almennan fíflagang og fegurðarsýningu gimbra. Rúsínan í pylsuendanum er svo Hrútaballið þar sem Hamrabandið leikur fyrir dansi. Menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn: Tíu dagar af gleði, gríni ... og kjötsúpu Úlfar bóndi, Yrsa Roca Fannberg, höfndur myndarinnar, og Oddný á Krossnesi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.