Bændablaðið - 26.09.2019, Side 33

Bændablaðið - 26.09.2019, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 33 www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Opið mán –fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 Alltaf til staðar Michelin X-ICE Hljóðlát, naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda Frábærir aksturseiginleikar Michelin X-ICE NORTH 4 Besta hemlun á ís, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km Betri aksturseiginleikar m.v. helstu samkeppnisaðila Hámarks grip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð Einstök ending Michelin Alpin 6 Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar Heldur eiginleikum sínum út líftíman Lagskipt gúmmíblanda sem veitir hámarks grip Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á n1.is Notaðu N1 kortið Öruggt frá fyrsta til síðasta kílómetra Keyrðu á örygginu Karlakór Hveragerðis: Hausttónleikar, Ítalíuferð og kynningarkvöld Nú eru þrjú ár frá því að Karlakór Hveragerðis var stofnaður og hefur þátttaka í kórnum farið fram úr björtustu vonum en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar með kórnum á öllum aldri. Starfsemi þriðja ársins er hafin af fullum krafti en kórinn verður með glæsilega hausttónleika í Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. október (afmælisdagur kórs­ ins) klukkan 16.00. Sérstakir heiðursgestir verða söngvararnir Ólafur M. Magnússon, Jón Magnús Jónsson og Ásdís Rún Ólafsdóttir. Undirleikari með þeim verður Arnhildur Valgarðsdóttir. Sérstök hljómsveit mun einnig koma fram á tónleikunum en hana skipa Sigurgeir Skafti Flosason, Unnur Birna Björnsdóttir, Rögnvaldur Pálmason og Örlygur Atli Guðmundsson. Lagaval á tónleikunum verður létt og skemmtilegt en einsöng með kórnum syngur Arnar Gísli Sæmundsson. Undirleikari og stjórnandi kórsins er Örlygur Atli Guðmundsson. Miðaverð verður kr. 2500 en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Eftir hausttónleikana heldur kórinn í söngferðalag til Suður-Tíról á Ítalíu þar sem allt það helsta á svæðinu verður skoðað, auk þess sem tónleikar verða haldnir og félagar og makar þeirra munu skemmta sér saman í vikutíma. Nýir félagar, sem hafa áhuga á að syngja í kórnum verða boðnir hjartanlega velkomnir á æfingu miðvikudagskvöldið 23. október kl. 19.30. Æfingarnar fara fram í Vestur-Ási í Hveragerði, sem er salur beint á móti Hveragerðiskirkju. Æft er einu sinni í viku, miðvikudagskvöld frá 19.30 til 21.30. Lagavalið er létt og skemmtilegt og þá má ekki gleyma góðum vinskap sem myndast við að syngja saman í kór. Tekið verður á móti nýjum félögum með bros á vör og góðum kaffisopa. /MHH Hressir og flottir karlar sem syngja með Karlakór Hveragerðis. Nýir félagar verða sérstaklega boðnir velkomnir á æfingu miðvikudagskvöldið 23. október kl. 19.30. Myndin var tekin á æfingadegi kórsins í Garðyrkjuskólanum í vor. Mynd / Örlygur Atli Guðmundsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.