Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 40

Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201940 Íslendingar eru ansi duglegir þegar kemur að því að ferðast milli landa, en spurning er hvort við séum nógu dugleg að njóta þess sem hinir ýmsu staðir hafa upp á að bjóða. Nýlega heimsótti ég grasagarð í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum. Garðurinn nefnist Phipps Conservatory and Botanical Gardens og eigi menn leið um þessar slóðir er óhætt að mæla með heimsókn þangað. Garðurinn var stofnaður 1893 af Henry nokkrum Phipps og er því nokkuð gamall á mælikvarða Bandaríkjamanna. Phipps var vellauðugur og gaf borginni garðinn, svo íbúar Pittsburgh mættu fá notið fallegra garða og framandi plantna. Sjálfbærnin sér ekki um sig sjálf Orðið „conservatory“ í nafninu vísar sérstaklega til glerhýsisins sem er aðalmannvirkið á svæðinu og skiptist í 14 mismunandi svæði og/eða samtengd hýsi, hvert öðru skemmtilegra. Því til viðbótar eru minni háttar ytri rými, auk þess sem 119 ára afmæli garðsins var fagnað árið 2012 með opnun sjálfbærnimiðstöðvar. Sjálfbærnimiðstöðin (Center for Sustainable Landscapes) er í raun miðstöð um fræðslu. Sérlega tímabært nú þegar við sjáum fram á að þurfa að fara enn sparlegar með orku, vatn og fleira víða um heim. Þó auðvitað sé alltaf misskipt, enda spurning hvort sé ekki jákvætt hér á landi að nýta sem mest af vatninu sem rennur til sjávar. Sagan, líkt og tískan, fer víst í hringi og er nú ákveðin pressa á að nýta sem best það sem við höfum og spara óþarfa. Það er því vonandi horft m.a. til bændasamfélags hvers svæðis í þeim málum, enda oftar en ekki sá hópur sem þekkir svæðið hvað best og hefur jafnan haft meiri hug á sem bestri nýtingu landgæðanna, en aðrir hópar. Byggingin sem hýsir sjálfbærni­ miðstöðina var að sjálfsögðu hönnuð með því hugarfari að ná sjálf sem lengst í eigin sjálfbærni. Hún framleiðir eigin orku og endurnýtir allt rigningavatn, svo dæmi sé tekið. Byggingin er svo umkringd sérvöldum gróðri sem á sér sögu á þessum slóðum, fremur en hinni framandi plöntuflóru sem er annars í grasagarðinum að finna. Enda sitt hvort hugarfarið bakvið mismunandi hlutverk garðsins. Slík stefna er auðvitað algeng þar sem leitað er plantna sem þrífast vel án mikillar fyrirhafnar. Frekar að plantan sé þegar aðlöguð aðstæðum, en að við séum sífellt að laga okkur að þörfum þeirra. Eins og bændur hér þekkja væntanlega vel, þá þýðir það að plönturnar dafna betur og spara okkur m.a. viðbættan áburð og óþarfa vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar plöntur ættu þá einnig að henta betur fyrir dýralíf svæðisins og þá almenna grósku og hringrás náttúrunnar í heild. Í þessu tilfelli var svo einnig horft til þess að plönturnar hefðu sérstaka kosti umfram aðrar, þegar kemur að því að hreinsa í kringum sig loft og vatn. Ein grænasta bygging í heimi Byggingin sjálf er það hlaðin viðurkenningum og vottunum að hún flokkast meðal grænustu bygginga heims, þrátt fyrir að vera alls ekkert máluð grænum lit. Raunar er grasagarðurinn sjálfur einnig sagður meðal umhverfisvænstu bygginga heims og ýmsir hlutar hans með vottun hvað það varðar. Einn þeirra er hitabeltisskógs­gróðurhúsið, hannað til að nota 40% minni orku en samtímis halda mun stöðugra umhverfi fyrir plönturnar sem þar dvelja. Það hús er alltaf tekið undir sérstakar sýningar með ákveðnu þema og árið 2018 lauk sýningunni um hitabeltisskóga Kongó og við tók ný sýning um Kúbu, næstu 3 árin. Það þema skilar sér í plöntuvali, sem og ýmsum upplýsingaskiltum og öðru í innréttingum hússins. Þykkblöðunga, kaktusa o.fl. má finna í eyðimerkurrými og ávaxtarými hýsir svo ávaxta­ og kryddplöntur sem tengjast hitabeltissvæðum. Svo sem sérlega ófríðan sítrusávöxt, papaya og kaffi. Þar mátti einnig finna banana, sem eru líklega ekki sérlega bragðgóðir og gert ráð fyrir að fari beinustu leið í ruslið, miðað við staðsetningu tunnunnar. Mér datt í hug að benda þeim á að prófa frekar ferska íslenska banana, en fann því miður ekki réttan aðila til að sannfæra um þau mál. Enginn mörgæsamatur Inn af góðu safni burkna og köngul­ pálma gengur maður svo í hús fullt af fallega blómstrandi brönugrösum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. Brönugrasaætt (Orchidaceae) myndar aðra af 2 stærstu ættum blómplantna, er í dag talin inni halda á bilinu 28.000 til 35.000 tegundir, meira en 100,000 blendinga. Enn fremur áætluð að telja allt að 11% af öllum fræplöntum og rekur ættin uppruna sinn allt að 100 milljón ár aftur í tíman. Þrátt fyrir að vera oftast kenndar við hitabeltisloftslag, finnast plöntur ættarinnar um heim allan. Því auk þess að vera ræktaðar og seldar þvert á flest landamæri heimsins, virðast þær sérlega góðar að koma sér fyrir við sérhæfðar aðstæður í náttúrunni. Enda þekkjum við hér á landi brönugrasið sem hrein­ lega ber ættarnafnið á íslensku (Dactylorhiza maculata) og finnast um 30 tegundir jafnt í hinu UTAN ÚR HEIMI Phipps Conservatory and Botanical Gardens: Ferðast um framandi gróður Inngangurinn að Phipps Conservatory and Botanical garðinum í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum. Myndir / Kristján Friðbertsson Í einu húsinu er mikið um fiðrildi sem gaman er að skoða. Kristján Friðbertsson, garðyrkju­ nörd. Orkídean Alicera Sunday Best Yellow. Orkídean Bromecanthe Jamaica Fire. Orkídean Encyclia alata. Glerlistaverk sem líkja eftir plöntum voru áberandi og garðurinn hefur átt í samstarfi við ýmsa listamenn um að skapa verk til sýninga innan um plönturnar. Annaðhvort er ruslatunna við hliðina á bananatrénu vísbending um bragðgæði eða að of margir hafa runnið til á óstýrilátum bananahýðum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.