Bændablaðið - 26.09.2019, Side 42

Bændablaðið - 26.09.2019, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201942 NMSM samtökin, sem eru samstarfs vettvangur Norður­ land anna um ýmis málefni sem snerta mjólkurframleiðslu, héldu nýverið aðalfund sinn og á þeim fundi voru birtar hinar árlegu upplýsingar um þróun mjólkur framleiðslu Norður­ landanna. Helstu upplýsingar má sjá hér í meðfylgjandi töflu. Þar kemur m.a. fram að mjólkur framleiðslan stóð í stað á milli ára en heildarfram­ leiðsla Norðurlandanna á mjólk nam alls 12,3 milljörðum lítra í fyrra sem er nánast sama mjólkurmagn og hefur verið síðustu árin. Þrátt fyrir ákveðna stöðnun í framleiðslunni hafa kúabúin verið að bæta mikið við sig enda fækkaði þeim um 7,4% á milli ára og voru í árslok 20.590 talsins. Mjaltaþjónabúum fjölgar enn Síðustu árin hefur mjaltaþjónabúum fjölgað nokkuð reglulega á Norðurlöndunum en þróunin hefur þó verið harla ólík á milli landanna (sjá bæði mynd og töflu). Þannig hefur þeim fjölgað nokkuð hratt í þeim löndum þar sem bústærðin er að jafnaði minni, þ.e. Noregi, Finnlandi og hér á landi en í bæði Svíþjóð og Danmörku hefur þróunin verið önnur. Raunar fækkaði þeim á tíma-bili í báðum löndum en er nú aðeins að fjölga á ný. Fjöldi dönsku mjaltaþjóna- búanna er þó langt frá því að vera sá sami og var þegar mest lét, en það var árið 2011 þegar fjöldi þeirra fór í 920. Nú eru búin 722 í Danmörku. Þessi nokkuð ólíka þróun innan Norðurlandanna skýrist eins og áður segir af bústærðinni þar sem afköst mjaltaþjóna takmarkast við um það bil 65 kýr í hverjum mjaltaþjónaklefa. Þar með hentar tæknin síður stærri búum í jafnri stækkun þar sem alltaf þarf að bæta við nýrri 65 kúa einingu við stækkun með tilheyrandi kostnaði. Þetta kann þó að vera að breytast með lækkandi kostnaði hvers mjaltaþjóns með aukinni samkeppni og nýrra tæknilegra lausna sem gera viðbótar- kostnaðinn minni þegar bændur bæta afköst búanna. Langstærsta hlutfallið hér á landi Mjaltaþjónabúum, talin sem starfandi bú 31. desember 2018, fjölgaði á árinu úr 4.811 í árs lok 2017 í 5.187 um síðustu áramót eða alls um 376 bú. Árið þar á undan fjölgaði þeim ekki nema um 182 bú og árið þar á undan um 185 bú svo síðasta ár sker sig verulega úr með tvöfalt meiri fjölgun mjaltaþjóna búa sem bendir til betri stöðu kúabúanna á Norðurlöndum nú. Í árslok 2018 voru mjaltaþjónar á fjórða hverju kúabú Norðurlandana (25,2%) en hæsta hlutfallið var hér á landi en um síðustu áramót var þessi mjaltatækni á 35,4% af kúabúum landsins. Rúmlega 8 þúsund mjaltaþjónar! Eins og hér að framan greinir þá fjölgaði mjaltaþjónabúunum um 376 bú en mjaltaþjónunum sjálfum fjölgaði mun meira eða um 474. Í árslok síðasta árs var fjöldi mjaltaþjóna í notkun kominn í 8.227 stykki. Flesta mjaltaþjóna er enn að finna í Danmörku eða 2.132 en bæði Noregur og Svíþjóð eru skammt undan með annars vegar 2.052 og 2.065 mjaltaþjóna. Það er við- búið að yfir- burðastaða Dana á þessu sviði sé að líða undir lok haldi þróunin innan Norður l andanna áfram með svipuðu sniði á komandi árum. Það eru reyndar tíðindi að sjá að mjaltaþjónum fjölgar á ný í Danmörku eftir nokkra fækkun á liðnum árum. Dönsk mjólkurframleiðsla langstærst Líkt og undanfarin ár þá er danska mjólkurframleiðslan langumsvifamest innan Norður- landanna en dönsku kúabúin fram- leiddu í fyrra 5,6 milljarða lítra eða 45,6% allrar mjólkur á Norður- löndum. Árið 2017 var þetta hlutfall 44,6% og hefur þetta hlutfall dönsku búanna aukist ár frá ári undanfarin ár. Næststærsta framleiðsluland mjólkur á Norðurlöndunum er svo Svíþjóð með 22,4% og þar á eftir kemur svo Finnland með 19,1%. Norsku kúabúin standa svo undir 11,7% og við Íslendingar rekum síðan lestina með 1,2% af heildarframleiðslu mjólkur á Norðurlöndunum. Langstærstu búin í Danmörku Meðalbústærðin á Norðurlönd- unum er nú komin í 67 árskýr og jókst bústærðin í öllum löndunum nema Danmörku á síðasta ári, í samanburði við árið 2017. Þrátt fyrir að þar hafi kúabúin ekki vaxið á árinu eru dönsku kúabúin langstærst en þar var meðalbúið með 193 árskýr í árslok 2018. Bústærðin á hinum Norður löndunum er mun minni en næststærstu búin eru í Svíþjóð þar Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Jarle Rueslåtten í Norsk Gardsost og Ann-Norill Stennes í Tine hafa komist að samkomulagi sem veitir svæðisbundnum ostaframleiðendum aðgang að þjónustu hjá mjólkursamlaginu Tine. Mynd / Peder Buskenes, Tine Mjólkursamlagið Tine í Noregi: Aðstoðar smáframleiðendur og miðlar þekkingu í ostagerð Mjólkursamlagið Tine í Noregi hefur nú gert samkomulag við norska ostaframleiðendur um að 160 meðlimir í Norsk Gardsost fái nú aðgang að sérþekkingu, tækjabúnaði, viðhaldi og þjónustu hjá fyrirtækinu sem með þessu móti aðstoða samkeppnisaðila sína. Tine hefur um nokkurt skeið keyrt osta fyrir meðlimi Norsk Gardsost í verslanir og veita nú samkeppnisaðilum sínum enn frekari þjónustu. Þeir munu einnig bjóða framleiðendunum upp á eftir- fylgni á vörugæðum, eftir fylgni og samband við Matvælaeftirlitið, aðstoð við endurskoðun og sýna töku af lofti, vatni og umhverfi. Eftirlit á mjólkurstöðvum og tækni hlutum róbóta, fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á kæli kerfum og mjólkur- tönkum er einnig nýtt tilboð til framleiðandanna. Þar að auki geta meðlimir í Norsk Gardsost nú pantað og keypt notaða mjólkurtanka. „Við höfum náð góðum samn- ingi við Tine sem byggir enn frekar á því góða samstarfi sem við höfum haft og styrkir okkar framleiðendur. Tine vill bjóða upp á þessa þjónustu við okkar félagsmenn þó að þeir afhendi ekki mjólk til þeirra. Samkomulagið þýðir einnig að okkar meðlimir fá aðgang að faglegri ráðgjöf þegar kemur að gæðastjórnun ásamt greiningum á mjólk og tilbúnum vörum úr rannsóknarstofum. Við vonum að þetta geti hjálpað til gegn innflutningsstraumnum og til að upphefja enn frekar norska mjólk og ost. Við teljum að þetta geti orðið upphafið að einhverju mjög góðu,“ segir Jarle Rueslåtten, stjórnarformaður Norsk Gardsost. Fram til ársins 2003 voru mjólkur- samlög sem Tine lögðu niður og seldu byggingarnar með ákvæðum um að ekki ætti að nýta þær til mjólkursamlaga aftur. Vikedal- mjólkursamlagið í Rogaland var fyrsta mjólkursamlagið sem var selt án slíkra ákvæða og eftir það hefur samvinna milli Tine og svæðis- bundinna ostaframleiðenda orðið betra og betra. Í mörg ár hefur Tine dreift ostum í verslanir fyrir minni framleiðendur þegar þeir keyra út vörur sínar um allan Noreg. Á þessu ári hafa þeir dreift um 900 þúsund einingum, eða um 20 þúsund tonnum fyrir smáframleiðendur og magnið eykst frá ári til árs. /ehg - 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Þróun útbreiðslu mjaltaþjónabúa á Norðurlöndunum frá 1998. Norðurlöndin framleiddu rúmlega 12,3 milljarða lítra af mjólk 2018 Í árslok 2018 voru mjaltaþjónar á fjórða hverju kúabú Norðurlandanna (25,2%) en hæsta hlutfallið var hér á landi en um síðustu áramót var þessi mjaltatækni á 35,4% af kúabúum landsins. Mynd / HKr. Varað við salmonellusmiti í eggjum á Bretlandseyjum Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa sent frá sér viðvörun vegna hættu á salmonellusýkingu í eggjum. Viðvörunin kemur í framhaldi af eftirliti á meðferð eggja sem sýndi að reglur um hreinlæti og geymslu eggja voru brotnar á öllum stigum framleiðslu, pökkunar og sölu. Síðastliðin þrjú ár hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar á Bretlandseyjum veikst alvarlega vegna salmonellu sem rakin er til neyslu á eggjum. Í framhaldi af þessu hóf eftirlitsstofnun, sem kallast Food Standards Agency, rannsókn á orsökum sýkinganna. Í ljós kom að meðferð á eggjun hvað varða hreinlæti, geymslu og flutning voru þverbrotnar á öllum stigum framleiðslunnar. Misalvarleg tilfelli Sýkingarnar sem um ræðir stafa af mismunandi stofnum salmonella og eru í flestum tilfellum skaðlitlar en geta valdið sýkingum í ófrískum konum, börnum og gamalmennum og þeim sem hafa skert ónæmiskerfi. Í alvarlegustu tilfellum hefur fundist stofn sem kallast Salmonella enteritidis og þykir einstaklega skæður og getur valdið alvarlegum sýkingum. Samkvæmt því sem talsmaður eftirlitsstofnunarinnar sagði skipta reglugerðabrotin þúsundum og breytir þar engu hvort um er að ræða býli sem framleiddu egg, pökkunarstöðvar og kæla í verslunum. Víða væri pottur brotinn og nánast alls staðar væri hægt að gera betur til að tryggja gæði eggjanna. Í öllum tilfellum voru eggin gæðavottur með stimpli breska ljónsins sem tryggja á gæði þeirra og hollustu. Eftirliti víða ábótavant Við nánara eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt. Samkvæmt samantekt stofnunar á Bretlandseyjum sem fjallar um heilsufar dýra segir að í einni af hverjum sex eftirlitsferðum undanfarin þrjú ár hafi verið gerð athugasemd vegna hreinlætis, aðbúnaðar dýra og gæða eggja á kjúklingabúum. Bretar neyta um 1,3 milljarða eggja á ári og nánast öll eru framleidd innanlands og helmingur frá býlum sem vottuð eru með lausagönguhænur. Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórnvöldum verður gripið til aðgerða til að stemma stigu við frekari útbreiðslu salmonellu og eftirlit með framleiðslunni hert. /VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.