Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 20192 Á aðalfundi Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, síðastliðið vor var geitabóndinn Lovísa Rósa Bjarnadóttir á Háhól í Hornafirði kjörin formaður. Hún tekur við af Petrínu Þórunni Jónsdóttur, svínabónda í Laxárdal. Nýja stjórn skipa auk Lovísu, þau Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir gjaldkeri og Hafdís Sturlaugsdóttir ritari. Í varastjórn eru Sigrún Helga Indriðadóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson. Vinna sjálf allt sitt kjöt Háhóll í Hornafirði er í um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu Höfn. Lovísa Rósa er gift Jóni Kjartanssyni og eiga þau þrjá syni. „Við höfum búið með geitur frá því 2012 og í dag erum við með um 70 geitur veturfóðraðar. Kjöt frá okkur er hægt að nálgast beint frá okkar býli, en einnig höfum við selt í gegnum REKO og verið á matarmörkuðum. Við vinnum allt okkar kjöt sjálf, en við höfum aðgang að kjötvinnslu hér í sveitinni þar sem við úrbeinum, vinnum kjötið og pökkum. Einnig höfum við framleitt geitasápur og selt sútað geitaskinn, stökur. Eðlilega eru 70 geitur ekki fullt starf, en við eigum og rekum fyrirtækið Rósaberg ehf. sem er í jarðvinnuverktöku og steypuframleiðslu,“ segir Lovísa. Hefur margvíslega reynslu af félagsstörfum „Ég kem alveg ný inn í stjórnina og hlakka mikið til að vinna þar að málefnum félagsins. Ég hef reynslu af ýmiss konar félags starfi sem ég vonast til að muni nýtast mér vel í þeim verkefnum sem fram undan eru. E m b æ t t i ð leggst vel í mig og ég hlakka til að starfa með félaginu. Það eru mörg spennandi verk efni fram undan; meðal annars er unnið að endur nýjun og uppfærslu á vef félags ins, unnið er í afsláttarmálum fyrir félaga auk þess sem kynningarefni er í vinnslu. Við viljum gera gæðamerki félagsins meira áberandi fyrir neytendur og hvetja til aukinnar heimavinnslu og -sölu og gera rekjanleika vörunnar hátt undir höfði.“ Samvinna við félag smáframleiðenda Að sögn Lovísu hefur þarfagreining verið unnin fyrir félagið og nú sé verið að forgangs raða a t r i ð u n u m sem þar komu fram. „Mörg verkefni komu fram í þarfa- gre in ing unni sem mögulega verður hægt að vinna sameigin- lega með ný- stofnuðu fél agi smá fram leið- enda [Samtök smá fram leið - enda matvæla] og ég held að það geti orðið fleiri samlegðar- áhrif þar á milli. Til dæmis þau málefni sem snúa að stjórn- völdum, breytingar og útfærslur á reglu gerðum sem eiga við um smærri framleiðendur. Stjórn mun kynna það fyrir félagsmönnum sínum á næstu vikum og leggja svo fyrir á næsta aðalfundi hvort Beint frá býli muni gerast aðili að nýju samtökunum. Þetta er svona það helsta sem er fram undan hjá okkur og svo auðvitað að efla félagið innan frá og tengslanetið innan félagsins,“ segir Lovísa. /smh FRÉTTIR VERÐ FRÁ 79.900 KR. NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS/BORGIR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA VOR 2020 ÚRVAL SPENNANDI ÁFANGASTAÐA Matvælasvindl til umræðu á ráðstefnu Matís: Gríðarlega umfangsmikil starfsemi sem skilar miklum hagnaði – Ísland tekur þátt í samstarfsverkefnum við Norðurlöndin og á vettvangi Evrópusambandsins Umfang matvælasvindls í heiminum er talið vera gríðar­ lega mikið, enda er það að finna á mörgum sviðum matvæla­ fram leiðslu. Á síðustu árum hafa yfirvöld þjóða tekið höndum saman við að stemma stigu við þessu vandamáli, eftir að nokkur afdrifarík mál komust í heims­ fréttirnar. Ísland er í Evrópusamstarfi um þessi mál auk þess að vera í sérstöku norrænu samstarfi gegn matarsvindli og kynnti Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, þá samvinnu á ráðstefnu sem Matís stóð fyrir á dögunum um þessi mál. Yfirskrif ráðstefnunnar var Food Fraud (Matvælasvindl) og þar ræddu sérfræðingar frá Matís og Matvælastofnun málefnið út frá nokkrum hliðum, auk þess sem Roy Fenoff, bandarískur háskóla prófessor, hélt erindi um innleiðingu á stefnumótun hjá ríki eða sveitarfélögum varðandi úttektir á hættu á matvælasvindli og forvarnir gegn því. Herdís sagði í erindi sínu að eftir að upp komst um kjötsvindl í Evrópu árið 2013, þegar hrossakjöt hafði verið selt sem nautakjöt í talsverðum mæli, hafi í kjölfarið verið sett á laggirnar samstarfsverkefni á vegum Evrópusambandsins (EU Food Fraud) árið 2015. Sjónum beint að tilteknum matvörutegundum Ísland er þátttakandi í því verkefni, sem felst meðal annars í samvinnu lögregluyfirvalda landanna í átaksverkefnum sem beinast þá gegn tilteknum matvörum sem grunur leikur á að tengja megi matvælasvindli. Að sögn Herdísar felst skil- greining Evrópusambandsins á matvæla svindli í því að þar þurfi að vera um brot á reglum Evrópu- sambandsins að ræða, ásetningur um slíkt brot þurfi að vera fyrir hendi með gróðavon fyrir augum og þeim tilgangi sé náð með því að svindla, svíkja eða blekkja neytendur. Hún segir að algengustu tilfelli matvælasvindls í dag séu í vöru- tegundum á borð við ólífuolíu, víni og lífrænt vottuðum vörum auk þess sem mikið sé svindlað með fisk- og kjöttegundir. Þar séu svikin sérstaklega umfangsmikil, til að mynda í tilbúnum réttum. Til að gefa hugmynd um hversu öflug og skipulögð þessi brotastarfsemi er sagði Herdís að talið sé að á heimsvísu skili matvælasvindlsstarfsemi mun meiri hagnaði en öll samanlögð fíkniefnaframleiðslan. Evrópusambandið heldur utan um gagnabanka þar sem neytendur geta leitað eftir málum sem hafa komið upp og skoðað vörumerki í tengslum við matarsvindlsmál. Norðurlöndin miðla lærdómi og samræma aðgerðir Í lok erindis síns ræddi Herdís aðeins um hið samnorræna verkefni. Það var stofnað til þess árið 2018 og það nær fram á næsta ár, en það er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið þess er að auka samvinnu og samræma skilgreiningar, leiðbeiningar og fræðslustarfsemi landanna um þessi mál. Er þar gert ráð fyrir sameiginlegum aðgerðum yfir landamæri og þjálfun eftirlitsaðila, tollgæslu- og lögreglumanna. Herdís tiltók tvö dæmi um matvælasvindlsmál sem hafa komið upp á öðrum Norðurlöndum og Íslendingar geti lært af. Í Svíþjóð var afhjúpað kjöttegundarsvindl þegar svínakjöt var litað rautt og selt sem nautakjöt og í Finnlandi voru innflutt hindber seld sem finnsk ber, á miklu hærra verði en ef þau hefðu verið seld sem innflutt. Upptökur frá ráðstefnunni eru aðgengilegar í gegnum Facebook- síðu Matís á slóðinni https://www. facebook.com/matisiceland. /smh Frá ráðstefnu Matís á dögunum. Mynd / Matís Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræð­ ingur hjá Matvælastofnun. Mynd / Pétur Haukur Helgason Geitabóndinn Lovísa nýr formaður Beint frá býli – hvetur til aukinnar heimavinnslu og -sölu Lovísa Rósa Bjarnadóttir. VOR og RML í samstarf Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR (félags framleiðenda í líf­ rænni landbúnaðarframleiðslu) og Karvel L. Karvelsson, framkvæmda stjóri Ráðgjafar­ miðstöðvar landbúnaðarins (RML), undirrituðu á mánudaginn samn ing um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin verði að mestu leyti fjármögnuð með þeim fjármunum sem urðu afgangs af því fjármagni sem hafði verið veitt til aðlögunarstuðnings árið 2017 í verkefni til eflingar lífrænnar framleiðslu hér á landi. Eftirspurn eftir ráðgjöf Að sögn Eyglóar hefur verið talsverð eftirspurn frá nýliðum í lífrænni ræktun um ráðgjöf og er þessi samningur viðbragð við því. Hún segir að ráðgjöfin sé hugsuð þannig að einn starfandi bóndi í lífrænum búskap, sem VOR viðurkennir, sinni henni ásamt einum ráðgjafa frá RML. Hugmyndin byggir á þeim markmiðum VOR að deila þekkingu og reynslu þeirra bænda sem starfa í lífrænni ræktun til þeirra sem eru að byrja – og efla þekkingar- samfélagið í lífrænum landbúnaði hér á landi. Með aðkomu RML mun þekkingargrunnurinn vaxa og samstarfs möguleikar aukast. Með stuttri heimsókn séu nýliðarnir aðstoðaðir við að sjá út tækifæri og huga að framleiðsluaðferðum, ná upp skilvirkni og nýta sem best þá kosti sem framleiðslustaðurinn býður upp á. Hverjir teljast nýliðar? Í samningnum er gert ráð fyrir að þeir teljist nýliðar sem séu í frumframleiðslu í landbúnaði, séu í aðlögunarferli að lífrænni ræktun samkvæmt samningi við vottunarstofu eða á fyrstu þremur árum vottaðrar framleiðslu. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs; frá 1. október 2019 til 1. október 2020, og geta nýliðar sótt um ráðgjöf með erindi til VOR, með lýsingu á verkefninu og megin viðfangsefni í væntanlegri heimsókn ráðgjafa. /smh Eygló Björk Ólafsdóttir og Karvel L. Karvelsson við undirritun samn­ ingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.