Bændablaðið - 10.10.2019, Side 31

Bændablaðið - 10.10.2019, Side 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 31 Ístex hf. hefur verið að þróa sig áfram í nýjum vörum undanfarið, með það fyrir stafni að nýta íslensku ullina sem best. Þetta hafa verið mörg skemmtileg verkefni sem margir hafa komið að, að sögn Sunnu Jökulsdóttur, þróunar- og gæðastjóra Ístex. Meðal verkefna er mýkra lambs ullarband sem unnið er í samstarfi með Glófa. Annað verkefni er ullar einangrun í fatnað, þar sem sérstök áhersla er lögð á þvott heldni og slitþol. Þá er eitt af stærstu þróunarverkefnum um liti og umhverfis mál. Viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir umhverfisvænni litum. Ístex hefur lagt í talsverða fjárfestingu að ýta því áfram. Meðal annars er unnið að OEKO TEX 100 vottun fyrir ullina. Að sögn Sigurðar Sævars Gunnars sonar framkvæmda­ stjóra þá hefur Sigríður Jóna Hannesdóttir verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri til þess að ýta þessum tækifærum úr vör bæði hérlendis og erlendis. Sigríður Jóna segist vera að leggja lokahönd á að setja á markað íslenska ullarsæng. Sængin er fyllt með 100% mislitri íslenskri ull sem búið er að þvo sérstaklega, kemba í fín lög og hólka niður. Þannig að hún er þvottheldin á 40° ullarprógrammi. Sængin andar mjög vel og er einstaklega létt. Það sem er svo skemmtilegt við íslensku ullina er að hún er bæði góð fyrir heit sumur og kalda vetur. Til að byrja með er búið að hanna tvenns konar gerðir af sængum, annars vegar heilsárssæng, og hins vegar vetrarsæng. Heilsárssængin er góð allan ársins hring en vetrarsæng er hins vegar með meiri ull, og því hlýrri og hentar vel fyrir einstaklinga sem eru kuldaskræfur. Að sögn Sigríðar er hún sjálf með vetrarsæng og er hæst ánægð með hana. Sængurnar hjá Ístex er tilvaldar fyrir einstaklinga sem kjósa að nota vörur með náttúrulegum efnum eða eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum. Sigríður Jóna segir að mörgu að huga og þau séu stolt að þróa þessa nýju vörulínu. Eitt sem þau eru núna að þróa eru koddar með íslenskri ull. Stefnan er að koddarnir verði í boði fyrir jólin, þannig að það verður auðvelt fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafir í ár, hvort sem það er sæng eða koddi. Hægt er að kaupa sængina á heimasíðunni www.lopidraumur. is og stefnt er að því að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land. Hvít og blámygluostar Fastir og hálffastir ostar NÁMSKEIÐ FYRIR MATREIÐSLUMENN OG BAKARA Á námskeiðinu er fjallað um grunnatriði ostagerðar og kenndar aðferðir við vinnslu á hvít- og blámyglu ostum. Veitt er innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til ostagerðar. Þátttakendur framleiða ost sem þeir taka með heim og fóstra þar til hann er tilbúinn til neyslu. Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn. Tími: Laugardaginn 26. október frá kl. 09:00 - 14:00 og sunnudaginn 27. október frá kl. 09:00 - 12:00. Fullt verð: 18.900 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 7.000 kr. Á námskeiðinu eru að kynntir fastir- og hálffastir ostar og kenndar aðferðir við vinnslu þeirra. Veitt er innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, samspil þeirra og nýtingu í ostagerðinni. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til ostagerðar. Þátttakendur framleiða ost sem þeir taka með heim og fóstra þar til hann er tilbúinn til neyslu. Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn. Tími: Föstudaginn 22. nóvember frá kl. 13:00 - 18:00 og laugardaginn 23. nóvember frá kl. 09:00 - 12:00. Fullt verð: 18.900 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 7.000 kr. www.idan.is Nánari upplýsingar og skráning á idan.is og í síma 590 6400. Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær • Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Tokvam fjölplógar VT280, VT320, VT380 Vinnslubreiddir frá: 232 til 380 cm. Sterkir plógar fáanlegir með flotgrind fyrir mikinn hraða. Tokvam U-plógar UT400, UT430, UT460, UT 490. Hægt að skekkja til hliðar, fram sem safntönn og aftur. Vinnslubreiddir: 232 til 490 cm, Tokvam snjóblásarar F130-F220 og 220-260 THS Vinnslubreiddir frá 130— 275cm Sterkir snjóblásarar fyrir dráttarvélar frá 25 til 300 hestöfl! Styrkur og gæði frá Tokvam í Noregi Ullarvinnslan Ístex í Mosfellsbæ: Þróar mýkra ullarband, ullareinangrun og litun Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.