Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201946 Ég á 16 ára gamlan afturhjóla­ drifinn Benz Sprinter sem ég nota sem húsbíl, sendibíl og dótakassa, hann er orðinn gamall og lúinn. Í vor sá ég að Askja var að kynna nýjan Benz Sprinter sem er fram­ hjóladrifinn. Allt frá því að ég sá þennan bíl fyrst hafði ég hugsað mér að prófa bílinn og bera hann að hluta saman við aðra Benz Sprinter bíla sem ég hef keyrt og nú gafst mér tími til þess. Hljóðlátur, vinnur vel þrátt fyrir lítinn mótor Ég prófaði bílinn um síðustu helgi, fyrri daginn var rok og rigning, vægast sagt ekkert veður til að vera úti í bíltúr, en það kom mér á óvart hvað nýi bíllinn tekur mikið minna á sig vindhviður í samanburði við þann gamla. Bíllinn er lipur og þægilegur í innanbæjarakstri, gott útsýni úr ökumannssætinu og speglar góðir. Þegar maður þarf að bakka eru tveir möguleikar á bakkmyndavélinni, þröng og víð mynd er valið (mætti vera í fleiri bílum svona búnaður), en ég er allavega hrifinn af þessum valmöguleikum. Inni í bílnum heyrist nánast ekkert í mótornum þegar maður er í akstri nema þegar maður ekur á malarvegi, þá heyrist aðeins steinahljóð undir bílnum. Aldrei fundist ökumannssætið í Sprinter gott fyrr en nú Ég keyrði bílinn næstum 300 km og á meðan ég keyrði fylgdist ég með eyðslunni, þessi 114 hestafla vél er í raun nóg fyrir þessa stærð af bíl. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 7,8–7,9 lítrar á hundraðið, en ég var í 8,9 í lok prufuakstursins með meðalhraða upp á 72 km. Fyrri daginn innanbæjar í roki og rigningu og seinni daginn í langkeyrslu upp að Sultartanga og til baka. Þokkalega sáttur miðað við mitt aksturslag. Ég hef keyrt marga Benz Sprinter bíla í gegnum árin og alltaf fundist ökumannssætin hafa verið frekar lýjandi og óþægileg til setu í lengri tíma (á meðan öðrum hefur fundist hið gagnstæða), en nú fannst mér gott að sitja í ökumannssætinu á þessum bíl. Burðargeta mikil Bíllinn rétt losar tvö tonn og því má hlaða hann rúmum 1400 kg. Fannst eins og að ég væri með tóman bíl þó að mótorhjólin tvö sem í bílnum voru upp í Þjórsárdal vigtuðu nálægt 400 kg. Heildarlengd hleðslurýmis er 3.272 mm, breidd hleðslurýmis er 1.787 mm, og á milli hjólaskála 1.412 mm. Dráttargeta (með bremsu­ búnaði) er 2.000 kg. Á þak má hlaða 150 kg. Hleðslurýmið er klætt með kross viði, krókum fyrir festingar í gólfi og í hliðum líka. Mikið er af smáum hólfum sem henta vel og til dæmis taldist mér að í bíl sem er fyrir þrjá þá voru sex geymslu vasar fyrir kaffibolla og gosflöskur. Ég sá ekkert varadekk, en í sölubæklingi er minnst á varadekk, en eini virkilegi mínusinn sem ég sá við bílinn er að bekkurinn sem ætlaður er fyrir tvo er ekki ásættanlegur fyrir venjulega Íslendinga Hann er allt of mjór, hentar kannski fyrir tvo krakka undir 10 ára aldri. Vantar upplýsingar um verð á bílnum Það er venja mín að gefa upp verð á bílum sem ég prófa, en í þessu tilfelli láðist mér að spyrja um verðið á bílnum (vona að mér verði fyrirgefið það). Almennt þegar einhver er að kaupa sendibíl þá fer verðið eftir hversu mikið af aukabúnaði er sett í bílinn og því er verð oftast í einhvers konar tilboðspakka sem hver og einn viðskiptavinur semur um. Allavega líkaði mér vel við bílinn, en það eina sem ég saknaði úr mínum gamla gula 2003 Sprinter var segulbandstækið. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Nýr framhjóladrifinn Benz Sprinter Millilangur framhjóladrifinn Sprinter. Myndir / HLJ Benz Sprinter lítur vel út í íslenskri haustblíðu. Bíllinn er með vatnsheldri krossviðarplötu í gólfi og þunnum krossvið í hliðum. Bakkmyndavélin býður upp á bæði víða og þrönga mynd. Það sést vel í hliðarspegla. Get ekki annað en verið sáttur við þessa eyðslu. Nóg af hólfum fyrir pappír og kaffiglös. Lengd 5.932 mm Hæð 2.638 mm Breidd 2.715 mm Helstu mál og upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.