Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 9
Víðihlíðar vænust byggð veitir mörgum skjól. á sumrin, en líkamsrækt alltaf stunduð eitthvað. Fleiri þeirra sem þarna eru í hæfingu búa heima hjá sér en eru á sambýlum. Við fengum líka góðan fyrirlestur um gróðurhúsið, en þar er bæði um grænmetis- og sumarblóma- ræktun að ræða, þar er hæfingarstaður ýmissa um leið, framleiðsla sem og sala ganga mætavel og það sem meira er, reksturinn stendur allvel undir sér í raun. Við fórum vel södd og sæl af fundi Bjarkarássfólks hafandi séð víða vinnubrögð góð og áhuga mikinn á margvíslegum verkefnum, þökk- uðum Árna Má fyrir gestrisni góða og viðurgeming vænan. Og nú var haldið í Víðihlíðina, en vissulega var það svo, að Tóm- as vildi gjarnan víðar með okkur fara, en það leyfði tíminn ekki, því miður. I húsunum að Víðihlíð 5-11 er mikil og góð starfsemi, þar eru sambýli 3 þar sem búa 15 manns og skammtíma- vistun fyrir 7 í einu - 6 á efri hæð og einn niðri. Það var Solveig Theodórs- dóttir sem bauð okkur velkomin inn í skammtímavistunina, þar sem hún ræður ríkjum. Skammtímavistunin ræður yfir 7,5 stöðugildum. Hún getur með misjöfnu móti verið, stundum dvalið virku dagana, stundum yfir helgi og oft getur vistin orðið lengri en svo að unnt sé að kalla hana skammtímavistun t.d ef um veikindi er að ræða. Solveig kvað alltaf fullt og þegar við vorum þarna þá voru t.d. 3 að fara heim, en nægir um næsta boð. Á sl. ári dvöldust í skammtíma- vistun 55 í mislangan tíma, einn t.d. 5 mánuði vegna veikinda móður. Þeir sem þarna dveljast fara í dagvistun, á vinnustaði eða í skóla og öllu sem þau eru í er vel til haga haldið s.s. tóm- stundaiðkun, þannig að enginn missi neins í við dvölina. Þau hafa ekki bifreið til umráða en á því væri hin mesta nauðsyn. Solveig kvað herberg- ið niðri sem væri fyrir hjólastóla- bundna mikið nýtt sem leikherbergi líka, þegar unnt væri. í bílskúrnum væri svo fönduraðstaða og þar væri borðtennisborð. Solveig minnti okkur á, eins og fleiri gerðu í ferð þessari, að hjálpartæki væni óheyrilega dýr og í því efni þyrfti veruleg breyting að verða á. að var svo Sólveig Steinsson sem sýndi okkureitt sambýlanna þ.e. það sem hún stýrir en það er í Víðihlíð 11 - hin eru hliðstæð í 5 og 7. Sam- býlið er 10 ára og þar er rúm fyrir 5 heimilismenn, 4 uppi og einn niðri. Nú voru þar 4, því einn hafði nýlega farið í sjálfstæða búsetu. Sólveig kvað sameiginlega rýmið, sem er afar vist- legt vera mjög mikið nýtt af heim- ilismönnum, enda einstaklingsher- bergin heldur lítil. Sólveig kvað sambúðina hafa gengið furðuvel, en engan þyrfti að undra þó oft kæmu upp erfiðleikar þar sem 5 ólíkir einstaklingar væru saman á heimili og væru svo jafnvel saman yfir daginn í vinnu eða öðru. Þar þyrfti sannarlega mikið þanþol. Fólk sem þannig er búið að búa saman í 10 ár þyldi ekki öllu lengri tíma í samvistum. Við settumst svo að vel búnu veizluborði í lokin og bárum saman bækur okkar með þeim Solveigu og Sólveigu. Þaðan fórum við svo vel haldin með mikla og góða þökk í huga, ekki sízt til okkar ágæta leiðsögumanns og fararstjóra, Tómasar Sturlaugssonar, sem var ekki orðinn leiðari á okkur en svo, að hann vildi sýna okkur enn meira. Þessi innsýn þó fátækleg sé í hið umfangsmikla og alúðarfulla starf Styrktarfélags vangefinna verður að nægja. Um leið og þeim er alls góðs árn- að í áframhaldandi uppbygg- ingu sinni og metnaðarfullu starfi er rétt að rifja upp að félagið rekur 3 dag- vistarstofnanir, 2 skammtímavistanir, 7 sambýli og er með nálægt 20 íbúðir á sínum snærum, svo aðeins það helzta sé nefnt. í sumu hefur Hús- sjóður Öryrkjabandalagsins komið myndarlega til liðs við félagið og það gladdi okkar hjörtu, hve vel var yfir því mæta samstarfi látið og það dýr- mætt talið. Við ferðafélagar þökkum fróðleiksfullan dag og fús munum við til annarrar ferðar síðar með svo frábærum förunaut. H.S. HLERAÐI HORNUM Gamli bóndinn var að gefa upp önd- ina. Sá hafði aldrei verið við kven- mann kenndur, en hafði um mörg ár haft ráðskonu. Þetta var á þcim árunr þegar menn á landi hér voru að byrja að flytja inn traktora. Nú kom ráðs- konan til húsbónda síns og spurði hvort hún gæti gert eitthvað fyrir hann. “Æ, nei ætli það. Mig hefur hins vegar lengi dreymt um tvennt og það er að fá að sjá allsberan kvenmann og svo væri gaman að sjá hvernig þessir traktorar líta út”. Ráðskonan sagðist nú ekki vita nema hún gæti leyst úr þessu, klæddi sig svo úr hverri spjör og gekk fyrir gamla bóndann. Þá stundi hann: “Aldrei hefði mig órað fyrir því að ég ætti eftir að sjá traktor”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.