Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 12
Áslaug Sigurbjörnsdóttir form.: Parkinson - samtökin Parkinsonsamtökin á íslandi voru stofnuð 3.desember 1983ogeru því aðeins 12 ára gömul á þessu ári. Hvatamenn að stofnun samtakanna voru Parkinsonsjúklingar og aðstand- endur þeirra. Enn fremur læknar með taugasjúkdóma sem sérgrein. Mestu munaði þó um framlag Lísu Hoffmey- ers formanns danska Parkinsonfélags- ins sem kom hingað gagngert til að vinna að stofnun samtakanna. Mark- mið Parkinsonsamtaka bæði hér og í öðrumlöndumerumjögsvipuð: 1. Að nýta þá félagslegu þjónustu sem fyrir- finnst í þjóðfélaginu. 2. Að styðja og létta undir með aðstandendum í dag- legum vandamálum þeirra. 3. Aðvísa á sérfræðiþjónustu og endurhæfingu, þ.e. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talþjálf- un og ráðgjöf af ýmsu tagi, og áformað er að koma upp símaþjónustu í þessu skyni. 4. Að stuðla að sambandi milli sjúklinga annars vegar og aðstandenda þeirra hins vegar. 5. Að senda út fréttabréf og veita aðstoð og upplýs- ingar. 6. Að veita fé til rannsókna á Parkinsonveiki. Það má segja að samtökunum hafi miðað skammt í áttina að sumum þessara markmiða. Fyrsti formaður samtakanna var dr. Jón Óttar Ragnarsson háskólakennari og var hann formaður í rúm 2 ár. Kristjana Milla Thorsteinsson við- skiptafræðingur hefur setið í stjórninni frá upphafi, fyrst sem ritari, síðar sem gjaldkeri. Núverandi formaður er Aslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkrunar- fræðingur og hefur hún á þessu ári gegnt því starfi sl. 9 ár og Magnús Guðmundsson fv. sóknarprestur hefur verið umsjónar- og ábyrgðarmaður Fréttabréfs Parkinsonsamtakanna jafnlengi og kemur Fréttabréfið út 4-5 sinnum á ári. Eitt höfuðverkefni stjórnarinnar er að sjá um fræðslu- og skemmti- fundi, að jafnaði annan hvorn mánuð, og ferðalag að sumrinu. Auk Frétta- bréfsins hafa samtökin gefið út fræðslubæklinga um sjúkdóminn og er þar veigamestur bæklingurinn PAR- KIN-SONVEIKI eftir Göran Steg prófessor í Gautaborg sem svarar flest- um spurningum sem bornar eru upp Áslaug Sigurbjörnsdóttir. umsjúkdóminn. Hafa samtökin fengið leyfi hjá Svenska Parkinsonförbundet til íslensku útgáfunnar án þess að nokkurt gjald komi fyrir. Þá hafa fé- lagsmenn samtakanna og aðrir notið aðstöðu til þjálfunar hjá MS félaginu að Álandi 13 og hjá Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra við Háaleitisbraut. Félagar eru um 240, þar af er deild á Akureyri með um 40 meðlimi sem starfar sjálfstætt undir forystu Kristínar Jóhannsdóttur. Nú stendur yfir gagnger rannsókn á faralds- og erfðafræði Parkin- sonveikinnar á Islandi og vilja sam- tökin styðja þessa rannsókn af fremsta megni. Samtökin hafa ekki getað komið sér upp skrifstofuaðstöðu, og fara því bréfaskriftir og stjórnarfundir enn fram á heimili formanns. Nýlega hafa samtökin byrjað á sölu minningar- korta og verða þau afgreidd í síma samtakanna sem tekinn var í notkun l.febrúar sl. en símanúmerið er 5524440. Parkinsonsamtökin á íslandi hafa tekið upp samstarf við sams konar félög á hinum Norðurlöndunum og í Færeyjum. Stóðu samtökin fyrir nor- rænu móti Parkinsonsamtaka í Reykja- vík árið 1992. Var þá þegar farið að ræða um stofnun norræns Parkinson- ráðs og var endanlega gengið frá stofnun þess á norrænum fundi sem haldinn var í Ábo í Finnlandi á sl. sumri 1994 og skiptast norrænu félögin á um stjórnarforystu í ráðinu. Hefur starf Parkinsonsamtakanna á hinum Norðurlöndunum eflst mjög undanfarin ár. Einnig eru öll Norðurlöndin aðilar Kynning að Evrópusamtökum Parkinsonfélaga. Hafa Evrópusamtökin sérstakar þjálf- unarbúðir á Tenerife á Kanaríeyjum og hafa borist fréttir þaðan af stórkost- legum árangri talmeinafræðings og sjúkraþjálfara sem starfa saman í bar- áttu við sjúkdóminn. Evrópusamtökin gefa út sameiginlegt fræðslurit Park- inson Magazine sem aðildarfélögin hafa aðgang að og fá sent fjórum sinn- um á ári. I síðasta riti er grein um Island í tilefni af inngöngu íslensku Parkin- sonsamtakanna í Evrópusamtökin. Parkinsonsamtökin hafa notið gjafa af erfðafé auk styrkja frá ein- staklingum og félögum vegna útgáfu Fréttabréfsins, bæklingsins um Parkin- sonveiki, sem áður hefur verið minnst á, og norræna mótsins sem hér var haldið 1992. Auk þess hafa samtökin notið styrks frá Öryrkjabandalagi íslands og hafa allar þessar gjafir og styrkir verið ómetanlegur aflgjafi í starfi samtakanna. Hefðu samtökin einungis orðið að byggja á félags- gjöldum hefðu þau litlu getað komið til leiðar, en félagsgjald er einungis 1000,- krónur á mann á ári. Samtökin hafa haldið uppi nokkru starfi und- anfarin ár og farnast sæmilega þrátt fyrir þröngar ytri aðstæður að því er varðar fjárhag og húsnæði og er það von okkar er að samtökunum stöndum að áfram verið haldið starfi samtak- anna og ekki látið undan síga þótt á brattann sé að sækja. Þá vonumst við eftir að fleiri Parkinsonsjúklingar og aðstandendur þeirra leggi okkur lið. Enn standa margir Parkinsonsjúklingar utan samtakanna miðað við það að 500 Parkinsonsjúklingar eru taldir vera í landinu, en einungis 240 félagar eru í samtökunum og þá bæði taldir sjúkl- ingar og aðstandendur þeirra. Áslaug Sigurbjörnsdóttir. Eftirmáli ritstjóra: Sú sívökula baráttukona, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, sendi okkur þessa góðu grein en hún er að stofni til erindi um félagið sem Áslaug flutti á sér- stökum fræðslu- og kynningardegi 21. febrúar sl. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.