Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 28
Úthlutun úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra Styrktarfélag vangefinna hefur sem betur fer oft notið framlaga úr sjóðnum. Frá sjúkraþjálfun í Lækjarási. s Ahverju ári er það eitt megin- verkefni Stjómamefndar um málefni fatlaðra að úthluta fé Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra til hinna fjöl- mörgu verkefna, sem um er sótt til sjóðsins. í Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra eiga sæti: Berglind Ásgeirs- dóttir, formaður; Anna Margrét Guð- mundsdóttir, Jón Sævar Alfonsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og und- irritaður. Formaður fjárlaganefndar Alþingis eða fulltrúi nefndarinnar kemur ævinlega að verki við úthlutun úr sjóðnum. Nú um stundir hefur það verið Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar. Vinnubrögð við út- hlutun nú einkenndust af nokkrum meginstaðreyndum varðandi við- fangsefni. I lögum um málefni fatl- aðra er gert ráð fyrir allt að 25% út- hlutunartjár til viðhaldsframkvæmda og allt að 10% til aðgengismála.Bæði í fyrra og í ár hefur verið samþykkt bráðabirgðaákvæði sem kveður á um frekari skuldbindingar sjóðsins - í fyrra allt að 25% en nú allt að 40%. Ákvæðið í ár felur í sér að allt að 40% af sjóðsupphæð megi verja til frekari liðveizlu, til náms- og tækjastyrkja, til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna, til rekstrar nýrra sambýla, sem þó eru bundin útskriftum af Kópa- vogshæli og svo að lokum til stjórn- unar sjóðsins þ.m.t. sérstaks starfs- manns hans. Allar þessar staðreyndir setja eðlilega sitt mark á úthlutun alla. Til viðbótar þessu þurfti og varð að taka mið af eftirfarandi atriðum: í fyrsta lagi varð að ljúka útskriftar- átakinu af Sólborg á Akureyri, en það eitt fól í sér skuldbindingu í fjárfram- lagi upp á 86.8 millj. kr. í öðru lagi hafði verið gerður verksamningur um nýbyggingu Starfsþjálfunar fatlaðra sem gerði ráð fyrir verklokum í ágúst n.k. og sem kallaði þá á samtals 55 millj. kr. en inn í það sem Sólborgar- dæmið kom raunar geymt fé frá fyrra ári að nokkrum hluta. I þriðja lagi fela fjárlög þessa árs í sér rekstrarframlög til þriggja nýrra verkefna - að vísu aðeins allra síðustu mánuði ársins, en um leið ofurljóst að til þeirra allra varð að verja stofnframlagi að fullu á þessu ári. Og í fjórða lagi kom svo til ákvæðið um útskriftir af Kópavogs- hæli í bráðabirgðaákvæðinu, sem þýddi það að til nýrra heimila því tengdu varð að úthluta fjármagni. Uthlutun nú einkenndist því af þess- um stóru verkefnum og vissulega var það okkur gott gleðiefni að geta nú úthlutað fjármagni til nýrra rnikil- vægra verkefna eftir stöðnun undan- genginna ára. Geymt fé frá liðnu ári kom okkur til góða svo og það að innheimta erfðafjárskatts reyndist verulega langt yfir áætlun og því fé var unnt að bæta við úthlutunarfé sjóðsins á fjárlögum nú. Auðvitað þýddu þessar stóru upphæðir til hinna fjárfreku verkefna það, að ýmislegt annað smærra og vissulega þarft varð að víkja til hliðar. En nóg um sagt að sinni, en bezt að gera í þess stað beina grein fyrir helztu útlínum úthlutunar. Til frekari liðveizlu er úthlutun upp á 70 millj. kr. Til tveggja sambýla í Reykjavík, dagvistunar að Gerðubergi 1, áfangastaðar fyrir geðfatlaða og skammtímavistunar er samtals áætlað fjármagn upp á 112 millj. kr. Til Starfsþjálfunar fatlaðra 55 millj. kr. s.s. áður var sagt. Til tveggja sambýla og skammtímavistunar á Reykjanes- svæði 60 millj. kr. Til Sólborgarverk- efnisins samtals 86.8 millj. kr. s.s. um var getið. Til viðhalds húseigna 43 millj. kr. Vegna umsókna um félags- legar fbúðir 12 millj. kr. Styrkir vegna náms og tækjakaupa 12 millj. kr. Til umsókna vegna breytinga á aðgengi 10 millj. kr. Til rekstrar vegna sam- býla og skammtímavistunar skv. bráðabirgðaákvæði 10 millj. kr. Rekstur sjóðsins, kannanir og áætlanir 5 millj. kr. Til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna 6 millj. kr. Kaup á húsnæði fyrir Örva 10 millj. kr. Til Skaftholts 2.5 millj. kr. Stólpi - vemdaður vinnustaður á Egilsstöðum fær 3 millj. kr. Þroskahjálp til húsakaupa 5 millj. kr. MS - félagið 5 millj. kr. en hafði við endurúthlutun fengið 3 millj. kr. Blindrafélagið 5 millj. kr. Aðrar upphæðir eru smærri, en þess ber að geta að endurúthlutun sem fram fór í lok síðasta árs og nam umfram það sem innifalið er í tölum hér að framan 44 millj. kr. kom mjög til góða fjölmörgum smærri verk- efnum, sem beðið höfðu svo sem 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.