Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 11
var haldinn í húsakynnum SAHVA (Samfundet og Hjemmet for vanföre). Ég er fulltrúi Islands í þessari Evrópu- deild og fékk leyfi til þess að Ólöf sæti hann sem áheyrnarfulltrúi. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Susan Parker, skýrði frá stjórnarfundi sam- takanna og ýmsum viðburðum sem standa fyrir dyrum á næstunni þar á meðal Alþjóðaráðstefnu RI, sem haldin verður í Auckland á Nýja Sjálandi á næsta ári. fundir þó fjölmennir séu skila alltaf einhverju til okkar og ég held að við eigum ekki að gera of lítið úr nauðsyn þess að íslendingar láti sjá sig öðru hvoru á svona fundum. Það falla alltaf einhverjir fróðleiksmolar til okkar sem við getum svo moðað úr þegar heim er komið. Þriðji fundurinn sem við sátum var stjórnarfundur HNR - Handi- kapporganisationemes Nordiska Rád. Sá fundur var haldinn í nýjum húsa- kynnum DSI en þau hafa nýverið keypt stórt húsnæði í Hvidovre. Þetta var mjög góður fundur en formaður ÖBÍ segir frá honum síðar í blaðinu svo ég fjölyrði ekki meir um hann. Fjórði og síðasti fundurinn sem við sóttum var fundurEvrópufulltrúa Alþjóðaendurhæfingarsambandsins (Rehabilitation International). Hann Formaður og framkvæmdastjóri á öðrum erlendum vettvangi. fólks á íslandi en kirkjur landsins eru margar mjög óaðgengilegar fyrir fatlaða. Svona spurningum hefðum við viljað svara í tvennu lagi. Eftir að hafa snætt góðan hádegis- verð í boði dönsku samtakanna var aftur tekið til við fundahöldin og nú talaði Peter Munk Christiansen, prófessor frá Árósum um samkomu- lag um samningu trúverðugs leiðar- vísis sem væri skapandi og endur- speglaði félagslegar staðreyndir og mannréttindi og hvort hægt væri að byggja leiðarvísinn á reglum Samein- uðu þjóðanna. Iraun og veru fannst okkur að þetta erindi hefði átt að vera fyrir hádegi því í því voru miklar upplýsingar um hvernig best og réttast væri að svara spurningalistanum þannig að hægt væri að nota hann í þessum tilgangi. Öll löndin voru látin skila svörunum sem síðan átti að samræma til þess að hægt væri að semja slíkan leiðarvísi. Að loknu erindi prófessorsins voru pallborðsumræður sem voru töluvert líflegar þar sem þó nokkuð var um spurningar úr salnum til fyrir- lesaranna. Að síðustu var samantekt og rætt um framhaldið sem ráðast myndi af fundi Sameinuðu þjóðanna, sem halda átti á næstu dögum. Það má alltaf deila um hverju svona stórir fundir skila. En það breytir ekki þeirri staðreynd að vandamálin eru þau sömu allsstaðar og ekkert gerist í málefnum fatlaðra án þess að málin séu rædd. Alþjóða- Þá gáfu ýmsir fulltrúar skýrslur m.a. fulltrúar þeirra landa sem eru í Evrópusambandinu. Ennfremur var skýrsla frá fulltrúa Evrópuráðsins. Mikilvægt er að RI eigi fulltrúa á sem flestum sviðum til þess að rödd um málefni fatlaðra heyrist sem víðast. Mikið var rætt um að áróður (lobby- ing) þyrfti að reka stanslaust hjá þessum Evrópusamtökum. Á þessum fundum leggja fulltrú- arnir fram stuttar skýrslur hver frá sínu landi um það sem markverðast hefur skeð í málefnum fatlaðra frá síðasta fundi. í fundarlok skoðuðum við verk- stæði þau sem eru rekin af SAHVA. Þar er m.a.húsgagnaverkstæði, skó- smíðaverkstæði og verkstæði þar sem settireru saman hjólastólar. Ennfrem- ur eru þarna tölvunámskeið o.fl. Þetta er nú orðin nokkuð löng lesning um þessa erlendu fundi en okkur finnst sjálfsagt að þeir sem sækja þessa fundi segi frá þeim þannig að þið sem heima sitjið séuð nokkurs vísari um það erlenda samstarf sem ÖBÍ tekur þátt í. Ásgerður Ingimarsdóttir. Parkinson-ferðalangar taka lagið við undirleik í Kima í Borgarfirði. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 1 1

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.