Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 43
Löngumýrarskóli eins og Ingibjörg skildi við hann 1967. mötuð oft á dag á sömu fregnum: ítar- legum frásögnum um ógæfu ein- hverra einstaklinga. En það verður lík- lega ekki af mér skafið að ég er fremur matvönd. Það eru e.t.v. aðrir íslend- ingar en ég sem telja að þetta sé holl og mannbætandi andleg næring. ✓ Anægjuleg er vissan um að Is- lendingseðlið er enn þróttmikið og göfugt. Það er hollt fyrir þjóðina að vita að ýmsir góðir drengir leggi líf sitt í hættu til líknar- og hjálpar- starfa fyrir þá sem í háska eru staddir. Hvers vegna eru margir ferðamenn - innlendir og utlendir - að flækjast hér upp um fjöll og firnindi í erindisleysu, oft í illri færð og óvissu veðurfari? Gjalda þeir leitarmönnum laun? Eða hverjir gera það? Það munu fleiri en mínir ágætu nemendur sem lesa bréf það sem nú birtist. Fleiri ættjarðarvin- ir en ég þekki munu gjöra það. Enginn þeirra mun kjósa að íslensk þjóðar- auðna fljóti sofandi að feigðarósi. Eg mun bera hér fram nokkrar spumingar sem ég bið ykkur að íhuga með gaumgæfni. Hvaða orsakir geta legið til þess að góð og saklaus böm geta orðið að hættulegum afbrotamönn- um? Hafa þau átt nægilega skilnings- ríkt og ástúðlegt heimilisathvarf á mótunarárum? Hafa þessi börn verið alin upp í hóflegum aga? Hafa þau lært að láta á móti sjálfum sér? Er sá þakklætisverður sem þrengir sýni- kennslu í manndrápum og öðrum glæpum inn á íslensk heimili? Otti fer vaxandi meðal erlendra þjóða í þessu málefni. Erekki nauðsynlegt að rann- saka æviferil afbrotamanna alveg frá frumbemsku? Menn geta orðið fyrir því óláni að verða öðrum að bana í einhvers konar ógáti eða fljót- færni.Getur þetta ólán sett alvarlegt strik í æviferil góðra mannsefna. Við munum öll telja að eitthvað gott búi í öllum mannssálum, einnig í sálum afbrotamanna. Það góða sem býr í sálum fanga og þeirra sem dvelja á drykkjumannahælum þarf að þroskast og vaxa svo að þeir verði síðar að nýtum mönnum í þjóðfélagi okkar. Ekki vil ég ætla að fangelsisprestar og forstöðumenn fangelsa og drykkju- mannahæla bregðist skyldu sinni. Þeir munu eflaust reyna að hafa mannbæt- andi áhrif á vistmenn sína. En fólk á fyrrnefndum heimilum þarf að læra einhverja nytsama iðju, sem verður því að liði seinna á ævinni. Eg tel það algjöra óhæfu að láta unga afbrota- menn, sem eitthvað hefur orðið á í ógáti, hafa náin kynni í fangabúðum við forherta glæpamenn. Það verður ekkert betrunarhús fyrir þá. Eg tel að öll vinna, sem leyst er af höndum með vandvirkni, geti orðið gott uppeldis- meðal til mannbóta fyrir þá sem gerst hafa brotlegir við landslög. Eða þá ógæfusömu menn sem orðið hafa Bakkusi að bráð. Það er hollt fyrir þá sem í neyð rata að reyna að leysa af höndum eitthvert verkefni með eins mikilli vandvirkni og mögulegt er. Það er gott ráð í öllu uppeldi. Menn finna fremur sjálfa sig og sjálft lífsgildið í heiðarlegu starfi sem leyst er af hendi með vandvirkni heldur en í iðjuleysi. Alvarleg atvinnuleysisplága geis- arnúíþessu landi eins og víða annars staðar. Enginn efast um fjár- hagslega erfiðleika sem atvinnuleysi fylgja. Sálrænn þroski atvinnulausra unglinga er í mikilli hættu. Gamalt máltæki segir að iðjuleysi geti verið margra lasta móðir. Ákjósanlegt teldi ég ef atvinnulausir og iðjuvana ungl- ingar vildu gerast sjúkravinir hjá Rauða krossinum. Þar hafa margir ágætir menn farið í sjálfboðavinnu. Öll líknarstörf sem unnin eru með kærleiksríku hugarfari gefa andlegar gjafir þeim sem þar eru að verki. Það er hollara að vinna líknarstörf án launa fremur en vera iðjulaus. Áður en að atvinnulausir menn tækju þetta ráð sálu sinni til bjargar þá þyrftu þeir að fara á námskeið hjá Rauða krossinum. Það hafa sjúkravinir gjört sem þar starfa nú. Víðs vegar um Reykjavík og að líkindum annars staðar er margt einmana fólk, sem þarf á hjálp að halda. Það vantar víða einhverja til að leiða aldrað og lasburða fólk svo að það fái meiri hreyfingu. Eg veit að það búa góðir mannkostir hjá atvinnulausa fólkinu svo að það skilur þetta sem ég er að segja. Eg vona að það lesi línur þessar. Margt aldrað fólk hér í Reykjavík vantar það sem kölluð er húshjálp. Víða utanlands er talið nauðsynlegt að það fólk sem tekur að sér húshjálp kunni til húsverka og matargjörðar. Og einnig að eignast skilning á nauðsyn þess að samskipti við aldrað fólk séu leyst af hendi með kærleika og skilningi. Eg hefi þekkt skóla utanlands sem kenndi ungum stúlkum matargerð og húsþrif og fyrr- nefnd sálræn atriði í sambandi við annað fólk. Skóli þessi hafði mötu- ney ti fyrir aðkomufólk og fékk þannig nokkrar greiðslur upp í gjald til kenn- ara. Vilja þeir gjöra svo vel sem fram- arlega standa í uppeldis- og fræðslu- málum að íhuga hvort ekki væri vert að veita atvinnulausu fólki hér í Reykjavík þvílíka fræðslu. Það spillir engum atvinnulausum mönnum á hvaða aldri sem þeir eru að læra holla matargerð og hagsýni sem öllum er nauðsynleg. Kveð ykkur að sinni kæru vinir. Öll erum við ófullkomnirmenn. Megi Guðs máttur hjálpa okkur til að forða öðrum mönnum frá ógæfu. Eftirmáli: Þessi grein er að meginhluta til tekin úr blaðinu Blindrasýn að ósk Ingibjargar, sem taldi að sannarlega ætti þetta erindi við enn fleiri en þar hefðu notið. Ritstjóri er sammála því og þakkar leyfið til birtingar hér. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.