Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 46
• I B RENNIDEPLI Brynja Arthúrs í brennidepli - reynir vel á sig á Reykjalundi. Ný ríkisstjórn hefur til starfa tekið og er hún boðin velkomin til verka þarfra, sem ætíð þarf að vinna íslenzkri þjóð. Stjórnarstefna á hverjum tíma skiptir alla Islendinga afar miklu, bæði hvað varðar þá meg- instefnu sem fylgt er, svo og oft ekki síður útfærslu og framkvæmd ýmissa sértækra málaflokka. Öryrkjabanda- lag íslands hefur á hverjum tíma ástundað þau vinnubrögð að freista þess að hafa sem heilladrýgst samstarf við stjórnvöld, leita allra leiða til úr- bóta og framfara í málaflokki fatlaðra í samvinnu við þá sem þar ráða í raun ferð í svo margri grein. Jafnframt ætl- ar Öryrkjabandalagið sér hið nauð- synlega aðhaldshlutverk, sem öllum stjórnvöldum er þarft. Þó víða þurfi að bera niður í þess- um viðamikla málaflokki þá eru þó samskiptin óneitanlega langmest við ráðherra heilbrigðis- og trygginga- mála annars vegar og ráðherra félags- mála hins vegar. Um leið og á þetta er minnt skal enn á ný ítrekuð sú af- staða ærið margra innan Öryrkja- bandalagsins að full ástæða væri til þess að sameina í eitt ráðuneyti félags- mál og tryggingamál að svo miklu leyti sem mál þar innan dyra snúa beint að fötluðum. Nýtt fólk skipar nú bæði þau ráð- herraembætti sem áður er á minnzt: Ingibjörg Pálmadóttir er heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páll Péturs- son ráðherra félagsmála. Við hljótum að óska þeim sérstaklega ásamt öllum hinum árnaðar góðs í öllum störfum. Um leið er sú von látin einlæglega í ljós að við þau bæði, svo og aðra ráð- herra nýrrar ríkisstjórnar takizt hið vænlegasta samstarf og vissulega er það skoðun undirritaðs, að það sam- starf sé ekki síður mikils virði fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma en samtök fatlaðra. Farsælast er þama sem ann- ars staðar að samstíga megi menn starfa til heilla fyrir þau málefni sem tekizt er á við hverju sinni og um leið til heilla fyrir heildina. Miklar vonir margra em ævinlega bundnar hverri nýrri ríkisstjóm, ekki sízt af þeim sem fylgt hafa þeim flokkum sem þar ráða för. En vissu- lega er það svo, að öll þjóðin væntir þess að til farsælli framtíðar verði horft og allar aðgerðir vel grundaðar í þágu þess. Á kjörtímabili nýrrar rík- isstjórnar má telja fullvíst að endur- skoðun tryggingalöggjafar fari fram s.s. heitið er og þar er nauðsynjaverk á ferð sem vonandi verður ekki framkvæmt án fulls samráðs við sam- tök fatlaðra. Öryrkjabandalag íslands leggur megináherzlu sem fyrr á að löggjöfin sé réttlát og einföld um leið, að þar sé þeirra hagur tryggður sem mest þurfa á að halda og að sem auð- rataðast sé um vegu kerfisins. Hins vegar er staðreyndin sú að um alltof langt skeið hafa menn verið að breyta og bæta við án þeirrar nauðsynlegu heildarsýnar um sviðið allt, sem ævinlegaerhollastaðhafa. Ekkiþað að hér hafi ekki að yfirgnæfandi hluta verið um að ræða breytingar til góðs, heldur þarf vitanlega að móta heild- ræna mynd af öllu ferli tryggingamál- anna og vinna sem mest eftir því. Það eru mörg brýn mál sem bíða úrlausnar og úrbóta, þegar hafizt verður handa um endurskoðun og uppstokkun þessa viðamikla kerfis sem varðar lífsafkomu svo margra afar miklu. Vonandi gefst tækifæri til þess að viðra þau mál og þoka þeim áleiðis, þegar setzt verður að endurskoðun málaflokksins, og frekar frá greint hér á eftir en eitt er víst að af ærnu er að taka. Það er einnig ljóst að lögin um málefni fatlaðra munu fá sína endurskoðun á þessum tíma skv. ákvæði í þeim lögum þ.a.l. Einnig þar þarf að ýmsu að hyggja, m.a. því atriði helzt sem efst hefur verið á baugi um allnokkurt skeið að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna, jafnvel alfarið. ar þarf sannarlega að fara með fullri gát. I mörgu öðru verða málefni tengd Öryrkjabandalagi Is- lands og skjólstæðingum þess ofar- lega á baugi og nægir þar að nefna menntamálin, en einnig þar er nýr maður í ráðherrastóli, Bjöm Bjarna- son, sem við árnum velfarnaðar í störfum og vonum að taki sem mest tillit til þeirra sérstöku þarfa í mennta- kerfinu, sem snúa að fötluðum og jafnri þátttöku þeirra og möguleikum til að mennta sig sem mest og bezt. Meginatriði alls þessa og um leið forsendan fyrir því að fram þokist mál til bættra kjara og aðstöðu fatlaðra er auðvitað það, hversu þjóðarbúskapur okkar þróast. Um nokkurt skeið hafa ráðamenn haldið því óspart á lofti, að betri og bjartari tíð væri framundan fyrir allan landslýð og þrengingatíð undangenginna ára væri nú að baki. Aldrei sem í slíku ástandi er mögu- leiki á lagfæringum á þeim sviðum þar sem skórinn helzt kreppir í kjörum fólks. Við skulum því vera vondjörf og vænta þess að í kjölfar betri tíðar konti bætt kjör þess hóps sem býr við 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.