Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 13
MS-heimilið nýja Mörg félaga okkar standa vissulega í stórræðum nokkrum ár hvert og hér á síðum Fréttabréfsins er þess freistað að fylgjast sem bezt með því sem verið er að iðja úti á akri hinna einstöku félaga okkar. Öðru hvoru ráðast félögin okkar svo í meiri háttar verkefni og nú er það MS - félagið, sem er að uppskera laun erfiðisins að undanförnu. Þegar þetta blað kemur lesendum fyrir sjónir verður eflaust búið að vígja hið nýja MS - heimili í Fossvoginum, glæsilegt og lofsvert framtak sem færa mun mörgum farsæld, þeim er þar munu eiga góða vist í framtíðinni. Frá vígsluathöfn verður síðar sagt, en til að fá nokkurn fróðleik numið um þessa nýju framkvæmd var leitað til þeirra Gyðu J. Ólafsdóttur formanns MS - félagsins og Oddnýjar M. Lárusdóttur framkvæmdastjóra dagvistarinnar, en ekki ofsagt að á þeirra herðum hafi hvílt meginþunginn af þessari mætu gerð. Hvers vegna réðustþið íþetta? Við höfum átt í mörgu ágæta vist í Alandinu, en rýmið þar var orðið alltof lítið m.a. til hinnar bráðnauðsynlegu sjúkraþjálfunar, sem var í 25 fermetra rými. Aðstaða fyrir starfsfólk var engin, snyrtiaðstaða ófullnægjandi og svo mætti áfram telja. Og hvencer var svo hafizt handa? Fyrsta skóflustungan var tekin 11. júní 1993 að Sléttuvegi 5 við hlið Oddshúss á lóð Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Það var byrjað á fullu og haldið áfram nokkuð samfellt síðan. Batteríið h.f. sér um arkitektavinnu og verktakar eru Feðgar sf. Og hvernig hefur svo fjármögnun gengið? Við byggjum að talsverðum hluta á eigin fé, en þeir sem veitt hafa fé til verksins eru: Framkvæmdasjóður fatlaðra, heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg. An hins mikla og myndarlega stuðnings þessara aðila hefði þetta ekki verið unnt. Hver er svo stœrð hússins og hvað kostar þetta svo allt saman? Húsið er samtals 526 fm. Áætlaður kostnaður með vissum lágmarksfrágangi umhverfis húsið er um 70 millj. kr. Þá er eftir fullnaðarfrágangur lóðar og einhver búnaðarkaup einnig. Við höfum notið rausnar margra líknarfélaga og klúbba, m.a. fengum við rafmagnshurð frá Lionsmönnum upp á 700.000 kr. og sem dæmi má nefna að Húsmæðrafélag Reykjavíkur gaf okkur m.a. allan afrakstur félagsins á liðnu ári eða 100 þús. kr. Öllum þessum styrktaraðilum er innilega þakkað. Hvað verður ínýja heimilinu ? Þar verður öll aðstaða MS - félagsins og ekki vanþörf á að félagið fái sína skrifstofuaðstöðu. Rúmgóð og ágæt aðstaða sjúkraþjálfunar verður þarna að sjálfsögðu. Þarna verður dagvistarrými fyrir 35 manns og fyrir því heimild fengin hjá ráðuneyti. Góð aðstaða verður fyrir starfsfólk, sömuleiðis fyrir lækni og félagsráðgjafa. Hvíldaraðstaðan verður með ágætum einnig. I heild má segja að hið aukna rými skapi gleðilega möguleika til aukningar á okkar starfi. Og hvenœr á svo að flytja inn? Vígsludagur verður 15. júní, en áætlun okkar er að flytja starfsemina um miðjan júní. Við viljum aðeins koma því að í leiðinni að með hinu nýja segulómunartæki sem nú hefur verið í notkun tekið á Landspítalanum þá greinast fleiri enn fyrr með sjúkdóminn og um leið fáum við þá fyrr inn í félag okkar, sem vonandi getur veitt þeim aðstoð sem allra bezta. Að lokum vildu þær Gyða og Oddný koma á framfæri miklu og góðu þakklæti til allra stuðningsaðila hins nýja heimilis. Og lokaorðin voru þau, að þær hlökkuðu mjög til og væntu sér hins bezta af hinu nýja glæsilega húsnæði. Við ámum öllu MS-fólki heilla með heimilið nýja og vonum að þar megi starf blómgast vel og bera ávöxt góðan s.s. áður hefur gert í Álandinu. Um leið er Gyðu og Oddnýju þakkað vel fyrir viðtalið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.