Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 30
LIFSVOG
s
Ijanúar sl. var á Hótel Lind í
Reykjavík haldinn stofnfundur fé-
lagsins Lífsvog. Félagið er fyrst og
fremst stofnað af þeim, sem telja sig
hafa orðið hart úti af afleiðingum
læknamistaka, aðstandendum þeirra
og öðrum þeim sem áhuga hafa á mál-
efninu. Stofnfundurinn var mjög fjöl-
sóttur og margir gerðust stofnfélagar.
Framsögu höfðu Arnheiður Vala
Magnúsdóttir, sem var einn fundar-
boðenda, Ólafur Ólafsson landlæknir,
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir, Jóhannes Gunnarsson form.
Neytendasamtakanna, sem bauð
félaginu nýja húsaskjól hjá samtökun-
um og það vel þegið og þakkað, Örn
Gunnarsson lögfræðingur og undir-
ritaður, sem ræddi annars vegar nokk-
uð um tilurð og tilgang svokallaðra
Karvelslaga og hins vegar hversu mál
sem þessi hefðu borizt inn á borð hjá
Öryrkjabandalaginu. Umræður voru
tilþrifamiklar og fjörugar og fyrir-
spurnir fjölmargar, en í lokin var
stofnun félagsins formlega samþykkt
og því kosin stjórn: Formaður er
Arnheiður Vala Magnúsdóttir. Aðrir í
stjóm: Ásdís Frímannsdóttir, Jórunn
Anna Sigurðardóttir, Aðalheiður
Guðjónsdóttir og Elsa Einarsdóttir.
Ritstjóri vildi gjarnan mega fræða
lesendurFréttabréfsins um fram-
haldið, ekki sízt vegna margra
fyrirspurna hingað um félagið. Hann
hitti því starfsmann
félagsins og for-
mann, Arnheiði
Völu að máli og
innti eftir því
hversu félagið
starfaði nú og að
hverju væri helzt
unnið. Arnheiður
Vala kvað félagið
hafa opnað skrif-
stofu þegar þann
31. janúar sl. og
greinilega ekki
vanþörf á því. Eins
og áður er frá greint
er þessi skrifstofa
Lífsvogar hjá
Neytendasamtök-
unum að Skúlagötu
Arnheiður Vala Magnúsdóttir
26 og síminn þar er 5523737. Það er
Arnheiður Vala sem ber hita og þunga
af skrifstofuhaldinu, en stjórnarkon-
urnar Ásdís og Jórunn Anna koma vel
til liðs við hana. Arnheiður Vala kvað
ótrúlega mikinn málafjölda hafa að
borið þennan stutta tíma og mörg
þeirra mála, raunar flest þeirra, afar
alvarleg. Þetta eru mál allt frá árinu
1980 og allt til ársins í fyrra og ekkert
þessara mála væri frá einstaklingum,
sem hefðu fengið bætur úr sjúklinga-
tryggingunni samkv. svokölluðum
Karvelslögum. Hún sagði um 60 mál
komin með skriflegum gögnum, sem
biðu þess eins að fá lögfræðilega
meðferð. Lögfræðingar hefðu tekið
þeim vel og margir hringt og boðið
fram liðsinni sitt m.a. fyrstu athugun
mála ókeypis. 5 lögmenn eru nú á skrá
hjá þeim, þegar þetta er skrifað í lok
mars.
ær stöllur eru að kanna mögu-
leika á því að fá lögfræðing í
sína þjónustu í hlutastarf. Arnheiður
Vala sagðist hafa heimsótt rnargar
sjúkrastofnanir og þar hefðu engin
eyðublöð legið frammi fyrir umsóknir
um bætur sjúklingatryggingar og það
sem hún taldi enn verra jafnvel, að
starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins
vissi ekki nógu vel um þennan bóta-
flokk - sumt alls ekki.
Ur því hvoru tveggja væri brýn
nauðsyn að bæta. Hún kvað þær í
stjórninni hafa kynnt sér nokkuð vel,
hversu þessi mál gengju fyrir sig á
hinum Norðurlöndunum og þar væri
ólíku saman aðjafna. Þarhefðu öflug
sjúklingasamtök s.s. í Svíþjóð náð
verulegum árangri m.a. með virkri og
vel metinni nefnd, sem tæki við kvört-
unum og afgreiddi, allt frá kvörtunum
um umgengnishætti yfir í alvarleg
kvörtunarefni. Amheiður Vala sagði
þær hafa rekið sig rækilega á það, að
skráning væri hér alls ekki sem skyldi.
Hún kvað meginbaráttumál þeirra til
framtíðar helzt þau að sjúklingar
fengju meiri ákvörðunarrétt í sínum
málum, réttindi þeirra yrðu betur
tryggð og hér yrði stofnað embætti
umboðsmanns sjúklinga. En dagleg
iðja snerist um
þann mikla fjölda
úrlausnarefna sem
að bærist og að
finna þeim ein-
hvern unandi far-
veg. Um leið og
Arnheiði Völu er
þakkað spjallið þá
er minnt á aðsetur
Lífsvogar að
Skúlagötu 26 (hjá
Neytendasamtökun-
um) og símann
þeirra sem er:
5523737. Félaginu
óskum við góðs
farnaðar í viða-
miklu og vanda-
sömu starfi. H.S,
30