Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 14
Valgerður Stefánsdóttir forstöðum.: S amskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra ASamskiptamiðstöðina kemur stöðugur straumur fólks: heyrn- arlausir, heyrandi, daufblindir, nem- endur, foreldrar, áhugamenn og túlkar. Stöðin er í fyrrverandi heimavistar- húsi fyrir nemendur Heyrnleysingja- skólans og eru vistarverur hennar yfirleitt í notkun frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Náin tengsl eru á milli táknmáls- fræðinámsins við Háskóla Islands og Samskiptamiðstöðvarinnar. Nemend- ur koma á Samskiptamiðstöðina til þess að vinna verkefni, fá lánaðar bækur, festa táknmál sitt á myndband til þess að meta færni sína og í von um að hitta heyrnarlausa til þess að æfa sig. Kennarar í náminu hittast líka til samvinnu á stöðinni og nota mynd- verið til þess að vinna námsefni og rannsóknarefni fyrir táknmálsfræði- námið. Á Samskiptamiðstöðina koma fjölskyldur heyrnarlausra á táknmáls- námskeið eða svokallaða foreldra- morgna þar sem foreldrar geta hist og spjallað um sameiginleg áhugamál. Heyrnarlausir koma í heimsókn til þess að panta sér túlk eða bara til að hitta aðra heymarlausa og spjalla. Á stöðina koma daufblindir til þess að læra eða kynnast nýjum vinum sem tala táknmál og á vormisserinu hafa verið haldin um þrjátíu táknmáls- námskeið af ýmsum þyngdarstigum og gerðum. Túlkaþjónustan sem Samskipta- miðstöðin veitir er alltaf að auk- ast og hefur margfaldast á síðasta ári, sérstaklega eftir 1. mars að félags- málaráðuneytið veitti fé til túlkunar fyrir heyrnarlausa og daufblinda. Á Samskiptamiðstöðinni er unnið að ýmsum baráttumálum heyrnar- lausra, heymarskertra og daufblindra í samráði við hagsmunafélög þessara hópa. Sem dærni um baráttumál má nefna opinbera viðurkenningu á táknmálinu, rétt heyrnarlausra barna til að fá að alast upp með táknmál í Valgerður Stefánsdóttir. umhverfi sínu og rétt heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra til greiðrar þátttöku í samfélaginu m.a. með aðstoð túlka. Fastráðnir starfsmenn eru þessa dagana einungis sex auk forstöðu- mannsins, þrír starfsmenn túlkaþjón- ustu og tveir sem starfa við tákn- málsnámskeiðin. Lausráðnir tákn- málskennarar eru átta og túlkar tíu, auk nokkurra starfsmanna í tímavinnu eins og bókasafnsfræðinga, þýðenda og kvikmyndagerðarmanna. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var stofnuð um áramót 1990-1991 til þess að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls heyrnarlausra. Hlutverk hennarerað annast: a. rannsóknir á íslensku táknmáli b. kennslu táknmáls c. táknmálslúlkun d. aðra þjónustu Samskiptamiðstöðin heyrir undir menntamálaráðuneytið en hún þjónar stofnunum, fyrirtækjum og einstakl- ingum alls staðar úr samfélaginu og hefur verið sett gjaldskrá fyrir þjón- ustu hennar, svo sem táknmálsnám- skeið og túlkaþjónustu. Táknmálsrannsóknir Táknmálsrannsóknir sem unnar eru á stofnuninni eru nátengdar ann- arri starfsemi Samskiptamiðstöðvar- innar og samvinnuverkefnum sem hún tekur þátt í.Stór hluti tengist tákn- málsfræðináminu í Háskólanum. Kennarar vinna að frumrannsóknum, skoða táknmálið markvisst og leita að dæmum og reglum til þess að byggja á í kennslustundum.Hér er um grunn- rannsóknir að ræða því í íslenska tákn- málinu hefur málfræðin enn ekki ver- ið fullgreind, skráð og skipulögð. Á Samskiptamiðstöðinni er líka unnið að námsefnisgerð, bæði í rituðu máli og á myndböndum, en eðli máls- ins samkvæmt verður stærsti hluti námsefnis í táknmáli að vera á mynd- böndum. Námsefnið, sem unnið er á stöðinni, er notað á táknmálsnám- skeiðum, í táknmálsnámi í fram- haldsskólum, í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem kenndir eru móð- urmálsáfangar í táknmáli fyrir heyrn- arlausa og við nám í táknmálsfræði við Háskóla íslands. Nýlega er hafið samstarfsverkefni með Vesturhlíðarskóla um móður- málskennslu í táknmáli fyrir nem- endur skólans.Þar er því nýhafið geysistórt rannsóknar- og þróunar- verkefni. Á síðastliðnu ári var veitt til stofn- unarinnar fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til þess að vinna rannsókn á aðstæðum daufblindra. Fyrri hluta þeirrar rannsóknar er lokið og vinna hafin við seinni hlutann.í september 1994 var gert samkomulag, sem Sam- skiptamiðstöð er aðili að, á milli þekkingarmiðstöðva á Norðurlöndum um samnorræna rannsókn á máli daufblindra. Táknmálsnámskeið Heyrnarlausir eru einangraðir í samfélagi okkar vegna erfiðleika við samskipti. Einn þáttur í að rjúfa einangrunina er að fleiri heyrandi læri táknmál og að skilningur þessara hópa innbyrðis aukist og viðhorf breytist. Reglulega er boðið upp á nám- skeið í táknmáli á vegum Samskipta- 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.