Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 19
Yngstu nemendur skólans, báðar á öðru ári, Karen Eir og Unnur.
fræðimenn á þessu sviði hafa lokið
miklu lofsorði á þann ytri ramma sem
íslenska skólanum hefur verið búinn,
þ.e. að skólastigin tvö eru órofaheild
og aukinheldur eru á lóð skólans Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra og Vinahlíð, dvalar-
heimili aldraðra heymarlausra. Island
hefur að þessu leyti sérstöðu meðal
annarraþjóða sem þykirtil fyrirmynd-
ar og tryggir það táknmálsumhverfi
sem öðrum þjóðum þykir eftirsóknar-
vert. Áform urn að tvístra þessum litla
málminnihlutahópi eru gerð af ótrú-
legri skammsýni og skilningsleysi, og
metnaði þess fagfólks sem sér-
menntað hefur sig á þessu sviði er
freklega misboðið.
Fjórar deildir
Vesturhlíðarskóli starfar í fjórum
deildum og hefur á yfirstandandi
skólaári 31 nemanda, 8 í leikskóla-
deild, 20 í grunnskóladeild, 3 í sér-
deild og á vegum Ráðgjafarþjónustu
skólans er stutt við bakið á heyrnar-
skertum nemendum í grunnskólum
landsins en þeir eru um 70 talsins.
Sérdeildin er fyrir fötluð heyrnarlaus
börn.
Vesturhlíðarskóli tekur mið af
aðalnámskrá grunnskóla (sem hefur
þann megingalla að hún er samin fyrir
heyrandi börn með íslensku að
móðurmáli) og kennslan fer fram í
fámennum bekkjum. Námið er sniðið
að hverjum bekk og oft að hverjum
og einum nemanda með hliðsjón af
einstaklingsnámskrá. Það er markmið
skólans að sem flestir nemendur geti
þreytt samræmd próf í lok grunnskóla.
Til þess að lokapróf í íslensku verði
marktækt verður að taka mið af því
að heymarlausir nemendur hafa annað
móðurmál en íslensku - en í nýjum
grunnskólalögum er búið að tryggja
nýbúum þann rétt að þreyta lokapróf
í ljósi þess að íslenskan er ekki þeirra
móðurmál. Réttur heyrnarlausra til
þess að taka lokapróf við grunnskóla-
lok í táknmáli sem móðurmáli verður
hins vegar tæpast að veruleika fyrr en
opinber viðurkenning á táknmáli fæst
eða aðalnámskrá er samin sérstaklega
fyrir heymarlausa.
Yesturhlíðarskóli hefur á að skipa
vel menntuðum metnaðarfullum
kennurum og öðru starfsfólki sem
leggur sig fram um að læra táknmál
og eiga greið tjáskipti við nemendur
og aðra heyrnarlausa. I skólastarfinu
er kappkostað að hver einstaklingur
fái notið hæfileika sinna og þroskist
á jákvæðan hátt. Markmiðið er - eins
og áður sagði - að nemendur séu stolt-
ir af sjálfum sér sem heymarlausir og
geti sem fulltíða sjálfstæðir einstakl-
ingar í nútímasamfélagi axlað þá
ábyrgð sem felst í því að vera virkir
þátttakendur í tveimur menningar-
heimum: meðal heyrnarlausra og
heyrandi.
Reykjavík 19. apríl 1995
Gunnar Salvarsson
skólastjóri
HLERAÐ
í HORNUM
Heyrt í útvarpi: "Islenzki hunda-
stofninn er mjög fámennur”.
****
Prófessor, nokkuð við aldur, átti þrjár
dætur, allar ólofaðar og hafði
áhyggjur af einlífi þeirra. Eitt haustið
las hann þeim þennan lestur: “Ekki
gekk nú þetta sem bezt. Náttúru-
fræðingarnir farnir af landi brott og
ferðamannastraumurinn á enda. Ja,
það væri þá eina vonin þegar
fomleifafræðingarnir koma austan úr
Þjórsárdal”.
****
Það var auglýst samkoma í sveitinni
og á dagskránni stóð m.a. að Hall-
freður bóndi ætti að sýna rokk. Þetta
atriði dró sannarlega að, enda Hall-
freðurþessi hinn mesti stirðbusi sem
aldrei steig dansspor. Svo þegar
atriðið var kynnt biðu allir ofur-
spenntir. Þegar Hallfreður bóndi
gekk fram á svið með fornfálegan
rokk í höndunum varð steinhljóð í
salnum. Loks hrópaði ein konan:
“Hvað er hann að gera með rokk ?”,
og þá loks sprakk salurinn yfir gabb-
inu góða.
Bóndi einn ætlaði að farga afslátt-
arkú, en hún var raunar afar ltk í útliti
og bezta mjólkurkýrin á bænum.
Bóndi hleypti af, en sá um leið að
hann var að farga mjólkurkúnni góðu
og sagði svo frá: “Þá bað ég Guð að
hjálpa mér, en þá var það bara of
seint”.
****
Eldri maður sem átti fáeinar rollur
hafði tekið frá lífhrút til vetrarins og
í kró með honum var hrútsskussi
einn. í rökkri dag einn ætlar karl að
farga skussanum, en ekki vill betur
til en svo að hann tekur lífhrútinn
væna í misgripum. I bræði sinni yfir
þessu æðir hann á ný inn í króna og
tekur þann minni og fargar honum
einnig. Þá rann af honum móðurinn
og hann andvarpaði: “Hvernig á ég
nú að gagnast blessuðum rollun-
um?”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
19