Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 24
VIÐHORF Kristján Valdimarsson, forstöðumaður Örva: Atvinnumál fatlaðra Atvinnumál fatlaðra eru umræðu- efni sem seint verður fjallað of mikið um á opinberum vettvangi. Einkum á þetta við ef litið er til stöðu málaflokksins og þess oft og tíðum takmarkaða árangurs, sem náðst hefur í að tryggja fötluðum atvinnu við hæfi á almennum vinnumarkaði. Nú er nýlokið starfi nefndar sem Jóhanna Sigurðardóttir fv. félags- málaráðherra skipaði til að fjalla um og gera tillögur í atvinnumálum fatl- aðra. Undirritaður sat í nefndinni tilnefndur af stjórn Öryrkjabandalags íslands. Nefndin skilaði tveimur áfangaskýrslum á starfstíma sínum. Sú fyrri kom út í september 1993 og fjallaði um flesta þætti atvinnumála fatlaðra en sú síðari kom út í maí 1994 og fjallaði um sérúrræði. Skýrslur nefndarinnar voru sendar út til umsagnar og einnig hélt nefndin kynningar- og umræðufundi um efni þeirra. Almennt má segja að umsagnir um skýrslurnar lýsi ánægju með störf nefndarinnar og vonum um að þær breytingar sem þar eru lagðar til komi til framkvæmda. 1 lokaskýrslu gerir nefndin 15 til- lögur um afmarkaða þætti sem hún vill láta hrinda í framkvæmd. Ekki verður gerð grein fyrir öllum þessum tillögum hér en vísað til skýrslunnar. Hér er þó notað tækifær- ið til að vekja athygli á fjórum af tillögum nefndarinnar sem allar eiga það sammerkt að auðvelt á að vera að hrinda þeim strax í framkvæmd. Tilraunaverkefni um að ákveðinn fjöldi / hlutfall fatlaðra verði ráðinn til starfa hjá nokkrum ríkisfyrirtœkjum. Eitt þeirra atriða sem hægt er að beita til að útvega einstaklingum með skerta starfsgetu störf við hæfi, er að fyrirtæki séu tilbúin til að hagræða og endurskilgreina störf og verkþætti sem sinna þarf innan fyrirtækisins. Tillögur um nýjar leiðir Kristján Valdimarsson. Færa má til verkefni sem margir starfsmenn sinna og gera úr því eitt starf sem hentað gæti fötluðum einstaklingi. Aðrir starfmenn fá þá meira svigrúm til að sinna öðrum verkefnum. Grundvöllur slíkra breytinga er að greind séu hin ólíku störf fyrirtækisins og hvaða hæfni þurfi til að leysa þau. Athugaðir séu möguleikar á að sam- eina verkþætti í störf sem fatlaðir gætu unnið svo og að taka ákveðna verk- þætti úr störfum og gera að sérstökum verkefnum. Með þetta í huga gera nefndar- menn tillögu um að samið verði við eitt eða fleiri ríkisfyrirtæki um að þau ráði ákveðið hlutfall af starfsmönnum sínum úr röðum fatl- aðra. Þetta verði gert sem liður í rannsóknum á möguleikum vinnu- markaðarins að hagræða störfum til að auðvelda fötluðum að fá vinnu. Með því að gera slíka tilrauna- samninga við ákveðin ríkisfyrirtæki má leita tæknilegra lausna á vanda- málum sem upp kunna að koma við slíkar breytingar. Nefndin leggur til að þessi tilraun standi í ákveðinn tíma t.d. 5 ár. Við tilraun sem þessa er mikilvægt að starfsmenn fyrirtækjanna gjaldi ekki fyrir þátttöku í tilrauninni og að fullt samráð verði haft við viðkom- andi starfsmanna- og stéttarfélög. Rannsókna- og tilraunasjóður í atvinnumálum fatlaðra. Til að stuðla að nýjungum og ný- sköpun í atvinnumálum fatlaðra legg- ur atvinnumálanefndin til að stofnað- ur verði rannsókna- og tilraunasjóður í atvinnumálum fatlaðra. Tilgangur sjóðsins verði að stuðla að nýjungum í atvinnumálum sem beinast að auk- inni þátttöku fatlaðra á vinnumark- aðnum. Sjóðurþessi hafi þríþætt hlutverk: Að auka samskipan fatlaðra og ófatlaðra á vinnumarkaðnum. Að rannsaka og gera tilraunir með tækninýjungar sem stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra og auðveldi þeim störf. Að efla vinnuvernd og slysavarnir. Að mati nefndarmanna er fátt mik- ilvægara en slíkt tilrauna- og rann- sóknastarf og margt bendir til þess að í slíku starfi sé fólginn fjárhagslegur ávinningur. Rétt er að minna á mikinn kostnað við tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega og kostnað ríkissjóðs af ýmsum sérúrræðum í atvinnumálum fatlaðra. Til þess að sjóður þessi gegni ofangreindu hlutverki þarf hann að vera öflugur og hafa fastan tekjustofn. Endurskoðun á verkefnum og verkefnavali vinnustaða fatlaðra. Nefndin gerir tillögu um að kann- aðir verði möguleikar á fjölbreyttara verkefnavali á vinnustöðum fatlaðra og áhersla lögð á hvers kyns þjónustu- starfsemi við almenning. Nefndin vill leggja sérstaka áherslu á að kannað verði hvernig auka megi fjölbreytni í verkefnavali vinnustaða fatlaðra. Nefndarmenn 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.