Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 35
Með Albananum Artan Stahiu í Úthlíð. nóvember flýg ég út til Parísar þar sem ég hitti vini og kunningja og í sameiningu ætlum við að halda upp á rauðu byltinguna þann 7. nóvember. Ákveðið var að hittast heima hjá einum okkar, en sá bjó á 6. hæð í fjöl- býlishúsi í Latínuhverfinu í París. En þannig vildi til að hann hafði brugðið sér út rétt sem snöggvast svo við fé- lagarnir ákváðum að bíða eftir honum frammi á gangi”. Þá gerðist það sem á svo áþreifanlegan hátt átti eftir að gjörbreyta öllu lífi Guðmundar og það gerðist svo snöggt að ekki varð við neitt ráðið. Og Guðmundur heldur áfram: “Ég hallaði mér upp að hand- riðinu, svona eins og maður gerir svo oft, nema hvað ég hef hallað mér of langt. Hrapa niður sex hæðir og lendi á steinflísalögðu gólfinu á fyrstu hæð. Og eftir þetta hef ég ekki gengið”. Segðu mér Guðmundur, hvers saknar þú mest á þessu augna- bliki? “Gönguferðanna, að geta ekki gengið á fjöll”. Hann segist hafa verið heppinn því þarna í húsinu bjó læknir sem sá til þess að allt var gert rétt frá upphafi. Guðmundur var fluttur á sjúkrahús og þar kom í ljós að hrygg- urinn var brotinn og það þurfti að framkvæma mikla aðgerð. í byrjun desember var hann svo fluttur heim til íslands, til að byrja með á Land- spítalann á meðan verið var að bíða eftir plássi á Grensásdeildinni, en þangað var hann kominn fyrir jól. Guðmundur segir: “Þetta slys snerti ekki bara mig einan. Ég átti tvo unga syni sem allt í einu áttu lamaðan föður, ég átti foreldra, bræður og vini og kannski ekki síst þá sem voru með mér í París þegar slysið gerðist”. Nú byrjaði nýr kafli í lífinu. Það þurfti að læra alveg nýtt hlutverk. En þetta hlutverk var mjög ólíkt öllum hlut- verkum sem Guðmundur hafði tekist á við. Það kom mjög fljótlega í ljós að hann átti aldrei eftir að stíga í fæt- urna meir. Og á þessum tíma kom það sér vel að Guðmundur er rólegur, en þó ákafur, horfir fram á við og hefur góða blöndu af æðruleysi og kæru- leysi og á gott með að lifa í nútíðinni. En einhvers staðar, einhvern tírnann í einrúmi hefur verið erfitt fyrir ungan, ástríðufullan mann að sætta sig við orðinn hlut. Guðmundur var í níu mánuði á Grensás í æfingum og aðlæra að lifa upp á nýtt. Hann segir að þar hafi þrifist sérstakur “húmor”, eigin- lega “svartur húmor”, skot á borð við “ertu lamaður”, “getur þú ekki geng- ið” hafi oft heyrst. ”Og auðvitað var þetta viss leið til að vinna sig í gegn- unr áfall og breyttar aðstæður”. Af Grensás flutti Guðmundur í íbúðaálm- una í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12 í Reykjavík og bjó þar frá 1977 til 1988. Á þessum árum var hann að halda námskeið í leiklist, upplestri og framsögn. Hann leikstýrði einnig leikritum í Borgarfirði fyrir Leikfélag Stafholtstungna og Skólafélagið að Bifröst. Leiðin lá einnig til Búðardals þar sem hann leikstýrði verkinu Skjaldhömrum. Á þessum ferðalög- urn kom bfllinn í góðarþarfir. En Guð- nrundur segir að alveg eins þá sem nú hafi ferlimálum fólks í hjólastólum verið mjög ábótavant. En ferlimál fólks í hjólastólum eru einmitt málefni sem Guðmundur hefur verulega látið til sín taka. Guðmundur segir að árin í Sjálfsbjargarhúsinu hafi að mörgu leyti verið góð en segir jafnframt að hann hafi alltaf haft blendnar tilfinn- ingar gagnvart því að reist séu sérstök híbýli fyrir fatlað fólk. Nú, svo blómstraði ástin svona við og við, enda Guðmundur bæði karlmannlegur og “sjarmerandi”. s Ikjölfarið á leiklistarnámskeiði sem Guðmundur hélt fyrir fötluð böm kviknaði aftur áhuginn að læra meira, og þá talmeinafræði. Hann kynnti sér hvaða möguleika hann hefði á að komast í það nám, bæði í Svíþjóð og Noregi. Alls staðar gekk hann á veggi þar sem hann hafði ekki stúdentspróf. Og við því var bara eitt að gera, fara í “Öldunginn” í Hamra- hlíðarskóla. Eftir þriggja ára nám þar útskrifaðist Guðmundur sem stúdent, fékk inni í skóla í Svíþjóð og fór þang- að. Aftur setstur á skólabekk í útlönd- um. I Svíþjóð dvaldi hann í 6 ár. Af ýmsunr ástæðum lauk Guðmundur ekki náminu, það voru m.a. tungu- málaörðugleikar. En hann tók sér ýmislegt fyrir hendur í Svíþjóð, vann til dæmis á barnaheimili.„Ég get ekki neitað því að nrun betur er búið að fólki í hjólastólum í Svíþjóð en hér heima”, segir Guðnrundur. “ Hér er það gjarnan þannig að heilbrigðis- kerfið hvetur fólk í hjólastólum til að fara út í lífið og takast á við daglega anrstrið. Svo eru ekkert nema tröppur og þröskuldar fyrir framan það úti í samfélaginu”. Fljótlega eftir heim- komuna frá Svíþjóð stofnuðu þeir Guðmundur, Ómar Bragi Walderhaug og SigurðurBjörnsson, Halaleikhóp- inn. Hugmyndin með þessunr hóp var og er sú að fatlaðir og ófatlaðir leiki sanran. Eða eins og segir í lögum fé- lagsins: “Leiklist fyrir alla”. Leikhóp- urinn fékk afnot af húsnæði hjá Sjálfs- björg og hafist var handa. Meðal ann- ars samdi Þorsteinn, sonur Guðmund- ar, leikritið Rómeó og Ingibjörg, en það er verk sem fjallar um hóp fatlaðra sem er að setja upp leikritið Rómeó og Júlíu. Nema hvað í þessu verki leika leikararnir aðra fötlun en sína eigin. “En auðvitað hefur Halaleik- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.