Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 41
s Frá Alnæmissamtökunum á Islandi Aðalfundur Alnæmissamtakanna á íslandi var haldinn 26.febrúar sl. á Hótel Lind og var hann fjölsóttur vel. Fram kom í skýrslu stjómar, að í ýmsu hefði verið vel gert á liðnu starfsári, en aðstaða samtakanna á Hverfisgötu 69 er þeim mjög dýrmæt, en frá afhendingu Reykjavíkurborgar á því húsnæði hefur áður verið sagt á vettvangi blaðsins. Starfsmaður samtakanna er Gréta Adolfsdóttir og skrifstofutíminn er alla virka daga, mánudaga til föstu- daga, kl. 13-17. Petrína Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi er til viðtals einu sinni í viku í aðsetri samtakanna. Jákvæði hópurinn heldur vikulega fundi og aðstandendahópurinn fundar mán- aðarlega. Úthlutun styrkja til þeirra sem sjúkir eru er býsna fyrirferða- mikil, enda þeir verið mörgum afar dýrmætir, hvort sem það hafa verið almennir styrkir, jólastyrkir eða ferða- styrkir. Samtökin njóta styrks á fjár- lögum, fá auk þess styrki frá Rauða krossi íslands, Reykjavíkurborg og Öryrkjabandalagi Islands svo helztu aðilar séu nefndir. En merkasta átakið á allan veg var það sem þau kalla ÍTR-átakið, kennt við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, sem þarna var sam- starfsaðili ágætur, en til þess fengu samtökin styrk frá þrem ráðuneytum: félags-, heilbrigðis- og menntamála. Fræðsluvika var um alnæmi -or- sakir og afleiðingar- í félagsmiðstöðv- um á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi frá Jákvæða hópnum kom og talaði við unglingana og svo áttu þeir að leita sér frekari fræðslu og það gerðu þeir svo sannarlega, því þeir skrifuðu um þetta heilmikið á eftir. Samhliða þessu söfnuðu unglingarnir svo fé og iðkuðu maraþondans til styrktar samtökunum sem skilaði hvorki meira né minna en 1,6 milljónum króna og munu þó varla öll kurl komin til grafar. Fjölskylduhátíð var svo í Kolaportinu 1. desember og þar kom fram mikill fjöldi listamanna sem gaf vinnu sína. Á aðalfundinum fluttu Petrína Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi og dr. Haraldur Briem yfirlæknir erindi góð og urðu af umræður nokkrar. Stjórn félagsins skipa nú: Björg- vin Gíslason formaður; Eggert S. Sigurðsson varaform.; Guðni Bald- ursson gjaldkeri; Hólmfríður Gísla- dóttir ritari; Sigrún Guðmundsdóttir meðstjórn. Til vara voru kjörin: Björk Bjarkadóttir og Árni Fr. Gylfason. Eggert S. Sigurðsson er af samtak- anna hálfu fulltrúi í stjórn Öryrkja- bandalagsins. H.S. Sigurður Gunnarsson fv.skólastjóri: Fagnaðaróður til vorsins Daginn lengja óðum er ómar vorsins harpa. Innan stundar fljúga fer fugl í tún og varpa. Vorsins boði, fuglinn fær, fagri sumargestur, þú ert okkur undur kær allra gesta bestur. Hækkar nú á himni sól hýrnar jarðarvangi, vaknar allt sem áður kól undir vetrarfangi. Komdu blessuð, bjarta sól besta lífsins yndi. Þú gefur kossa grund og hól, gnípu og hverjum tindi. Þú gefur öllu Ijós og líf sem lifir hér á jörðu, ert þeim veiku vernd og hlíf vörn í stríði hörðu. Þig ég ætíð elska mun ævidaga mína. Þó að verði þjóðahrun þú munt ávallt skína. Sæla mér um sálu fer sumars brátt við njótum. Ómar vorsins ylja mér inn að hjartarótum. S.G. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.