Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 39
Af vænu athvarfi í Vin Okkur hefur öðru sinni borizt ársskýrsla Vinjar þ.e. athvarfs þess fyrir geðsjúka sem Rauði kross Islands rekur að Hverfisgötu 47 og nú hefur verið starfrækt rúm tvö ár. Við sjáum að mætagott framhald hefur orðið á starfseminni, gestakom- ur í athvarfið álíka margar og í fyrra, sami fjöldi gesta í mat daglega og sannarlega segja yfir 4500 gestakom- ur á ári margt um nauðsyn þessarar starfsemi. Nú er í gangi könnun, sem lögð er fyrir gesti Vinjar, sem þangað hafa komið reglulega og verður býsna fróðlegt að vita um niðurstöður. Greint er frá góðu starfi Vinahóps, ungs fólks frá Rauða krossinum, sem komið hefur um kvöld og helgar og skipulagt ferðir í leikhús, á bíó, í sund o.fl. Það kemur þarna fram að aukinn stöðugleiki hefur myndast, sömu gestir koma dag eftir dag og dvelja lengur við. Annars er starfsemin í mjög líkum skorðum, en m.a. er getið urn góða virkni í ýmiss konar athöfn- um þrisvar í viku, sem reynzt hefur mjög vel. En að lokum lítum við á skilgrein- ingu forvamarstarfs sem starf- semin hjá Vin byggir á og ættuð er frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. Þar er fyrirbyggjandi starfi skipt í þrennt. Fyrsta stig: Hefur það markmið að minnka almennt líkurnar á að upp komi geðræn vandamál. Annað stig: Hefur það markmið að greina og meðhöndla geðræn vandamál, svo fljótt sem auðið er, með það fyrir augum að hindra áframhaldandi þróun og uppræta vandann. Þriðja stig: Stefnir að því að minnka líkurnar á yfirvofandi hliðar- verkunum geðrænna vandamála. Til þriðja stigs fyrirbyggjandi starfs teljast áfangastaðir, sambýli, ráðgjöf ýmiss konar og félagsleg endurhæf- ing. Svo er í lok þessara skilgreininga sagt að athvarfið Vin teljist einmitt vera á þessu þriðja stigi. Ljóst er að þarna fer fram gott og gifturíkt starf í þágu geðfatlaðra sem æði margir nýta sér. Guðbjörg Sveinsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Vinjar af Fríðu Eyjólfsdóttur. Vin og öllum sem þar standa að og þangað koma er alls velfarnaðar árnað. HLERAÐ í HORNUM Rektor í skozkum háskóla heimsótti fyrr á öldinni barnaskóla einn og var íklæddur hátíðabúningi háskólans. Hann spurði drengina í bekknum hvort þeir vissu hver hann væri og lofaði þeim einu pennýi sem gæti sagt sér það. Eftir langa þögn áræddi einn drengjanna að koma með þá uppá- stungu að hann væri guð. “Nei, það er ég nú ekki, en héma eru tvö pence.” Eiginkona Nonna var ansi bústin og Nonni stríddi henni með því að hún væri í laginu eins og rúllubaggavél. Eitt kvöldið þegar þau hjónin voru háttuð vildi Nonni láta vel að konu sinni. Þá hnussaði í kerlu: “Ég held að það taki nú ekki að vera að ræsa heila rúllubaggavél fyrir eitt strá”. I Danmörku í gamla daga voru kennslukonurnar alltaf kallaðar jómfrúr. Elsa litla kom með miða heim úr skólanum þar sem jómfrúin kvartaði yfir að Elsa væri lúsug. Móðir Elsu brást ókvæða við og skrifaði harðort bréf til baka og sagði að bærist slíkt bréf nokkurntíma aftur myndi hún senda föður Elsu í skólann og eftir það yrði jómfrúin sko ekki lengi jómfrú! Unga nýgifta frúin hringdi grátandi til mömmu sinnar og sagði: “O, mamma. Ég gaf honum Kalla sápu- spæni í staðinn fyrir Cornflakes í morgunmat.” “Varð hann ekki reiður?” spurði mamma. “Reiður”, svaraði unga frúin, “hann froðufelldi !”. Ráðningar á gátuvísum á bls. 33 1. bóla 2. fall 3. skör 4. bragð 5. blað 6. nál 7. heiður 8. skot 9. rót 10. lína FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.