Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 21
HLERAÐ í HORNUM Skipt um handhafa að lyklavöldum. Halldór og Helgi kampakátir. efna getur félagsráðgjafi um starf sitt að norrænum sumarbúðum sem hér hefur verið sagt frá í blaðinu áður. á er komið að skýrslu blindraráð- gjafa og m.a. greint frá opnu húsi á hverjum fimmtudegi - dagskrá í tali og tónum annan hvorn fimmtudag, leikfimi hinn fimmtudaginn. Margs konar félagsstarf annað þessu tengt. Sagt er frá sumarferð á Snæfellsnes, 8 blindum og sjónskertum í sumar- búðum Þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn, ókeypis dvöl sex einstakl- inga í Ási Hveragerði í boði þeirra þar, skoðunarferðum o.fl. Þá er góður kafli um daufblindramál en blindra- ráðgjafinn Kristín Jónsdóttir, er nú einmitt á Helen Keller stofnuninni til að komast betur inn í öll þessi mál. Tómstundanefnd greinir frá fjöl- breyttu og líflegu starfi m.a. frá mynd- listarnámskeiði, sjálfstyrkingar- námskeiði, handavinnunámskeiðum, þorrablóti o.fl. auk ýmissa ágætra fyrirlestra um hin fjölbreyttustu efni, svo aðeins fátt sé nefnt af fjörmiklu starfi. Þá er æskulýðsnefndin með sína skýrslu og eðlilega mest fjallað um afar vel heppnaðar sumarbúðir norrænna ungmenna að Varmalandi í Borgarfirði. Sagt er frá erlendum samskiptum sem virðast lífleg vel. Og svo er verið að undirbúa ferð í norrænar sumarbúðir í Noregi á sumri komanda. Skemmtinefndinsegirsvo frá grillveizlu, ferð í Bláa lónið, jólatrésskemmtun og svo árshátíðinni að sjálfsögðu. Að lokum er svo skýrsla nefndar um “Daghvíta stafsins” 1994. Fjallar hún um Gönguna miklu um Kringluna og svo að Hamrahlíð 17 með góðri liðsemd borgarstjórans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem var “blind” ígöngunni. Áeftirsagði Ingibjörg Sólrún svo frá reynslu sinni og mikið af fólki sótti félagið heim og skoðaði ágætar sýningar sem á boðstólum voru. Hér hefur verið stiklað á stóru um starf Blindrafélags- ins eins og það birtist ritstjóra af lestri góðrar skýrslu, sem þakka ber, en blessunarlega fylgjumst við nú hér á bæ með því sem er að gerast helzt hjá félögum okkar, enda annað ekki sæm- andi. Hins vegar er afar mikilvægt að fá um innra starf og ýmislegt sem aðhafzt er í kyrrþey glöggan fróðleik, ekki sízt til að miðla út til lesenda blaðsins. Aðeins svo í lokin að stjórn Blindrafélagsins skipa nú eftir síðasta aðalfund: Formaður: Ragnar R. Magnússon og aðrir í stjórn: Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Brynja Arthúrs- dóttir, Halldór Sævar Guðbergsson og Sigtryggur Eyþórsson. í fulltrúaráði Öryrkjabandalagsins verða: Helgi Hjörvar, Ragnar R. Magnússon og Sigtryggur Eyþórsson. Með árnaðaróskum góðum. Helgi Seljan. Það var fyrr á öldinni að ungur bónda- sonur bjó sig af kappi undir það að verða sjálfstæður bóndi. Var svo komið að hann vantaði aðeins tvennt: Hann átti eftir að fá sér konu og að girða land sitt. Nú lendir hann til kirkju og sér þar Ijómandi snotra stúlku, sem honum lízt mjög vel á og að athöfn lokinni gengur hann beint til hennar og segir: “Viltu eiga mig Gunna mín?” “Æi nei, það held ég ekki,” svarar Gunna. Þá heyrist bóndason segja upphátt eins og við sjálfan sig: “Ja, ég fæ mér þá bara gaddavírinn”. Tveir piparsveinar, sem báðir voru vörubílstjórar, fóru til Thailands að kynna sér kvennaval þar. Allt gekk að óskum og nú sátu þeir í leigu- bflnum á leið á hótelið með hvor sína dömu. Það ríkti þögn í bflnum og ann- ar sá að ekki mátti við svo búið standa, snýr sér að sinni dömu og spyr: “Do you like Scania Vabis?” (En Scania Vabis er algeng vörubílategund). íslendingur nokkur fór í hópferð til Kanada. Sem hann var nú staddur í mannþröng í Winnipeg datt honum í hug að kanna hvort ekki væri þarna mýgrútur af fólki af íslenzku bergi brotið. Snýrhannséraðnæstamanni og spyr á íslenzku: “Ert þú Islend- ingur?” Furðu lostinn hlýddi hann á svar mannsins, á íslenzku auðvitað. “Ja, ég hef nú hingað til kallað mig Skagfirðing”. **** Það var á stríðsárunum í Þýzkalandi og foringjarnir fóru á stofugang á spítala einum. Þeir spurðu þann fyrsta hvað að væri og sá kvaðst vera með sprengjuflís í kjálkanum. Aðspurður um meðferð sagði hann þetta penslað með joði og heitasta ósk hans væri að komast aftur á vígvöllinn að berjast fyrirforingjann. Sá næsti kvaðst með gyllinæð sem pensluð væri með joði og eins var hans heitasta ósk að geta barizt fyrir foringjann. Sá þriðji kvaðst með hálsbólgu sem pensluð væri með joði en hans heitasta ósk var sú að vera penslaður á undan þeim með gyllinæðina. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.