Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 8
Margt er gert til að gróðurinn megi dafna sem bezt. Frá Bjarkarási berst liðsinni gott. er mikil - þjálfun samskipta og boð- skipta, sem máske er það allra tíma- frekasta. Myndirnar koma sér mæta- vel til að forða misskilningi. Sérstakar boðskiptatöflur eru fyrir alla þar sem sézt hversu dagurinn gengur fyrir sig. Auðvitað er hér um að ræða blöndu af þjálfun og hreinni umönnun, því sum þurfa manninn með sér allan daginn. Verkefnin þróast úr hreinum afþreyingarverkefnum yfir í smá- vinnu, pökkun plastflaskna til töku mjólkursýna, verkefni frá Sólarfilmu og fleira, og af myndast smásjóður fólksins, sem nýttur er til gleðigjafar. Við framleiðsluþáttinn vinna 2 leið- beinendur og að vinnu þarna koma alls 24,8 em að í einu. Föndur er einn- ig talsvert en vinna í þeirri merkingu miðast við 1 -2 stundir á dag. Hér er aðeins á hluta ítarlegra upplýsinga tæpt, en þarna vantar sárlega stöðu- gildi, bæði til betri og aukinnar þjón- ustu og eins til að draga úr hinu gífur- lega álagi á starfsfólk, sem svo greini- legt er. Við litum að lokum á vistlegan matsal, en greinilegt að þar þarf mikill fjöldi dvalargesta mikla hjálp til að matast. Erna kvaddi okkur svo fyrir dyrum úti eftir að hafa að lokum sagt okkur frá notadrjúgri aðstöðu í kjall- ara sem m.a. kæmi sér vel fyrir starfs- fólk, sem enga aðra aðstöðu hefði út af fyrir sig. Við færðum henni alúðar- þakkir fyrir ágætar móttökur og héld- um síðan í Bjarkarás, en þarna innfrá er mikil og blómleg starfsemi og stutt á milli, gróðurhúsið góða, sem getið verður um hér á eftir, Brautarskóli, leikskólinn sem áður hefur verið á minnzt og svo sambýlið og skamm- tímavistunin, allt svo að segja á sömu lóðinni. s IBjarkarási tók á móti okkur Árni Már Björnsson forstöðumaður, en hann tók við af þeirri merku og mikil- hæfu forystukonu Grétu Bachmann. Arni Már bauð okkur til yndislegs dögurðar og sagði okkur frá þeirri framleiðslu og vinnu er fram færi í Bjarkarási. Bjarkarás tók til starfa árið 1971 og var hugsað það hlutverk að vera hæfingarstöð fyrir fatlaða frá 17 ára aldri og svo hefur sannarlega eftir gengið. Stofnunin er 850 ferm. og í afmælisbæklingi frá 1991 er sagt að rými sé fyrir allt að 45 manns. En Ámi Már greindi okkur frá því að í heildina væru þar nú 50 manns þar af 4 að hluta í starfsþjálfun frá Öskjuhlíðar- skóla. Fjölbreytni þeirra verkefna, sem að er unnið kom okkur skemmti- lega á óvart en að sögn forstöðumanns er fjölbreytnin forsenda stöðugs starfs - það að hafa verkefni að grípa til, þeg- ar skorpuverkefnum væri lokið hverju sinni og þetta hefur tekizt furðanlega. Aðeins verður hér á fáein verkefni minnzt, en þegar okkur bar að garði var mest kapp lagt á að pakka inn Gigtinni - blaði Gigtarfélags Islands, sem hafði seinkað nokkuð í prentun, svo innpökkun hefði þurft að gerast í gær, eins og við segjum stundum. Þama er miklum fjölda félagsblaða og tímarita pakkað inn og við sáum þama ein þrjú dæmi þess auk Gigtarinnar. Jólakort Styrktarfélagsins, Gigt- arfélagsins og fleiri félaga fá þar innpökkun sína svo og kort frá Sól- arfilmu - tækifæriskort ýmiss konar. Auk þess er margs konar vörum frá Sólarfilmu pakkað inn, litskyggnur t.d. klipptar til og settar í ramma. Svo er þarna saumastofa þar sem iðni og elja ljómaði af öllum sem annars staðar, en tvær konur hafa þar umsjón alla. Þarna vinna 10-12 fatlaðir. Helztu verkefni eru sængurfatnaður, handklæði, bleiur, afþurrkunarklútar, að ógleymdum kokkasvuntum. Mest áhersla er eðlilega lögð á léttan ein- faldan saum. Og áfram var um garða gengið og fræðsla fengin um fleiri verkefni. Innpökkun á afmælisblöðr- um og slaufum, sælgætispökkun (og aldrei fallið fyrir neinum freistingum), páskaeggjapökkun stóð fyrir dyrum. Þungunarprófsglösum pakkað inn ásamt leiðbeiningum; fyrir Umferðar- ráð pakkað inn ritinu Ungir vegfar- endur, sem er hið bezta efni sem hægt er að hlaupa í, þegar ekkert aðkallandi knýr á, plastkubbar, íshettur fyrir Emmess - ís, pökkun á snældum, stýrikerfum í tölvur o.s. frv. s Arni Már sagði mörg hver þeirra fylgjast vel með og lesa í blöð- um og tímaritum þeim sem inn væri pakkað, þegar tóm gæfist til. Fyrir verkefnavinnuna í Bjarkarási er greitt allt í allt á þriðju milljón króna. Þeir sem þama vinna fá smálaun og nú er verið að undirbúa svokallað umbunar- kerfi þar sem bætt verður við ákveð- inn grunn eftir afköstum. Erfitt er að meta réttlátlega vinnuframlagið sjálft, enda hæfingartakmarkið til frekari vinnumöguleika aðalatriðið. Þarna sem annars staðar em mun þyngri ein- staklingar en fyrrum og munar mjög miklu á því sem áður var, t.d. tekur As eðlilega við þeim betri, en sem dæmi er það til að fólk hafi verið í Bjarkarási í 20 ár í hæfingu. Ámi Már kvað enga breytingu hafa orðið til aukningar í stöðugildum, þrátt fyrir aukna þyngd og minni getu. Hann sagði að svo mætti ekki gleyma þátttöku allra við störf í eldhúsi s.s. við að leggja á borð, þvo upp, taka til og auk þess fást sumir við aðstoð við ræstingar. Sundlaugin er mikið notuð 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.