Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 5
Sigurrós M. Sigurjónsdóttir form. Sjálfsbjargar Reykjavfk: Fréttir af starfi Sjálfsbjargar í Reykjavrk og nágrenni Félagsstarfið hefst yfirleitt í byrjun september ár hvert. Briddsdeild hefur þá sína starfsemi og er spilað á hverju mánudagskvöldi fram undir miðjan desember og svo er tekið aftur til við spilin í annarri viku í janúar og spilað til aprílloka eða fram í miðjan maí. Þá er verð- launaafhending fyrir afrakstur vetr- arins og kaffisamsæti. Keppt hefur verið við briddsfélög úti í bæ, en annars er keppt mest inn- byrðis. Haldið var í haust minningar- mót um einn góðan briddsara og Sjálfsbjargarfélaga Þorbjörn Magn- ússon. Um það bil 40 til 50 manns taka þátt í hverri keppni og er spilað á hverju mánudagskvöldi. Skákin hefurgöngu sína um svip- að leyti. Keppt er innbyrðis og einnig við aðra úti í bæ og hafa félagar tekið þátt í móti á vegum Skáksam- bandsins. 10 til 15 manns eru virkir í skákinni. Teflt er á hverju fimmtu- dagskvöldi. Félagsvist er spiluð á hverjum sunnudegi og opið hús er á hverjum þriðjudegi. Þar er ýmislegt gert sér til skemmtunar. Leitað er til valin- kunnra manna, sem hafa góðfúslega flutt ýmis gamanmál. Hagyrðingar hafa komið og skemmt fólki og einnig hljómlistarmenn. Flutt er eitt atriði hvert kvöld, síðan er sungið, drukkið kaffi og rabbað saman. Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar er svo haldið bingó og er það vel sótt. Farið er í ferðalög sumar hvert og hefur svo verið frá stofnun félagsins, reyndar hafa þessar ferðir lengst frá því að vera aðeins helg- arferðir. Árin 1993 og 1994 voru farnar 8 daga ferðir. Sl. sumar var farið norður Kjöl, komið í Blöndu- dalinn og haldið síðan norður, austur Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. og suður um land. í ár er áætluð ferð til Irlands, sem tekur 8 daga. Það er mikið skipulag í kringum svona ferðir og er það allt unnið á skrif- stofunni ásamt öllu öðru. Mikið hjálparlið þarf í þessar ferðir og er það höfuðverkur félagsins að afla fjár til svona ferða. Félagið greiðir fyrir allt hjálparfólk. Allar ferðir, sem félagið hefur farið í hafa tekist afskaplega vel og er í ferðalok jafnvel talað um hvert eigi að fara næsta ár. Baráttumálin eru alltaf á dagskrá og reynt að vinna að þeim eftir efnum og ástæðum. Ferlimálin hafa verið á dagskrá frá því á liðnu sumri að ráð- inn var verkfræðingur í samvinnu við Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar og 3 starfsmenn í viðbót í um það bil þrjá mánuði. Hefur sú vinna skilað miklum árangri. En áfram þarf að halda og vinna þarf úr öllum þeim úttektum sem unnar voru sl. sumar og er það á áætlun að vinna að því þetta ár. Félagið er enn með samning við Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar vegna ferlimála fyrir einn mann. Unnið hefur verið að því að fá land í nágrenni Reykjavíkur þar sem fatlaðir geta notið útivistar sér til gamans. Árangurinn er að koma í ljós, því nú þessa dagana er verið að skrifa undir samning við bóndann á Vatnsenda, þar munum við fá spildu, sem þarf að skipuleggja til útivistar og gróðursetningar. Er þetta mjög spennandi verkefni. Þá er enn eitt ótalið og er það að koma á fót vinnu- og tómstunda- athvarfi hreyfihamlaðra. Þetta er nú kannski meira en að segja það, því það þarf húsnæði og það þarf pen- inga, sem félagið hefur ekki alltof mikið af. En þetta verður allt skoðað. Á skrifstofu félagsins vinna tveir menn eins og er. Það er fram- kvæmdastjóri félagsins Jóhannes Þór Guðbjartsson og Guðmundur Jón- asson, verkfræðingur sem hefur skipulagt öll ferlimál og mun vinna að þeim málum að minnsta kosti þetta ár. Stjórn félagsins er þannig skipuð frá 1 apríl 1995: Formaður: Sigurrós M. Sigurjónsdóttir Varaformaður: Hannes Sigurðsson Ritari: Sigurjón Einarsson Gjaldkeri: Guðmundur Magnússon Vararitari: Gunnar Reynir Antonsson Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.