Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Staldrað við hjá Styrktarfélagi vangefinna f Lyngási er að öllum hlúð sem allra bezt, æft og þjálfað.. eir munu ófáir lesendur þessa blaðs sem kunna nokkur skil á Styrktarfélagi vangefinna, vita einhver deili á sögu þess og sigrum. En færri vita máske um umfang hinnar viðamiklu starfsemi þess öfluga félags, hversu víða þar er á vettvangi starfað, hversu vel er með allri þróun í málaflokknum fylgzt og hver möguleiki til rneiri þjónustu, betri aðstöðu nýttur sem allra bezt. Það er hins vegar ærið fróðlegt að fá skyggnzt um sviðið með þeim sem þar þekkja gleggzt til og því fórum við í kærkomna kynnisferð í marzlok sl. á nokkra mæta staði þar sem Styrktar- félag vangefinna er með starfsemi sína hér í borg. Aðeins var þó staldrað við á nokkrum stöðum og máske það eitt alveg ljóst í lok ferðar, að margt var enn óséð og enn fleira óvitað. Formaður og framkvæmdastjóri bandalagsins fóru þessa för auk ritstjórans, enda á því brýn nauðsyn að efla sem allra bezt tengsl forystu bandalagsins við það fólk, sem vinnur úti á akrinum hin mikilvægu störf fyrir skjólstæðinga þessa aðildarfélags okkar. Við hófum heimsóknina í hinu nýja, vistlega og rúmgóða húsnæði félagsins að Skipholti 50 C þar sem formaðurinn Hafliði Hjartarson og Tómas Sturlaugsson framkvæmda- stjóri tóku mætavel í móti okkur og sýndu okkur vistarverur húsnæðisins. Tómas tók svo að sér alla leiðsögn í ferðinni og fylgdi okkur fótmál hvert og fræddi vel. Við óskum þeim í Styrktarfélagi vangefinna til hamingju með húsnæðið og þá um leið upplýst, að þetta mun fyrsta húsnæði félagsins sem fullunandi má teljast og fylgir kröfum tímans. Húsnæðið er um 320 ferm. og auk almennrar skrifstofuað- stöðu eru þarna mörg rúmgóð herbergi þar sem eru skrifstofur framkvæmdastjóra, skrifstofustjóra, starfsmannastjóra, félagsráðgjafa tveggja, umsjónarmanns íbúða, umsjónarmanns húseigna og herbergi fyrir forstöðumenn sambýla félagsins, fundarsalur, kaffistofa og skjala- geymslur. Félagið flutti þarna inn 4. febr. sl. og una menn sér eðlilega vel. Við vorum upplýst um það að á launaskrá hjá félaginu væru milli 170 - 180 manns í um 120 stöðugildum. Stöðugildi vantaði hins vegar sárlega, þar sem þarfir þjónustuþega svo víða hefðu verulega þyngst, en stöðugildi staðið í stað. Þeir félagar Hafliði og Tómas kváðust ekki hafa fengið fjármagn til nýs rekstrar undangengin ár og í raun aðeins það orðið á þeim vettvangi, að frekari liðveizla hefði fengist við íbúana í íbúðum félagsins, en yfir 30 íbúar á þeirra vegum njóta þeirrar liðveizlu. Þeir sögðu báðir að vissulega kallaði margt að, dagvist- armál og skammtímavistunarmál væru knýjandi og svo vantaði eitt sambýli. Eftir stutta en fróðlega heimsókn í aðalstöðvamar var haldið í Lyng- ás, en þar hófst starfsemin 1961. Forstöðumaður, Hrefna Haraldsdóttir, tók á móti okkur, fræddi okkur vel um starfsemi alla, veitti okkur vel og síðan gengum við um og fengum augum Iitið hið Ijölbreytta þjálfunar- og örvunarstarf sem þama fer daglega fram. Okkurþótti það einkenna mest, hve ofurfötlun margra var yfirþyrm- andi, en hve mikil alúð og umhyggja um leið sveif öllu starfi yfir. Hrefna kvað starfsemina hafa breytzt afar mikið í tímans rás. Hún kvað þá for- eldra sem forystu hefðu haft um upp- bygginguna í upphafi hafa verið sanna fmmkvöðla, brautryðjendur sem enga hindrun létu aftra sér! Mörg fyrstu árin var þarna eina dagvistin fyrir fatlaða einstaklinga, þar voru bæði börn og fullorðnir, en áður hafði dag- vist verið rekin í leiguhúsnæði. Hún sagði 45 börn nú í dagvistun á Lyng- ási, en reiknað væri með 38 mest. Aldursdreifingin væri frá 3ja ára til tvítugs. Hún kvað vandamálið það, að unglingarnir vildu festast - vera kyrrir. Hrefna sagði 32 í Safamýrarskóla, 7 í Öskjuhlíðarskóla, 4 á forskólaaldri sem ekki væru talin með getu til að vera á almennum leikskóla og svo væru 2 yfir aldri án skólatilboða. Stöðugildi í Lyngási eru 25 og þegar gengið hefur verið um og séð hversu mikla einstaklingsþjálfun og erfiða um er að ræða, þá skal undir það tekið fúslega að þarna er þörf aukningar á stöðugildum afar brýn. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.