Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR 1995 Ritstióri 02 ábyrcðarmaður: Helgi Seljan Umbrot: K. Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Sigurgeir Þorbjörnsson Aðrar myndir: Gerður Arnórsdóttir o.fl. Frá ritstjóra rítugasta eintaki Fréttabréfsins er nú fylgt ferðbúnu úr hlaði á fund ykkar lesenda. Sem fyrr vonar ritstjóri að margan nytsaman fróðleik megi hér finna, ánægjuauka einhvern um leið og óskandi er að sem flestir finni eitthvað það á síðum blaðsins er þeir fái numið staðar við og lesið sér til nokkurrar nytsemdar eða einhvers yndis. Það er gleðileg staðreynd, að margt gerist á víðfeðmum vettvangi félaga okkar og ætíð spurning um það hversu vel til skila er haldið. í ofurhógværð sinni virðist oft sem þar á bæjum sé því gleymt að sannanlega ber að halda á lofti því merka verki sem svo víða er innt af hendi, allt frá þeirri kyrrlátu önn daganna sem svo mörgu skilar vel á veg sem og hverri farsælli framkvæmd. Vissa ritstjóra er sú að þetta beri sem bezt að gera, bæði fyrir lesendur dagsins í dag svo og fyrir þá fjölmörgu sem í framtíðinni vilja heyja sér frekari fróðleik um söguna, einstök átök sem iðju góða. Engum dylst að efni merkt ritstjóra er fyrirferðarmikið, en hinu má þó ekki gleyma honum til vorkunnar að hlutverk hans er að koma sem allra flestu því til skila sem virkilega er frásagnar vert. Nú sem fyrr hafa lofsverðir liðsmenn lagt blaðinu til hið bezta efni og þökk sé þeim. Hlutur slíkra liðsmanna fyrr og nú er ómetanlegur. Við göngum nú mót sumri og sól - á vit vermandi tíðar sem vekur okkur bjartsýni í brjósti, léttir lundina, lífgar og nærir. Eftir myrkan og kaldan áfallavetur þráum við sóldýrð og sunnanblæ er sigrað fái myrkur og kulda. Lesendum eru sendar sólvermdar sumaróskir. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Fréttir af starfi Sjálfsbjargar Af erlendum vettvangi. ..2 Lofsvert framtak 32 „3 Fræðslurit MS félags íslands 33 ..4 Gátuvísur Magnúsar 33 ..5 Svipmynd af samferðamanni 34 ..6 Frá Sjóði Odds Ólafssonar 36 ,40 Vísa til vorsins 36 10 Styrkveitingar ÖBI 37 12 Frá Starfsþjálfun fatlaðra 37 13 Helen Keller 38 14 Af vænu athvarfi í Vin 39 17 Karlmenn óskast 40 20 Frá Alnæmissamtökunum 41 22 Fagnaðaróður til vorsins 41 23 Bréf frá blindri konu 42 24 Gimsteinar 44 26 Minning um draum - Sorg 44 28 Meira úr fórum Guðmundar 45 29 Óður um vor 45 30 Frá Námssjóði Sigríðar 45 31 I brennidepli 46 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.