Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 18
Sigurlið nemenda sem vann kennaralið skólans í körfuboltakeppni sl. vor. boðskipti (TC) - eru að koma fram á allra síðustu árum. Þannig fullyrða sænskir fræðimenn að sænskir heyrn- arlausir nemendur í rannsóknarverk- efni um tvítyngi hafi nýlega lokið grunnskólanámi og þeir hafi allir verið læsir - þ.e. lesskilningur þeirra á sænsku ritmáli hafi verið svipaður og meðal heyrandi jafnaldra. Þeir hafi ekki aðeins náð góðu valdi á fyrsta máli sínu, sænsku táknmáli, heldur líka í öðru máli sínu, sænska ritmál- inu. Fullyrt er að svipaður árangur hafi náðst annars staðar þar sem tvítyngi hefur hlotið viðurkenningu í menntun heymarlausra. s Osjaldan er fullyrt að meginyfir- burðir tvítyngis felist í því að heyrnarlausa barnið nái betri tökum á raddmáli, ritun og lestri, borið sam- an við aðrar menntastefnur í skólum heyrnarlausra. Þetta er auðvitað mik- ils um vert - því á þessum sviðum hafa verið brotalamir eins og allir vita. Nýlegar rannsóknir gefa þó til kynna enn fleiri svið þar sem árangurs má vænta ef farin er þessi leið; bandarísk- ur höfundur fullyrðir að nú liggi fyrir sannanir þess efnis að táknmál sé lyk- ilatriði í mótun sjálfsmyndar heymar- lausra barna, það sé lykilatriði í vits- munastarfsemi barnsins, tilfinninga- tengslum þess við annað fólk og sköpunargáfu. Enn er ótalinn mikils- verður þáttur: samsömun heyrnar- lausa bamsins við fullorðnar heyrnar- lausar fyrirmyndir sem í gegnum táknmál kenna barninu að vera stolt af sér sem heyrnarlaust og gefur því hlutdeild í menningu heyrnarlausra. Leikskóladeildin - mikilvægasti hlekkurinn Allir hlekkir skólakeðjunnar eru mikilvægir en fyrir heyrnarlaus börn sem eiga næstum öll heyrandi foreldra er fyrsta skólastigið - leikskólastigið - það langmikilvægasta. Megin- ástæðan er sú að á fyrstu árunum fer máltakan fram og á henni hvílir þroski barnsins á nánast öllum sviðum. Nú á tímum er ekki lengur uppi ágreining- ur um það að táknmál er fullkomið mál og það er heldur engum vafa undirorpið að til þess að bernska heymarlausra bama verði þroskavæn- leg þarf að skapa málumhverfi þar sem táknmál ræður ríkjum. Fleimilið er í fæstum tilvikum það umhverfi sem tryggir máltökuna því heyrandi foreldrar eru á sama tíma og barnið að læra táknmál. Foreldrunum er kennt táknmál en barnið tileinkar sér málið, án kennslu, svo fremi það sé í umhverfinu. Það eru þessir hæfileikar bama á ákveðnu tímabili bemskunnar sem nefndir hafa verið máltökuskeið - margir fræðimenn telja næmasta skeiðið vera á aldrinum 18 til 36 mán- aða - og því verður í tilviki heym- arlausra barna að búa þannig um hnúta að máltakan gerist á því sem næst eðlilegan hátt í raunverulegu táknmálsumhverfi þar sem táknmál er alltaf til staðar í umhverfi barnsins. Slíkt táknmálsumhverfi þarf að skapa á leikskóla og einnig þarf að styðja myndarlega við bakið á foreldrum til þess að þeir geti gegnum mállegar samræður á heimilinu tengst heymar- lausu barni sínu tilfinningalegum böndum. tla mætti miðað við rannsóknir á máltöku og táknmáli undan- farinna áratuga að auðvelt væri að sannfæra yfirvöld um mikilvægi sérstakrar leikskóladeildar fyrir heymarlaus böm, um nauðsyn þess að búa þeim táknmálsumhverfi, veita þeim aðgang að heyrnarlausum mál- og menningarfyrirmyndum, og skapa þær aðstæður að börnunum væri tryggð nálægð við aðra heymarlausa á ýmsum aldri til samsömunar og mótunar jákvæðrar sjálfsmyndar. En því er ekki að heilsa. Menntamála- ráðuneytið ákvað síðastliðið sumar að skóli heymarlausra hætti að starfrækja leikskóladeild og fól Dagvist barna í Reykjavík þessa mikilvægu menntun. Þó dagsetningar hafi hingað til ekki staðist og skólinn hafi rekið deildina allt yfirstandandi skólaár stendur ákvörðun ráðuneytisins og ætlunin er að leikskólinn Sólborg taki við yngstu nemendum skólans í haust. Eg fullyrði að áform stjómvalda bjóða heim þeirri hættu að (1) heyrn- arlaus börn komi málhömluð í grunn- skóla borið saman við að þau koma í dag í grunnskólann með góðan grunn bæði í táknmáli og íslensku; (2) heyrnarlaus böm komi í grunnskóla með brotna sjálfsmynd eftir stöðuga ósigra í ójöfnum samanburði við heyrandi jafnaldra á blönduðum leik- skóla heyrandi og heyrnarlausra barna; (3) sú yfirgripsmikla þekking sem leikskólakennarar heymarlausra barna búa yfir glatist; (4) sú nauðsyn- lega nálægð við önnur heyrnarlaus böm og heymarlausar fullorðnar mál- og menningarfyrirmyndir verði lítil sem engin; (5) foreldrar sendi fremur heymarlaus böm sín í hverfisleikskóla en Sólborg þar sem greiða þarf fyrir þjónustuna og hún ekki lengur sniðin að þörfum barna og foreldra; og (6) enginn einn ábyrgur aðili hafi heildaryfirsýn yfir skólagöngu heymarlausra bama. Með þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið í ráðuneyti mennta- mála er að nn'nu mati verið að stíga mikið óheillaspor því útlendir 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.