Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 37
HLERAÐ
í HORNUM
Tveir ungir menn voru á gönguferð í
Wales og komu að afskekktum bæ,
þar sem kona ein bjó, sem var nálægt
miðjum aldri, en gerði greinilega allt
til að líta sem unglegast út. Leið svo
nóttin í góðri gistingu hjá konunni.
Níu mánuðum seinna fékk svo annar
þeirra ábyrgðarbréf sem vakti honum
mikla undrun. Hann hringdi í félaga
sinn og minnti hann á næturgistinguna
fyrrum og spurði hvort hann hefði far-
ið yfir til konunnar um nóttina. Eftir
að hinn hafði játað því, spurði vinur-
inn hvort hann hefði gefið konunni
upp sitt nafn í stað síns eigin og játti
hinn því. “Þarna er skýringin. Eg
fékk nefnilega ábyrgðarbréf, sem
sagði frá láti hennar. Hún arfleiddi
mig að einni milljón”.
Ungi presturinn kom til aldurhnigins
fyrirrennara síns og kvaðst hafa mikl-
ar áhyggjur af því, hve mörg sóknar-
barna hans litu oft á klukkuna, þegar
liði á ræðu hans í stólnum. Eldri prest-
urinn sagði honum engar áhyggjur af
því að hafa, en ef þau fara að bera úrin
upp að eyranu til að vita hvort þau séu
stoppuð, þá máttu fara að hugsa þinn
gang.
Sonurinn ungi á heimilinu bað ákaft
um hund, en faðir hans benti honum
á þá hættu að móðir hans myndi verða
svo upptekin af hundinum að hann
fengi alla hennar eftirtekt og hún
myndi gleyma að sinna þeim báðum.
Sonurinn hugsaði sig um en sagði svo:
“Já, en pabbi, þú gætir nú reynt að
gelta öðru hvoru”.
****
Ung írsk stúlka fór til skrifta og segir
við prestinn. “O, faðir, ég hefi syndg-
að svo hræðilega. A mánudagsnóttina
svaf ég hjá Jóni, á þriðjudagsnóttina
hjá Patreki og á miðvikudagsnóttina
svaf ég hjá Mikka. Ó, faðir, hvað á
ég að gera?” “Bamið mitt, farðu heim
og kreistu allan safann úr heilli sítrónu
og drekktu hann svo.” “Ó, faðir, bætir
það fyrir synd mína?” “Nei, barnið
gott, en það þurrkar máske burt
sælubrosið á andlitinu.”
Styrkveitingar
ÖBÍ1995
Til félaga bandalagsins:
Alnæmissamtökin á íslandi: kr. 300.000,00
Blindrafélagið : kr. 450.000,00
Félag aðstand.Alzheimersjúkl. : kr. 150.000,00
Félag heyrnarlausra: kr. 550.000,00
Foreldra- og styrktarfél.heyrnard.: kr. 150.000,00
Geðhjálp : kr. 350.000,00
Geðverndarfélag Islands : kr. 300.000,00
Gigtarfélag íslands : kr. 450.000,00
Heyrnarhjálp : kr. 300.000,00
LAUF: kr. 400.000,00
MG-félag íslands : kr. 150.000,00
MS-félag íslands: kr. 400.000,00
Parkinsonsamtökin : kr. 250.000,00
SÍBS : kr. 500.000,00
Sjálfsbjörg : kr. 650.000,00
SPOEX : kr. 200.000,00
Styrktarfél.lam.fatl. : kr. 400.000,00
Styrktarfélag vang. : kr. 600.000,00
Umsjónarfélag einhverfra : kr. 300.000,00
Til annarra en aðildarfélaga var úthlutað alls einni milljón hundrað
og fimmtíu þús. krónum og eru sumarbúðir Iþróttasambands
fatlaðra þar hæstar með 400 þús. kr. Meðal annarra styrkveitinga má
nefna: Daufblindrafélag Islands og Halaleikhópinn með 100 þús.kr.
hvor aðili, sömuleiðis Atak með 50 þús.kr. Samtals var úthlutað nú
8 milljónum króna.
H.S.
Frá Starfsþjálfun fatlaðra
Hinn 18. maí sl. var haldin útskriftarhátíð hjá Starfsþjálfun fatlaðra, en þá
fengu 10 nemar þriðju annar lokaprófskírteini sín. Skólastjórinn, Guðrún
Hannesdóttir, flutti ræðu, greindi frá starfi vetrarins, sem eins og jafnan áður
hafði mörgum mikið veitt. Guðrún greindi og frá því að þetta yrði síðasta
útskriftin sem fram færi á níundu hæð Hátúns 10 þar sem að baki væru margar
góðar geymdar stundir. Næsta haust yrði hið nýja húsnæði Starfsþjálfunar
fatlaðra að Hátúni 10 í notkun tekið og öll starfsemi Starfsþjálfunar fatlaðra
sem og Tölvumiðstöðvar fatlaðra þangað flutt. Þetta hús hefur á undraskömmum
tíma risið, öllum þeim til mikils sóma sem þar hafa að verki verið. Haustblaðsins
bíður að gera nánari grein fyrirþessum tímamótatíðindum. Ólöf Ríkarðsdóttir,
formaður Öryrkjabandalagsins og um leið í stjórn Starfsþjálfunar fatlaðra flutti
ávarp, árnaði útskriftaraðlinum allra heilla, lýsti sérstakri ánægju með það
hversu hið verðmæta hlutverk Starfsþjálfunar væri vel af hendi leyst í hvívetna.
Þar hefði mörgum og yrði enn fleirum veitt dýrmætt veganesti út í lífið. Um
leið tilkynnti Ólöf þá höfðinglegu ákvörðun stjórnar Öryrkjabandalags Islands
að veita fé til kaupa á húsbúnaði fyrir Starfsþjálfun fatlaðra að upphæð 1.5
millj. kr. Varþessu að vonum vel fagnað. Avörp fluttu fulltrúarfyrstu og þriðju
annar og útskrifaraðallinn leystur út með blómum og bókargjöf að ógleymdum
ótal kossum.
Formaður stjórnar Starfsþjálfunar fatlaðra er Margrét Margeirsdóttir en aðrir
í stjóm Ólöf Ríkarðsdóttir og undirritaður.
Helgi Seljan.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37