Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 40
Karlmenn
óskast
Örfá inngangsorð: Þetta bráðskemmtilega kvæði fengum við sent
frá Reykjalundi en til að enginn misskilji nú neitt er rétt að taka
fram að þetta ákall er ort fyrir hönd Reykjalundarkórsins, sem eftir
þessu að dærna er ekki of ríkur að körlum. Sú ágæta kona sem
ákallið sendir er auðvitað kórfélagi og konan er Kristbjörg
Helgadóttir, sjúkraþjálfari að Reykjalundi. Og hér kemur hennar
kankvísa kvæði:
Karlmenn óskast
í Reykjalundarkór er kátt
en körlum fjölga mætti,
því ævinlega ósköp fátt
er um fína drætti.
Hrausta kappa höfum við
í hópnum okkar fríða,
en oft þá vantar úthaldið
og álagi þeir kvíða.
Já elsku krúttin eiga bágt
illa þola streitu,
á þeim risið er því lágt
oftast sökum þreytu.
Kröfuharðar konurnar
kvarta nú og kveina
og eru að verða vitlausar
þið vitið hvað ég meina.
Óskað er nú eindregið
eftir nokkrum peyjum,
sem glaðir vilja leggja lið
léttum kórsins meyjum.
Útlit, reynsla, aldur, starf,
engu máli skiptir,
ef þeir hafa allt sem þarf,
einhleypir sem giftir.
Það hjálpar jú ef hetjurnar
hafa þolinmæði,
því tíðar endurtekningar
tryggja hámarksgæði.
Menn sem hobby þetta þrá
þarf í ró að meta.
í það minnsta alla þá
sem eitthvað þykjast geta.
-Hingað til við höfum ei
hafnað nokkrum sveini
þó að stundum þessi grey
þreytulega veini.
Strákar, hvar er sjálfstraustið,
sýnið að þið þorið
og ævintýri upplifið
eitthvað fram á vorið.
Og þá mun léttast lund á ný
og lukku snúast hjólið
því tafarlaust við treystum því
að takið þið upp tólið!
Kristbjörg Helgadóttir
HLERAÐ í
HORNUM
Tveir Eyjamenn, sem við nefnum Ása
ogAra, voru á færaskaki. Báðirvoru
þeir með falskar tennur. Nú vill svo
illa til að Ási missir efri góminn
útbyrðis og hverfur hann í hafið. Ari
sér leik á borði, tekur út úr sér efri
góminn, svo lítið ber á, bindur hann
við færi sitt og rennir svo út færinu.
Dregur svo færið upp og segir Ása
fagnandi, að nú hafi hann heldur betur
verið heppinn, hann hafi dregið
góminn úr djúpi hafsins. Ási verður
afar glaður og setur góminn upp í sig
en tekur hann jafnharðan út úr sér og
segir þetta vera allt annan góm og
lætur hann fljúga á haf út.
****
Ási fór nú til tannlæknis, segist þurfa
í áríðandi erindum til Reykjavíkur og
biður tannlækninn hið snarasta að
smíða í sig nýjan góm. Tannlæknirinn
segist hafa mikið að gera, margir eigi
pantaðan tíma, en hann skuli gera sem
hann getur. Tannlæknirinn hefur svo
verkið og svo undarlega ber við að
ekki kemur sá er fyrst átti tíma, og
heldur ekki þeir næstu svo hann
heldur fram verki sínu með góminn.
I hádeginu fer hann út til að fá sér að
borða og sér þá að miði er festur á
hurðina: Lokað vegna jarðarfarar.
****
Það var barið að dyrum á bæ einum
og konan kom til dyra. Komumaður
sagðist gjarnan vilja fá að tala við eig-
inmann hennar. Þá svaraði konan:
“Það vildi ég nú mjög gjaman líka.
Hann fór fyrir fimm árum og hefur
ekki sézt síðan”.
Viðskiptavinurinn kom bálreiður til
bakarans og sagði: “Það var fluga í
brauðinu, sem ég keypti í gær’. Bak-
arinn anzaði hinn snúðugasti: “Og
ertu að krefjast fundarlauna eða
hvað?”
Ungur maður endaði bónorð sitt til
ungrar stúlku svo: “Eg heiti á dreng-
skap þinn”. Svarið sem hann fékk
mun hafa verið nei.
40