Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 15
miðstöðvar og fá for- eldrar eða börn heym- arlausra að sækja nám- skeiðin sér að kostnað- arlausu. Hvert nám- skeið er 21 kennslu- stund og á vormisserinu hafa verið haldin um þrjátíu námskeið af mismunandi gerðum og þyngdarstigum fyrir einstaklinga: heyrandi, heyrnarskerta, heyrn- arlausa og daufblinda og ýmsar starfsstéttir eða vinnustaði svosem fóstrur, bankamenn og verslunarfólk. Haldin hafa verið sérstök nám- skeið í “tákn með tali” fyrir sambýli og nýjasta námskeiðið er námskeið fyrir heyrnarskerta og þá sem misst hafa heyrn í að nota tákn til þess að styðja varalestur. Áhersla er lögð á símenntun táknmálskennaranna með reglulegu námskeiðahaldi bæði í kennsluaðferðum, táknmálsfræði og til þess að breiða út nýjustu strauma og stefnur í kennslu táknmáls erlendis frá. Táknmálskennaramir hafa allir fram til þessa verið heyrnarlausir og átt táknmál að móðurmáli. T ákn niálsfr æði nám í september sl. náðist stóráfangi í baráttu heymarlausra fyrir máli sínu þegar kennsla í táknmálsfræði hófst við heimspekideild Háskóla Islands í samvinnu við Samskiptamiðstöð. Námið er 60 einingar til B.A. - prófs og einnig verður boðið upp á 40 eininga hagnýtt nám í túlkun, samtals 100 einingar. Kennarar í náminu eru allir núverandi eða fyrrverandi starfs- menn Samskiptamiðstöðvar. Námið er sett upp sem tilraun og er einungis ákveðið að taka inn nemendur tvisvar það er september 1994 og september 1995. Eitt kennsluár er nú að baki og tæplega þrjátíu manns hafa lokið 30 einingum í táknmálsfræði frá Háskóla Islands. Ráðgjöf Mikilvægur þáttur í starfsemi Samskiptamiðstöðvarinnar er að styðja máluppeldi barna sem fæðast heyrnarlaus. Fæðist barn heyrnarlaust lærirþað ekki íslensku í eðlilegu sam- spili við umhverfi sitt. Islenska verður því ekki móðurmál heyrnarlausa bamsins heldur táknmál. Til þess að heyrnarlausa barnið nái fullum þroska þarf að sjá því fyrir ríku málumhverfi og málörvun á táknmáli. Máltaka heyrnarlausra barna og heyrandi barna lýtur nákvæmlega sömu lög- málum; því ríkara málumhverfi þeim mun betra mál og þeim mun sterkari einstaklingur tilfinningalega, félags- lega og vitsmunalega. Samskiptamiðstöðin veitir fjöl- skyldum heymarlausra bama ráðgjöf og stuðning varðandi máluppeldi barnsins auk táknmálsnámskeiðanna. Leikskólar hafa leitað til Samskipta- miðstöðvarinnar um ráð og leiðbein- ingar um uppbyggingu málumhverfis fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn. Einnig hefur verið leitað til okkar eftir ráðgjöf hvað varðar mál, kennslutækni og námsaðstæður frá flestum þeim skólum sem heyrnar- lausir stunda nám við. Til stöðvarinn- ar er einnig hringt frá vinnustöðum heyrnarlausra og öllum öðrum sem vilja bæta samskipti sín við þá. Túlkaþjónusta Frumforsenda fyrir þátttöku heyrnarlausra í samfélagi okkar er að þeir hafi aðgang að góðri túlkaþjón- ustu. Sérhver einstaklingur þarf að fá þörfum sínum fyrir túlkun fullnægt eftir eigin óskum þannig að túlkaþjón- ustan geri heyrnarlausum kleift að njóta réttinda sinna og takast á við skyldur sínar í samfélaginu. Til þess að þetta náist verður túlkaþjónustan að vera endurgjaldslaus þjónusta fyrir notendur, heyrnarlausa og heyrandi og auðvelt á að vera að panta túlk og fá þjón- ustuna. Engin lög eru til í landinu sem tryggja skýran rétt til túlkunar. Fram til 1. mars síðast- liðinn var það einungis á afmörkuðum sviðum svo sem í skólum, í dómskerfinu, hjá lög- reglu og inni á sjúkra- húsum sem heyrnar- lausir hafa átt vísan rétt til túlkunar en þann 1. mars veitti félagsmála- ráðuneytið til bráða- birgða tveimur millj- ónum krónatil greiðslu kostnaðar vegna tákn- málstúlkunar. I samræmi við bráða- birgðareglur sem settar voru um táknmálstúlkun jukust möguleikar heyrnarlausra. Reglur þessar eiga að gilda þar til nefnd sem fjalla á um framtíðarskipan táknmálstúlkunar hefur lokið störfum. Reglurnar taka til túlkunar vegna samskipta við opinberar stofnanir, vegna viðskipta við sjálfstætt starfandi sérfræðinga, vegna upplýsingamiðlunar og kynn- ingar á opinberri þjónustu og í undan- tekningartilvikum kostnað við túlkun ef sýnt er að það varði hagsmuni hins heyrnarlausa verulega. Túlkaþjónustan stendur fyrir sí- menntun starfsmanna þar sem unnið er að því að þróa hæfni þeirra til þess að hægt sé að sinna ólíkum aðferðum við túlkun og ná gæðum í þjónustu. Við túlkaþjónustu starfa þrír fast- ráðnir táknmálstúlkar. Auk þeirra vinna í tímavinnu átta táknmálstúlkar og þrír rittúlkar. Flestir túlkanna hafa stundaskrá í föstum verkefnum í skól- um en einnig erþjónustu þessara túlka miðlað til allrar daglegrar túlkunar fyrir heyrnarlausa og þeirra sem panta þjónustuna vegna samskipta við heyrnarlausa. Framleiðsla Á Samskiptamiðstöðinni er vísir að myndveri þar sem framleiddar eru “bækur” á táknmáli. Þessar “bækur” eru til dæmis myndbönd með þýddum barnabókum á táknmál, námsefni, menningarefni, fræðsluefni og táknmálsorðabækur um efnisflokka unnar eftir pöntun. Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.