Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 4
ekki er nægjanlegt að „hafa samráð” eða gera grein fyrir ákvörðunum þegar þær liggja fyrir. Eins og málum er nú skipað koma þrjú ráðuneyti að málefnum fatlaðra barna og unglinga, menntamála-, félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti. Það hefur því miður alltof oft komið fyrir, þegar verið er að ræða málefni fatlaðra við embættismenn og sérfræðinga að skilningur hefur ekki verið nægur á málefninu. Þörf er á að einfalda þetta fyrirkomulag og færa á færri hendur. Þetta þýðir ekki að færa eigi málefni allra inn í eitt ofvaxið skrif- finnskubákn heldur að ákveðnir málaflokkar (dæmi: blindra, heyrnarskertra, einhverfra) séu undir samhæfðri stjórn. Þar væri yfirsýnin og hin faglega þekking. Þessar stjórnir gætu síðan leitað til einstakra þjónustustofnana eða stofnað til þeirra ef þörf krefði. Kæmist slík skipan á myndi slíkt auðvelda skipulag kennsluúrræða, atvinnu- þjálfunar, atvinnu, sjálfstæðrar búsetu eða sambýla. Olafur H. Sigurjónsson Frá Tölvumiðstöð fatlaðra Tölvumiðstöð fatlaðra er aðili að tveimur samvinnuverkefn- um um tölvur og tæknibúnað fyrir fatlaða. Annað er: Tœknileg aðstoð viðfatlaða og hitt er: Tölvuþjálfun fatlaðra barna. Tæknileg aðstoð við fatlaða Niðurstöður úr könnun á tölvubúnaði fatlaðra sem gerð var á vegum Námsgagnastofnunar liggur nú fyrir. Aðragandi könn- unarinnar var sá að í september 1992 samþykkti Styringsgruppen for Nordisk skolesamarbejde að efna til samnorræns verkefnis á sviði sérkennslu. Verkefnið tekur til fimm ára og lýkurþví 1997. Náms- gagnastofnun á aðild að norræna starfshópnum sem fjallar um tæknilega aðstoð við fatlaða (spesialpedagogisk teknologi). Samráðshópur um verkefnið: Tæknileg aðstoð við fatlaða var skipaður haustið 1993 . I honum sitja Sylvía Guðmundsdóttir rit- stjóri hjá Námsgagnastofnun, sem einnig á sæti í norræna starfs- hópnum, Sveinn Kjartansson hjá Námsgagnastofnun, Sigrún Jóhannsdóttir forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra og Björk Pálsdóttir forstöðumaður Hjálpar- tækjamiðstöðvar TR. Samráðs- hópurinn taldi nauðsynlegt að safna upplýsingum um tölvubúnað fyrir fatlaða hér á landi. Spurningalisti var sendur til ýmissa aðila er sinna sérkennslu og fötluðum. Niðurstöð- urnar liggja nú fyrir og er fyrir- Sigrún Jóhannsdóttir hugað að birta þær í litlum bækl- ingi. Stutt samantekt á niðurstöð- um könnunarinnar (úr greinar- gerð um könnun á tölvubúnaði fyrir fatlaða): í könnuninni kemur fram að tölvur eru til í langflestum skólum og stofnunum sem sinna fötluðum og eru PC-tölvur algengastar. Sérbúnaður sem auðveldar fötl- uðum að nota tölvu er af skornum skammti svo og sérþekking varð- andi notkun slfks búnaðar. Fjöldi forrita er notaður og er tölvan mest notuð til markvissrar þjálfunar og náms. Könnunin gefur til kynna að brýn þörf sé fyrir aðgang að mun meiri upplýsingum og aðstoð við notkun tölva. Tilraunaverkefnið - Tölvuþjálfun fatlaðra barna A seinasta ári stóðu Salvör Gissurardóttir lektor við Kenn- araháskólann og Sigrún Jóhanns- dóttir forstöðumaður Tölvumið- stöðvar fatlaðra saman að tilrauna- verkefninu: Tölvuþjálfun fatlaðra barna í almennum grunnskólum og leikskóla. Verkefnið var styrkt af sjóði félagsmálaráðuneytisins til at- vinnumála kvenna. Styrkurinn var til að greiða laun fimm kvenna sem unnu að þessu verkefni. Meginmarkmiðið var að kanna notagildi tölvu sem tæki til þjálf- unar og til frístunda. Einnig að kynna kennurum, foreldrum og starfsfólki möguleika tölvunnar. Þrír skólar, einn leikskóli og þrjú heimili voru þátttakendur í verkefninu og var verkefnið unnið í náinni samvinnu við þá. Hver kona hafði einn skóla eða leikskóla og allar nema ein fóru inn á heimili fatlaðs barns. Skólamir sem tóku þátt í verkefninu voru : Breiðagerðisskóli, Hlíðaskóli, Æfingaskóli KHI og leikskólinn Ösp. Konurnar hafa allar menntun og reynslu sem nýttist vel í verk- efnin. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel og liggur nú fyrir mikið magn af upplýsingum um viðfangsefnið. Þessar upplýsingar er verið að taka saman og er áætlað að birta þær í bæklingi sem við teljum gagnlegan fyrir foreldra, kennara og aðra sem starfa að málefnum fatlaðra. Sigrún Jóhannsdóttir forstöðumaður. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.