Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 27
Frá sögustund í Dagvist Sjálfsbjargar.
væri opnuð heimild til
rekstrar af fé Fram-
kvæmdasjóðs, en skv. skýr-
ingum einskorðað við út-
skriftir af Kópavogshæli og
framkvæmt í samræmi við
það. Einhver mun ugg-
laust spyrja, hvers vegna
við sem erum fulltrúar
hagsmunasamtakanna í
nefndinni látum bjóða
okkur slíkt ofríki, en því er
einfaldlega til að svara, að
ráðuneyti félagsmála er yfir
okkur sett, við erum í nefnd
á vegum þess ráðuneytis og
hljótum að hlíta því sem þar
er ákveðið.
Og hvað sem því líður
að hart þyki undir að búa
er hitt þó mín vissa, að ólíkt
verra væri að hafa engin
áhrif, því það hefur reynsl-
an sannað að þau áhrif sem
fulltrúar hagsmunasamtaka
hafa haft inni í Stjórnar-
nefnd hafa oft verið afar
dýrmæt. Jafnóþarft er að
láta bera sig sökum, sem er
ákvörðun annars æðri aðila.
Það eitt skal þó í lokin sagt,
að vonandi berum við gæfu
til að halda svo fram í þess-
um málum, að við í Stjórn-
arnefnd getum samhliða
fjárveitingavaldinu gengið
við alla ákvarðanatöku, þar
sem við megum jafnrétthá
að ákvörðunum um ný
verkefni koma.
Undarlega áleitin verða
orð skáldsins manni
oft: „Aðgát skal höfð í
nærveru sálar”. Margir
fatlaðir hafa átt við mig þau
orð sem í beinu samhengi
við þessa aðvörun hafa
verið. Þó margt hafi til
batnaðar breytzt varðandi
viðhorf til fatlaðra er enn
margt sem öðru vísi skyldi
vera. Maður kom til mín á
dögunum og sagði mér
sögu úr fjölskylduboði -
raunar allútvíkkuðu.
Þangað fór hann með
þroskaheftan son sinn, sem
raunar er ekki meira
þroskaheftur en það, að í
ýmsu veit hann miklu betur
viti sínu en meðalmaður
almennt gerir. Hins vegar
sagði faðirinn að alltof
margir hefðu talað við hann
eða réttara sagt framhjá
honum eins og hann væri
mállaus og spurt sig um
einföldustu hluti varðandi
soninn, sem hann var meira
en fullfær um að svara.
Ekkert dugði, enda örðugt
um vik að vekja hér athygli
á eins og menn skilja. Allt
í einu fór ungur frændi hans
sem þekkti hinn þroska-
hefta vel að ræða við hann
um íþróttir og úrslit leikja
sem sá kunni upp á sína tíu
fingur. Þá fór að fara um
suma, sagði faðirinn og ein
frænkan kallaði hann á ein-
tal og spurði í einlægni að
því, hvort hinn þroskahefti
skildi þá ekki, þegar verið
væri að tala yfir hann og
framhjá honum. Og segir
ekki af svörum föðurins.
Nýlega kom til mín ung-
ur maður fulllærðurí
ágætri iðn og vel verkfær
um leið. Hann hafði sótt
um starf, enda til þess
ágætlega hæfur, en var
hafnað s.s. fjöldamörgum
öðrum. Um það fékk hann
bréf, enda hafði hann verið
einn þeirra er komu í viðtal
til forstjóra fyrirtækisins.
Hann vissi hve margir
höfðu sótt, þ.a.l. brá honum
ekkert við synjunina, en
aðeins við það hverju þar
var við bætt hjá honum
umfram aðra umsækjend-
ur. En þarstóð: “Störf þessi
hjá fyrirtækinu eru mjög
fjölbreytt og oft unnin í
samvinnu tveggja eða fleiri,
þannig að heyrandi um-
sækjendur eiga augljóst
forskot fram yfir þig. En
þú hefur marga aðra kosti
sem gagnast munu þér í
umsókn um aðra vinnu”.
Svo mörg voru þau orð og
vel meint utan efa. Hins
vegar var ungi maðurinn
miður sín yfir því að vera
afgreiddur öðru vísi en aðr-
ir umsækjendur og um leið
sárnaði honum mjög að
vera minntur svo óþyrmi-
lega á hömlun, sem hingað
til hefur þó ekki tiltakan-
lega háð honum í námi eða
starfi. Og ég var honum
afar sammála.
Og þriðja dæmið fékk
ég á kosningadaginn síð-
asta, 8.apríl. Þar var ég að
hjálpa fötluðum manni til
að komast á kjörstað sinn,
ónafngreindan, ekki þó í
Hátúni 12. Ég fór með
hann alla leið inn að borði,
því handleggjastyrkur er
lítill og hann fór í gamla
stólnum sínum. Þetta er
mikill skýrleiksmaður og
mér þykir hann bera það
með sér. Undrun mín var
yfirþyrmandi er unga kon-
an brosti sínu breiðasta og
spurði mig: “Er hann með
skilríki?”. Ætli þessi dæmi
dugi ekki að sinni. En ég
spyr mig stundum að því
hver sé fatlaður.
Kjaramál öryrkja eru
ævinlega brýn í
brennidepli. Þar skipta
tryggingabætur eðlilega
mestu. Öryrkjabandalag
íslands hefur lagt á það
mikla áherzlu að viðhalda
lagaákvæði um beina teng-
ingu bóta við kjarasamn-
inga verkafólks á hverjum
tíma í stað ákvarðana að
duttlungum stjórnvalda.
Þessi tenging hefur ver-
ið óumdeild í túlkun og
framkvæmd þegar um pró-
sentuhækkanir launa hefur
verið að ræða, en öðru máli
gegnir nú þegar krónutölu-
hækkun gildir og það m.a.s.
tvískipt eins og menn
þekkja -almenn krónutölu-
hækkun og svo sérstök lág-
launauppbót.
Miðað við hinn lága
tekjugrunn öryrkja ætti
þessi krónutöluhækkun að
skila sér til fulls en því er
nú ekki aldeilis að heilsa.
Þar kemur til sú viðmiðun
lagaákvæðis að “vikukaup
verkafólks” að meðtöldum
bónus og miðað við með-
altal í þokkabót skuli gilda.
Og með þessari viðmiðun
fæst prósentan 4,8 í stað
þeirra 7.4% sem t.d. sá lág-
launahópur fengi hjá ríkinu
með sama tekjustigi.
Þetta átti jafnvel að vera
4,3% skv. hinum bein-
hörðu undarlegu útreikn-
ingum en þökk sé þeim
ASÍ-mönnum þó fyrir hálfa
prósentið.
En hitt er alvarlegt um-
hugsunarefni, þegar lág-
launahópum hjá ríkinu eru
greiddar refjalaust 3700 kr,
en tryggingaþegar á sama
tekjustigi fá ekki nema um
2400 kr.
Hér þarf vissulega við
að bregðast með réttum
hætti og það hefur Öryrkja-
bandalagið þegar gert, en
um leið þarf að vernda
ákvæðið um tengslin við
breytingar launataxta. Að-
eins verður að sjá svo til að
það ákvæði verði virt í einu
og öllu á þann veg að réttur
tryggingaþega sé alltaf sá
sami og launafólks með
sama tekjustig. H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
27