Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 23
KYNNING
Eins og lesendur Fréttabréfsins
hafa fengið að kynnast höfum
við leitast við að kynna í blaðinu þá
framkvæmdastjóra félaga okkar sem
þar eru að hefja
störf. Nú er röðin
komin að Berg-
rúnu Gunnars-
dóttur sem er ný-
ráðin fram-
kvæmdastjóri
LAUF - Lands-
samtaka áhuga-
fólks um floga-
veiki. Hún var
fyrst spurð um
menntun og störf:
*
g heiti Berg-
rún Helga
Gunnarsdóttir,
fædd í Reykjavík
2. desember 1959 og ólst upp í
Hlíðunum. Eg varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1979.
Þaðan lá leiðin í Háskóla Islands, þar
sem ég útskrifaðist sem hjúkrunar-
fræðingur vorið 1985.1 febrúar síð-
astliðnum lauk ég námi í viðskipta-
og rekstrarfræði frá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Islands.
Eg hef starfað víða. A árunum 1979-
1981 starfaði ég sem veðurathug-
unarmaður á Hveravöllum. Eftir að
námi lauk starfaði ég sumarið 1985
á Geðdeild Landspítalans, deild 33-
C. Síðan fluttist ég til Danmerkur og
bjó í Álaborg á árunum 1985-1989.
Þar starfaði ég sem aðstoðardeildar-
stjóri á hjúkrunarheimilinu Svede-
gárden, Álborg Öst, til áramóta 1987.
Þá réðst ég til starfa sem hjúkrunar-
fræðingur á Slysadeild Borgarspítal-
ans, þar til ég hóf störf nú um ára-
mótin sem framkvæmdastjóri hjá
LAUF, Landssamtökum áhugafólks
um flogaveiki.
Þá spyrjum við hversu henni falli
starfið, hvað þar sé efst á baugi og
hver hennar framtíðarsýn sé:
Mér líst mjög vel á starfið og
hlakka til að starfa með því
duglega metnaðarfulla og áhugasama
fólki sem hér er. Ég hef mikið lært
um málefni flogaveikra síðan ég tók
til starfa. Það sem mér hefur komið
mest á óvart eru þessir gífurlegu
fordómar sem
finnast í þjóðfé-
laginu í garð floga-
veikra. Þetta hefur
leitt til þess að fólk
með flogaveiki vill
ekki láta vita um
sinn sjúkdóm og
hefur jafnvel lent í
sjálfsafneitun með
skelfilegum afleið-
ingum. Því hlýtur
höfuðmarkmiðið
að vera að stórefla
alla fræðslu um
flogaveiki til al-
mennings, fag-
fólks og ekki síst
flogaveiks fólks. Forvarnarstarf
verður því mitt meginviðfangsefni á
næstunni fyrir utan hið daglega
amstur sem fylgir rekstri af þessu
tagi. Framtíðarsýnin er að koma á fót
miðstöð, einskonar opnu húsi, þar
sem flogaveikt fólk getur komið og
dvalið á daginn eða hluta úr degi. Það
þarf að efla ungmennastarf félagsins
t.d. með stofnun ungliðadeildar.
Einnig þarf að hlúa betur að starfsemi
sjálfshjálparhópa innan félagsins. Nú
þegar er starfandi öflugt foreldrafélag
og hópur ungra flogaveikra kvenna.
Fleiri hópar eru í bígerð. Til að geta
sinnt þessum brýnu verkefnum
þurfum við að komast í annað
húsnæði. Hjá okkur er mjög slæmt
aðgengi fyrir fatlaða og kemst því
hluti félagsmanna okkar alls ekki til
okkar. Engin aðstaða er til félags-
starfsemi af þessu tagi. Við höfum
fundið húsnæði sem hentar okkur og
fyrirhugaðri starfsemi og við
hyggjumst flytja síðla sumars. Mín
framtíðarsýn er sú að öll sambærileg
líknarfélög taki upp aukna samvinnu
sem m.a. leiði til hagræðingar í
rekstri og þar með aukins styrks. Við
hjá LAUF lítum framtíðina björtum
augum og hlökkum til að takast á við
skemmtileg og ánægjuleg verkefni.
B.H.G.
HLERAÐ
í HORNUM
Hún: “Hversu heitt elskarðu mig?”
Hann: “Eins mikið og þú elskar mig”.
Hún: “Er það nú allt og sumt”.
****
Ritstjóri var að fara með þennan
brandara fyrir nokkrar samstarfskonur
sínar og rétt í því að hann segir sæmi-
lega leikrænt: “Hversu heitt elskarðu
mig?”, kemur sú valinkunna kona
Guðríður þar að og spyr ritstjóra beint:
“Við hverja þeirra ertu að tala?”
****
Bóndasonur einn lagði hug á jafnöldru
sína, er Helga hét, en hann var afar
óframfærinn og þorði ekki að stynja
upp bónorðinu. Hann sá sér hins
vegar leik á borði við kirkju einn
sunnudaginn þar sem Helga stóð
afsíðis með tveim stöllum sínum,
gekk yfir til þeirra og sagði hátt en þó
eins og við sjálfan sig: “Ég vildi óska
að ég fengi ykkur fyrir konu, nema
Gunnu og Guddu”. Þá sagði Helga
feimnislega og frekar lágt: “Ég segi
já”.
****
Hjón nokkur höfðu bæði verið í
hjónabandi áður og áttu börn, sem þau
fluttu með sér í búið bæði tvö og síðan
eignuðust þau börn saman.Sagan
segir, að einhverju sinni hefði konan
komið heim og þá verið óvenju mikil
læti í börnunum og hún spurt mann
sinn hvað gengi eiginlega á. Þá svar-
aði hann: “Ormarnir þínir og krakk-
arnir mínir voru að kvelja börnin
okkar”.
****
Brezkur sendiherra var á sínum tíma
að spyrja Mao formann nokkurra
almennra spurninga eftir að hafa
fengið sjaldgæft viðtal við þennan
leiðtoga Kínverja. “Hvað heldurðu að
hefði nú gerzt, ef Krústsjoff hefði
verið myrtur í stað Kennedys?”. Mao
formaður hugsaði sig um en svaraði
síðan: “Ég býst ekki við að herra
Onassis hefði kvænzt ekkju Krústsj-
offs”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
23