Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 42
Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri: Bréf frá blindri konu Bergvatnsá sem nefnist Húseyjar- kvísl rennur vestan landareignar sem foreldrar mínir áttu í Skagafirði. Lærdómsríkt þótti mér löngum áður fyrr að sitja í grennd við kvíslina, þó allra helst á sólvermdum sumardög- um. Mér fannst oft að niðurinn frá sístreymandi ánni væri að tala við mig - segja mér að hann væri í ætt við hjól tímans, sem rynni áfrarn hratt og óstöðvandi. Mér finnst nú að Húseyjarkvísl hafi líkst sveiflu- kenndri skapgerð. Hún gat breyst frá rólegheitum yfir í hið gagnstæða á örstuttri stundu. Þá vetri hallaði og veður hlýnaði vaknaði hún oft upp með andfælum af værum blundi. Með drunum og dynkjum þeytti hún þá frá sér vetrarfjötrum. Stórir ísjakar þeytt- ust þá furðulangt á land upp. Hefði mig ekki langað til að verða fyrir þeinr sendingum. Þegar áin reyndist svo hamrömm í hreyfingum sem hér er lýst þá ýfðist oft upp fremsti jarðvegur á svonefndri Kirkjuvaðseyri. Þá komu þar í ljós óteljandi smásteinar sem mér þótti gaman að eignast. Ég hafði gaman af að virða þessa steina fyrir mér. Þeir voru marglitir og með margs konar flötum. Nú eru þessir steinar, og öll önnur bemskuleikföng mín sem mér þótti vænt um, fyrir löngu glataðir. Ég er þakklát mæturn steina- safnara er sendi mér löngu síðar marga merkta smásteina sem kenndu mér að þekkja bergtegundir. Þeir eru nú í góðri geymd hjá einurn frænda mínum. Ég er úr hópi aldraðra íslend- inga nútímans. Við leikum okkur ekki nú á sama hátt og börn fortíðar. Oft hefi ég margar næðisstundir bæði nætur og daga. Þá geri ég mér það til dundurs að virða fyrir mér orð og málefni með margháttuðum flötum. Þetta eru nú uppáhaldsleikföng mín á efri ámm. Ég var hér á undan að minn- ast lítið eitt á tímann. Tíminn gengur áfram sína ákveðnu braut sem við menn erum ekki færir um að breyta. Mér finnst að tíminn sé ein af náðar- gjöfum okkur til handa. Tími manns- ævi er myndaður úr óteljandi augna- blikum - ekki síst þeirra sem aldraðir Ingibjörg Jóhannsdóttir eru. Frá löngum lífsferli eru mér mörg augnablik mjög minnisstæð. s Eg hef tvisvar á ævinni verið stödd á stórum sveitaheimilum á dimmu haustkvöldi. Það var verið að vinna að raflögnum í húsum þessum. Allt í einu kviknuðu ljós á öllum perum sem búið var að setja í húsin. Mér fannst það minnisstætt og ógleymanlegt augnablik þegar haustmyrkrið breyttist allt í einu í bjart og skínandi ljós. Stórkostleg breyting verður í mannssál þegar hún finnur að hún er tengd við orkustöð lífsins. Þá eignast hún bjart og vernrandi ljós sem verður henni mikils virði ævi- langt. Hún eignast þá kjarkinn og bjartsýnina svo henni finnast flestir vegir færir. Hún eignast vissuna um að ekkert mannlegt vald geti grandað henni. Veit að andleg hönd hjálpar henni öllum höndum æðri. Aftur leita ég til liðinna stunda. Það voru ógleymanleg augnablik þegar áhrif frá útvarpi bárust fyrst inn á íslensk sveitaheimili. Nokkrir sveitabæir í Skagafirði eignuðust öðrum fyrri þessi töfratæki. Oft var gestkvæmt á þessurn fyrmefndu bæjum. Nágrannar komu í heimsókn til þess að heyra útvarpsmessur frá Reykjavík. Útvarp- ið færði byggðum landsins fróðleik og gleði sem var mikils metin. Þakka ég mörgum ágætum útvarpsmönnum gjafir þeirra mér til handa. Okkur sveitafólki fannst áður fyrr þegar við heyrðum í útvarpi lfkt og góðir heim- ilisvinir væru að koma til okkar. Ég þakka fallegar og skýrar raddir margra útvarpsmanna. Mér finnst að margir viðmælendur útvarpsmanna nútímans séu ekki nægilega skýrmæltir og tali með of miklurn hraða. En þetta er nú að líkindum mesta dugnaðar- og sómafólk eins og hann séra Sigvaldi komst að orði í Manni og konu. En það vinnur líklega með hraða öll sín störf rétt eins og það eigi lífið að leysa. Ég held að það þurfi að æfa meira framsögukennslu í skólum lands okkar en gjört er. A undan málfræði- stagli þarf að kenna börnum að tala skýrt og greinilega. Mér finnst það lítið lystaukandi fyrir mig að vera í þessum gamla bæ byrjaði Ingibjörg skóla á Löngumýri 1944. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.