Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 44
Margrét Guðmundsdóttir: Gimsteinar Heimurinn minn var svo undarlega samansettur af skelfingu, hryllingi, fegurð og frelsi. í einni hendingu sviptist ég á milli veggja í barsmíðum var kramin milli stórra handa traustinu rúin. Á andartaki komin í fjöruna fögru þar sem aldan lék sér við fætur mína, himinninn rann saman við hafið fuglarnir tóku sál mína og flugu með hana hátt upp í loftið. Þá sá ég allt í annarri vídd. Hversu fátækt var fólkið af hlýju og kærleik það barðist við óttann og ósýnileg tröll. Þau gleymdu að við fætur þess lágu gimsteinar sem glitruðu, barnið sem engu illu trúir barnið sem vartraustinu rúið. Svo tíndi ég sóleyjar, baldursbrár og fífla, skreytti í kringum mig bjó til fallegan heim því ég trúði að senn mundi birta og sólin á gimsteinana glitra. MG. Guðný Svava: Minning um draum í ísgrænu vatni draums míns hverfast langanir mínar í hringiðu hins hverfula straums. Um hafbláa nótt undir háhvelfdum himni hvarflar einmana hugsun á vængjum innsæis gegnum eilífð. í fölgulum garði hjarta míns gróa bleik blóm minninganna. Sorg Drjúpa tár eilífðar af augum. Falla stjörnur óminnis af himni. Ríkir svartnætti eitt og alvalda. Guðný Svava. Höfundur er myndlistarmaður. Þessi ljóð eru fengin úr Fréttaþjálfanum, nemendablaði Starfsþjálfunar. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.