Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Blaðsíða 34
Viðtalið: Svipmynd af samferðamanni Guðmundur Magnússon í viðtali við Margréti Guðmundsdóttur. Við Sléttuveg 3 í Reykjavík stend- urhús S.E.M., Samtaka endur- hæfðra mænuskaðaðra. Húsið er byggt fyrir fólk í hjólastólum. Þar á fyrstu hæð býr Guðmundur Magnús- son, leikari sem í blóma lífsins varð fyrir slysi í París og lamaðist fyrir neðan mitti. Guðmundur býr ekki einn í íbúð sinni því hann á fádæma vina- legan hund, sem heitir Bubbi. Guð- mundur er fæddur í Reykjavík 6. júlí 1947, móðir hans er Húnvetningur en faðir er Reykvíkingur. Hann er elstur þriggja bræðra. Fyrstu æviárin bjó fjölskyldan á Norðfirði og Guð- mundur er ekki frá því að þar hafi hann fengið fyrsta rauða blóðið í æðarnar. Bernsku- og unglingsárin liðu við leik og störf svona eins og hjá okkur flestum og fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur. Að landsprófi loknu fór Guðmundur í Menntaskól- ann í Reykjavík, en fann sig þar ekki og hætti. s Arið 1965 ákvað hann að fara í Leiklistarskóla ríkisins að hluta til af áhuga og eins til að finna út hvað það var sem hann vildi, hann vildi verða leikari og ekkert annað. Eða eins og hann segir sjálfur “Ég varð alveg heillaður af leiklistinni - leiklistin er lífsstíll”. Og við þennan lífsstfl kunni Guðmundur. Ég spurði Guðmund hvað það væri við leiklistina sem hann hefði fallið fyrir?: "Þú ert að glíma við hlutverk sem stundum eiga ekkert skylt við sjálfan þig, en stundum svo lík að erfitt er að greina á milli. Leiklistin er í raun stöðug áskorun og maður verður að þora að setja sig í spor sögupersón- unnar hver sem hún er. Til þess að það takist verður viðkomandi að hafa góða blöndu af vinnusemi, æðruleysi og pínulitlu kæruleysi”. Og ég held að mér sé alveg óhætt að fullyrða að Guðmundur hefur góða blöndu af þessu. Árið 1968 útskrifaðist Guð- mundur úr Leiklistarskóla ríkisins og fór að starfa hjá Leikfélagi Reykja- víkur, vann einnig töluvert fyrir útvarpið og var í þrjú ár hjá Þjóð- Guðmundur Magnússon leikhúsinu. Tuttugu og eins árs var Guðmundur kvæntur og tveggja barna faðir. Hann var kvæntur Helgu Step- hensen, leikkonu. Þau slitu samvistum en áttu saman tvo syni, Þorstein og Magnús. að togaðist alltaf á í Guðmundi að læra meira. Hann sagðimér að einn af þeim “komplexum” sem hefðu hrjáð hann um dagana hefði verið “menntunarkomplex”. Við því var ekki nema eitt að gera. Drífa sig til útlanda og læra. Frakkland varð fyrir valinu og haustið 1975 pakkaði Guðmundur niður og hélt til Parísar. Þar settist hann í háskóla og fór að læra kvikmynda- og sjónvarpsfræði. En það fór fyrir Guðmundi eins og mörgum námsmanninum, buddan tæmdist og ekki annað að gera en að fara heim, reyna að komast á sjóinn og hala inn smá aura svo hægt væri að halda náminu áfram, en Guð- mundur hafði oft áður verið til sjós á sumrin. Hann gerði líka meira en að vera á sjónum. Þetta sumar fór hann upp á Akranes og leikstýrði þar verk- inu Puntila og Matti með Skagaleik- flokknum. Seinna, eftir slysið, sýndi svo flokkurinn verkið í Þjóðleikhús- inu einu sinni, til styrktar Guðmundi. Allir sem að þeirri sýningu stóðu gáfu vinnu sína, og þar fékk Guðmundur bróðurpartinn fyrir bflnum sem hann eignaðist. Um haustið voru komnir svolitlir peningar í budduna svo Guð- mundur hélt aftur til Parísar til að taka upp þráðinn við námið, en þá tóku hlutirnir aðra stefnu. Á þessum tíma var Guðmundur á fullri siglingu í lífinu og efaðist ekki um að geta tekið hverri þeirri áskorun sem lögð yrði fyrir hann. Og draumurinn um að komast í kvikmyndastjórnun, sem hafði þrengt sér æ meir og meir inn í hugann, var nú orðin að skýru og ákveðnu markmiði til að keppa að. Guðmundur segir svo frá: “ 6. Með Steindóri Hjörleifs eftir frumsýningu Á furðuslóðum. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.