Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 11
Ný-ung, ungliðahreyfing
Sjálfsbjargar, alltaf á ferðinni
ann 16. október 1993 komu
æskulýðsnefndir Sjálfsbjargar í
Reykjavík og Sjálfsbjargar, landsam-
bands fatlaðra saman í fyrsta skipti.
A þeim fundi kom fram sameiginleg-
ur áhugi á því að rífa upp starfsemina
hjá ungu fólki á aldrinum 16-35 ára
og þess vegna byrjaði samstarf nefnd-
anna.
Ekki var ráðist á garðinn þar sem
hann var lægstur, heldur töluvert ofar
og var fyrsta verkefni vort stórdans-
leikur, nefndur Vor-gleði og var hann
haldinn íHlégarði, Mosfellsbæ 9.apríl
1994. Þar voru ráðnir landsfrægir
skemmtikraftar, má þar nefna Radíus,
Raddbandið og hina útvarpsþekktu
hljómsveit, Sniglabandið. Aðsókn var
þokkaleg, og stemningin var hreint út
sagt frábær og allir höguðu sér vel
(annað var ekki hægt, því að Andrés
Guðmundsson “kraftakall” var dyra-
vörður!). Til þess að auglýsa þennan
atburð, sem mest, þá tókum við á það
ráð að hringja í alla félaga okkar og
koma fram á útvarpsstöðvum.
Næsta verkefni okkar var
svokallaður “Átaksdagur”, sem var
haldinn fyrir utan umhverfisráðu-
neytið þann 10. júní 1994. Ástæðan:
Lélegt aðgengi á fyrrnefndum stað,
eða eins og Jóhann Pétur Sveinsson
heitinn komst að orði í ræðu sinni fyrir
utan ráðuneytið: “Nú viljum við fara
að sjá eitthvað raunhæft gerast í breyt-
ingum á óaðgengilegu húsnæði sem
ætlað er öllum þegnum þessa lands!”.
Þarna afhentum við “Sjálfsbjargar-
ádrepuna” svokölluðu. Hér var um
að ræða grjót, með táknmynd af tröpp-
um og hjóli úr silfri. Svanur Ingv-
arsson “Ólympíukappi” sýndi þar
mikið hugrekki, skreið upp tröppurnar
og afhenti ádrepuna. Á svipuðum
tíma var Suðurbæjarlauginni í Hafnar-
firði veitt viðurkenning fyrir gott
aðgengi.
s
Asambandsstjórnarfundi sem
haldinn var 10.-12. júní sama ár
fengum við afhentan lykil að
vinnuaðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu og
tókum upp nafnið “Ný-ung, ungliða-
hreyfing Sjálfsbjargar”.
Vinnuaðstaðan var okkur mjög
mikilvæg, vegna þess að þá þurftum
við ekki að “nöldra” í skrifstofu-
fólkinu ef við þurftum að hringja í
félaga okkar eða reka önnur erindi.
Þar á eftir héldum við ræðunám-
skeið í samvinnu við Iþróttasamband
fatlaðra og í lokin héldum við auð-
vitað ræðukeppni. Umræðuefnið var
það, hvort það ætti að taka örorku-
bætur af öryrkjum yngri en 30 ára.
Umræður urðu auðvitað mjög heitar
og voru það hinir róttæku skerð-
ingarhönnuðir sem unnu sigur á hin-
um göfugu málsvörum réttlátra bóta.
Eftir að hafa opnað jólapakkana í
jólafríinu, fórum við að vinna að því
að afhenda Þránd í götu nr. 2. Við
ákváðum að leita að “fórnarlambi”
fyrir utan borgarmörkin. Ekki var
lengra haldið en til Hafnarfjarðar. Þar
fundum við fjóra opinbera staði:
bæjarskrifstofurnar, félagsmálastofn-
un, félagsmiðstöðina og húsnæði
íþrótta- og tómstundaráðs sem voru
(og eru enn) óaðgengilegir. Við
bjuggumst við miklum átökum svo að
ekki þurfti minna til en sterkustu konu
íslands, Sigrúnu Hreiðarsdóttur, og
raddsterkan aðila, söngvarann KK.
Einnig var veitt viðurkenning fyrir
gott aðgengi í verslunarmiðstöðinni
Miðbæ.
Ekki tókum við okkur sumarfrí
lengi heldur fórum í smávegis
Ijáröflun og tókum að okkur 17. júní
tjald í miðbæ Reykjavíkur.
Sex dögum síðar (eftir að við skil-
uðum tjaldinu) héldum við fræðandi,
spennandi og rómantískt, erótískt
kvöld í gömlu dagvistinni (The typi-
cal old daycare). Aðsókn var góð, og
í skoðanakönnun sem við höfðum,
kom fram að allir vildu endurtaka
kvöldið??
Að lokum má geta þess að Kolbrún
D. Kristjánsdóttir er fulltrúi okkar í
DNHFU, sem útleggst á íslensku:
Æskulýðsdeild Bandalags fatlaðra á
Norðurlöndum. Haldnir eru tveir
fundir á ári og skipst á skoðunum,
hugmyndum og mörgu fleiru. Og
Anna G. Sigurðardóttir er fulltrúi
okkar í Æskulýðsráði ríkisins.
Ungi nr. 69, “Morgan”, Elvis, ungi nr.
66, Keflavíkurunginn, Laununginn og
fyrrverandi félagsmálaunginn.
Fyrir þeirra hönd og annarra
vandamanna
Árni Salómonsson.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11