Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 22
Frá Bréfaskólanum
Aðalfundur Bréfaskólans var
haldinn 28.júní sl. en eins og
lesendum ætti að vera kunnugt þá er
skólinn sjálfseignarstofnun.
Eftirtalin samtök eiga aðild að
Bréfaskólanum: Bandalag starfs-
manna rfkis og bæja, Bændasamtök
Islands, Farmanna- og fiskimanna-
samband Islands, Kvenfélagasam-
band Islands, Menningar- og
fræðslusamband alþýðu, Ungmenna-
félag Islands og Öryrkjabandalag
íslands.
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga sem stofnaði og starfrækti Bréfa-
skólann í áratugi er nú hætt aðild að
Bréfaskólanum.
Aðalfundurinn hófst á ávarpi
Guðnýjar Helgadóttur deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu, sem árnaði
starfseminni allra heilla. Guðný kvað
hlutverk Bréfaskólans vera afar
mikilvægt fyrir þá sem nýta vildu og
ættu þennan kost vænstan til að afla
sér viðbótarmenntunar. Hún minnti
á hina öru þróun tækninnar, sem ekki
sízt kæmi til góða öllu því sem snerti
fjarkennslu.
Stjórnarformaður Bréfaskólans,
Hörður S. Óskarsson, flutti skýrslu
stjómar.
Meginviðfangsefni hennar hefði verið
að ráða nýjan skólastjóra í stað
Guðrúnar Friðgeirsdóttur sem lengi
hafði gegnt störfum af stakri prýði.
Guðríður Adda Ragnarsdóttir hefði
einróma verið valin úr hópi ellefu
umsækjenda og vissa manna
væri sú að vel hefði til tekizt um valið.
Hörður vék að styrk hins opinbera,
sem vafi hefði um tíma leikið á að
fengist, en úr því hefði blessunarlega
rætzt. Hann kvað skólanum þá nauð-
syn bráðbrýnasta að hafa afl til að
fylgja þróun og kalli tímans hverju
sinni, en til þess þyrfti vissulega meira
fjármagn en skólinn hefði yfir að ráða.
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
skólastjóri flutti hugvekju þarfa
um leið og hún lagði fram ýmsar
helztu upplýsingar um starfsemi skól-
ans á liðnu ári.
Þar kemur m.a. fram að Bréfa-
skólinn hefur verið tengdur hinu
alþjóðlega tölvuneti Intemet í gegnum
Islenzka menntanetið um eins árs
skeið.
Sjálfsnámsefni er boðið upp á í 17
tungumálum frá dönsku og ensku yfir
í arabisku og hebresku.
Nýtt námsefni er í vélfræði-
fimmta og síðasta bréf og viðbótarbréf
í bókfærslu.
Kennslugreinar eru alls 25 talsins.
Sl. vor voru 416 nemendur skráðir í
námi við Bréfaskólann þar af 362 í
virku námi.
Ritstjóri bað skólastjóra þess að
mega birta hugleiðingu þá sem hér er
vísað til að framan og gaf hún til þess
góðfúslegt leyfi og verður hún birt
síðar.
Gjaldkeri stjórnar, Ólafur H. Sig-
urjónsson, útskýrði og fór glögglega
yfir reikninga síðasta árs svo og
uppgjör fjögurra mánaða á árinu
1995, en sú samþykkt var nú gerð að
reikningsár skólans verður frá 1 .apríl
til og með 31 .mars ár hvert.
I reikningum kom ljóslega fram,
að til þess að skólinn geti fylgt fram-
þróun eftir með eðlilegum og virkum
hætti þarf að treysta og bæta fjár-
hagsgrundvöll skólans.
Ný skipulagsskrá fyrir Bréfaskól-
ann var einróma samþykkt. Þar er
skipulagsskráin samræmd daglegum
veruleika í rekstri og tekið á ýmsu sem
nauðsynlegt er að taka til áréttingar
því að Bréfaskólinn er sjálfseignar-
stofnun, þar sem aðildarfélögin eru
opinberir stuðningsaðilar en eiga hann
ekki eða tiltekinn hlut í honum.
I lokin var svo tilkynnt um tilnefn-
ingar í stjórn og fulltrúaráð næsta
starfsárs, þar sem fulltrúi í stjórn er
af hálfu ÖBÍ Ólafur H.Sigurjónsson
og til vara Guðrún Hannesdóttir.
I fulltrúaráði eru Ólafur H.,
Guðrún og Asgerður Ingimarsdóttir.
Ritstjóri beinir því eindregið til
þeirra lesenda sem hyggja á frekara
nám eða vilja afla sér viðbótarþekk-
ingar á ýmsan veg að kynna sér
rækilega þá kosti mikillar fjölbreytni
í námsframboði sem skólinn stendur
fyrir.
Sími Bréfaskólans er 562-9750 og
heimilisfangið er Hlemmi 5 Hlemm-
torgi, 105 Reykjavík.
Eftirmáli: Þegar þetta blað var á
lokastigi bárust þau tíðindi að tvenn
aðildarsamtök Bréfaskólans hefðu
hætt aðild sinni að skólanum þ.e.:
Farmanna- og fiskimannasamband
Islands og Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu.
Þetta eru alvarlegar fréttir, en von
ritstjóra er sú að þeir aðilar sem eftir
standa sjái málefnum Bréfaskólans
borgið.
H.S.
Máske nýta þau Bréfaskólann eða hafa nýtt. Vestlendingar vonglaðir vel.
22