Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 23
Fréttir í fáum orðum Eins og seinna mun koma fram hér hafa Landssamtök áhugafólks um flogaveiki - LAUF - nýlega leigt sér húsnæði undir starfsemi sína og hyggja gott til. Húsnæðið er að Laugavegi 26, þar sem Félag heymarlausra hefur aðsetur sitt. Eins og þeir vissu, sem til þekktu, þá var aðstaðan í Armúla 5 óviðun- andi með öllu og setti allri starfsemi alltof þröngar skorður. Fjölmargt er á döfinni í félagsstarfi LAUF og þeim er samfagnað með nýjar og betri vistarverur og til viðbót- ar vonandi brátt í eigin eigu. * * Ferðaþjónusta fatlaðra sem frá upphafi hefur verið í Sjálfsbjargar- húsinu Hátúni 12 og átt þar sinn góða griðastað, (að vísu ekki alltaf á sama stað), hefur nú fært sig um set, að vísu ekki mjög langt þó. Nú er þessi mæta og þarfa starf- semi komin í hús að Borgartúni 35, þar sem eru aðalstöðvar Strætisvagna Reykjavíkur. Nýi síminn þarna er: 588-2340. Að sjálfsögðu em það sömu traustu mennimir sem sjá um afgreiðslu alla og aka af öryggi um borg og bæ. Megi þeim farnast vel sem farþeg- um þeirra um framtíð alla. * * I myndarlegu riti Blindrafélagsins -Blindrasýn - er skýrt frá því, að á síðustu fjórum árum hafi Blindra- vinnustofan tvöfaldað umsvif sín í veltu - og geri aðrir betur. Hlutdeild vinnustofunnar á stofn- anamarkaði hefur aukist mjög og á neytendamarkaði hefur líka náðst mjög góður árangur. Nú er mögulegt, að vörur frá vinnustofunni verði seldar í Færeyjum í gegnum verzlunina Bónus. Þessar fregnir eru gott gleðiefni. * * Starfsnefnd Sjálfsbjargar um ferli- mál hefur ákveðið að efna til sam- keppni um stuttan leikþátt um ferlimál í tengslum við þá ákvörðun nefndar- innar að gera hinn alþjóðlega dag fatl- aðra 3.des. að baráttudegi, hvað varðar ferlimál fatlaðra. Ætlunin er að gefa þjónustu- og atvinnufyrirtækjum kost á að óska eftir úttekt á húsnæði þeirra og fá við- urkenningu fyrir, ef verðugt reynist. Leikþættina sem verðlaun fengju mætti svo sýna í tengslum við afhend- ingu þessara viðurkenninga. Hala-leikhópurinn mun að sjálf- sögðu koma þar inn í myndina svo og systurfélagið Júlía á Akureyri. Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur veitt starfsnefndinni styrk að upphæð 150 þús. kr. til að verðlauna beztu leikþættina, enda er hér vakin á verðugan hátt og skemmtilega nýstárlegan um leið athygli á þessu mikla máli svo margra. * * Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur sent frá sér fréttabréf sitt, en það er sérblað um Reykjadal og hina ein- staklega ágætu starfsemi þar. Blaðið hefur að geyma skemmti- legar og fræðandi svipmyndir af starf- inu í Reykjadal - sumardvölinni sem helgardvöl á vetrum. Fréttabréf ÖBÍ mun gera þessu góða starfi sem gleggst skil síðar, því víst er full þörf á að kynna sem llest- um þetta farsæla framtak Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. * * Aðalfundur Öryrkjabandalagsins verður haldinn laugardaginn 14.okt., en daginn áður 13.okt. verður ráð- stefna um hinar stöðluðu reglur SÞ. um jafna þátttöku fatlaðra. Svo sem venja væn er mun næsta blað að miklu verða helgað aðalfund- inum og ráðstefnunni. Frá ráðstefnunni er glögglega greint hér í blaðinu en aðalfundurinn verður með sínu hefðbundna sniði. * * Framundan eru mikil og merk tímamót hjá Starfsþjálfun fatlaðra. Hér á Hátúnslóðinni er risin hin myndarlegasta bygging yfir starf- semina og nú bíða menn þess eins, að öllum verkþáttum verði lokið, svo unnt verði að flytja þar inn með pomp og pragt, sem sennilega verður um svipað leyti og þetta blað kemur fyrir augu lesenda. Allt um þá ágætu framkvæmd í næsta blaði. * * í SÍBS fréttum kennir að venju margra góðra grasa. M.a. er þar sagt frá því að Samtök gegn astma og ofnæmi hafi haldið aðalfund sinn og þar hafi nafni félagsins verið breytt í Astma og ofnæmisfélagið - styttra og þjálla er það. Formaður félagsins er Hannes B. Kolbeins, en félagið er í SIBS og þar með í ÖBÍ. * * I myndarlegu fréttabréfi Félags heymarlausra er um margt merkilegt fjallað en þó máske þau tíðindi stærst fyrir heyrnarlausa að nú eru margir þeirra í þann veginn að fá nýjan tölvu- textasíma s.s. Anna Jóna getur um hér í leiðaranum að framan. 118 tölvur voru keyptar samkvæmt ákvörðun fyrrv. heilbrigðisráðherra Sighvats Björgvinssonar og er það góður áfangi en ljóst að þessi fjöldi fullnægir hvergi nærri eftirspurn heyrnarlausra. * * í greinargóðri skýrslu sem borizt hefur frá Umsjónarfélagi einhverfra er greint frá ýmsu í innra starfi fé- lagsins þar sem víða er við komið. Þá er getið um það að nefnd á veg- um félagsmálaráðuneytis sé að störf- um sem ætlað er að móta framtíðar- stefnu í málefnum einhverfra með ákveðið teymi í huga eins og þekkist t.d. í Svíþjóð. í nefndinni eiga m.a. sæti: Stefán Hreiðarsson formaður og Jarþrúður Þórhallsdóttir og Svanhildur Svav- arsdóttir frá Umsjónarfélagi ein- hverfra. * * Hingað inn á borð hefur borizt skýrsla Sjónstöðvar Islands þar sem margt fróðlegt kemur fram. M.a. eru helztu niðurstöður úr rannsókn á högum blindra og sjónskertra athyglisverðar vel. Atvinnuþátttaka þessa hóps (18-69 ára) er miklu minni en hjá öðrum Islendingum eða aðeins 48%. Nánar verður greint frá merkri starfsemi Sjónstöðvar í næsta blaði og skýrslan þar krufin nokkuð til mergjar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.