Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 25
ljós og samhengið virðist
ennþá í ólagi. Eins og
flestum er kunnugt bauðst
ég til að færa mig niður
eftir lista flokksins í síðustu
kosningum og víkja fyrir
mér yngri konu, þar sem
engin von var til að
j afnaldrar mínir af karlky ni
í þingflokknum vikju fyrir
sér yngri körlum. Þetta
varð til þess að ég missti
þingsætið, og hefur svo
sem enginn héraðsbrestur
orðið við það. En þess
vegna segi ég frá þessu að
viðbrögðin hafa orðið
spaugileg. Ekki fer ég svo
úr húsi að ég hitti ekki fólk sem
harmar fjarveru mína af þingi. En
aukasetningin fylgir gjaman: “Eg hef
reyndar aldrei kosið ykkur, en ég vil
hafaþig”. Tja, meningen er god nok,
segir danskurinn. En hún dugar bara
ekki.
Ekki var ég heldur fyrr komin í
tryggingaráð en ég fékk bréf frá fötl-
uðum manni sem fagnaði því “að loks
væri komin almennileg manneskja” í
ráðið. Mér hefði þótt Iofið gott ef
þessi sami maður hefði ekki boðið sig
fram á listum ýmissa flokka á undan-
förnum árum - en alls ekki á listum
flokksins míns. Þessi góði vinur tók
sér stöðu með þeim frambjóðanda
sem sagt hafði hátt og hvellt “já” við
allri þeirri niðurrifsstarfsemi sem gerð
var í tíð síðustu ríkisstjómar í heil-
brigðis- og félagsmálum. Skáldið
Berthold Brecht segir í frægum söng
að menn liggi eins og þeir hafa búið
um sig, og þetta vita rey ndar allar hús-
mæður líka. Þar er beint samhengi á
milli athafna, sem eitthvað skortir á
að menn hugsi um.
Og það er þetta sem ég held að sé
hálfur vandinn sem þjóðin okk-
ar á við að glíma. Sinnuleysi og sof-
andaháttur manna eru ekki aðeins
leiðinleg fyrirbæri, heldur beinlínis
stórhættuleg. í lýðræðisþjóðfélagi
hefur enginn leyfi til að láta sig engu
varða aðgerðir og afstöðu stjómmála-
manna til manna og málefna. Og þar
eru fatlaðir engin undantekning. Að
sjálfsögðu ekki.
Það er heldur ekki fötluðum til
farsældar - né nokkrum öðrum - að
enginn þori að gera athugasemdir við
það sem aflaga kann að fara í meðferð
fjármuna sem eiga að nýtast þeim
sérstaklega. Sem fjárlaganefndar-
maður sl. fjögur ár varð ég illilega vör
við að það olli undrun ef ekki hneyksl-
an, ef ég leyfði mér að biðja um upp-
lýsingar um meðferð fjármuna sem
merktir voru fötluðum. Sérstaklega
hneyksluðust þeir sem engan áhuga
hafa nokkru sinni sýnt þeim mála-
flokki. Þeir eru nefnilega ákveðnir í
að vera svo “góðir” við fatlaða, að þeir
kjósa að láta allar dellur í þeim her-
búðum afskiptalausar. Sá grunur
læddist stundum að vondri stjórn-
málakonu að þeir byggjust ekki við
miklum vitsmunum þaðan. Eg hef
hins vegar þá sérviskulegu afstöðu
sem stjómmálamaður að vera ekkert
betri við einn fremur en annan. Eg er
engin góðgerðastofnun fremur en
aðrir á Alþingi íslendinga. En ég vona
að ég sé heldur ekki vond við neinn,
hvorki fatlaða né aðra.
ingmönnum er hins vegar sú
skylda á herðar sett að tryggja rétt
allra Islendinga í samfélaginu og
skipta sameiginlegri eign þeirra rétt-
látlega, hvernig svo sem við erum af
guði gerð og hvað sem komið hefur
fyrir okkur. Og það er ekkert smá-
verkefni og kemur þeirra eigin hjarta-
gæsku ekkert við. Það vill nefnilega
svo skringilega til að við eigum ÖLL
sameiginlega sjóði landsmanna. Væri
þeim réttlátlega skipt þyrfti enginn að
líða neyð í landinu okkar. En það er
ömurlegt að hlusta á yfirborðslegt hjal
um fatlaða úr munni þeirra sem vísvit-
andi flytja í sífellu sameiginlega sjóði
okkar á æ færri hendur. Og
enn ömurlegra að nokkur
fatlaður maður skuli kjósa
þá.
Kannski væri ráðið til
að kynna þá sem við fötlun
búa og þá sem málum
þeirra ráða - stjórnmála-
mennina - að skylda hina
síðamefndu til að vinna í
Tryggingastofnun í nokkra
mánuði. Þásæjuþeireftil
vill með eigin augum hvert
víti fjölmargir landsmenn
verða að búa við sakir
sjúkdóma og fötlunar. Þá
hættu fatlaðir kannski að
vera einhver óskilgreindur
hópur sem menn bulla eitthvað um
þegar það á við og einkurn fyrir
kosningar. Það víti sem hver og einn
fatlaður einstaklingur verður að ráða
við er óskiljanlegt þeim sem ekki
þekkir til þess fólks. Við því getum
við hin lítið gert nema að reyna að
skilja með okkar takmarkaða
ímyndunarafli að fatlaðir eiga bara eitt
líf eins og við hin. En við getum
sameiginlega létt þeirn lífið eins og
unnt er með skynsamlegri skiptingu
fjármagns ogþjónustu. Þausamskipti
verða aldrei í lagi fyrr en þau fara fram
á jafnréttisgrundvelli - í alvöru. Og
gagnkvæmri virðingu.
Og svona rétt til þess að lesendur
þessa blaðs haldi ekki að grein-
arhöfundur sé hjartalaus með öllu,
skal það upplýst að fyrir kom að ég
snökti í bílnum á leiðinni heim úr
Tryggingastofnun. Lítið barn sem
kom í þennan heim án augnanna sinna
bleytti koddann það kvöld. Maður
spurði sig: hvað get ég gert? Og gat
ekki neitt. Og maður skammast sín
þegar maður hittir svo ungan og glæsi-
legan mann, þetta sama barn, fimmtán
árum seinna og sér að hann hefur ráð-
ist á vandann með aðstoð þess ótrú-
lega fólks sem að slíkum málum vinn-
ur. Það skal líka játað að sennilega
hefði það orðið þjóðfélagsmein, ef
greinarhöfundur. sem er óþolandi þá
sjaldan hann fær kvef, hefði sjálfur
þurft að glíma við fötlun af einhverju
tagi. Það hefði enginn verið öfunds-
verðurafkompaníi viðhann. Enþað
er kannski í þeirri vissu sem
skilningur á samhenginu byrjar.
Guðrún Helgadóttir.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25