Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 31
til að þrek hafi aukist, stirðleiki og
verkir hafi minnkað. Þá hafði starfs-
þrek aukist hjá ríflega helmingi svar-
enda. Þjálfunin fer fram í sal og sund-
laug.
Stærra húsnæði
- nýir möguleikar
igtlækningastöðin er á 3. hæð að
Armúla 5. Aðstaða til fræðslu
og félagsstarfsemi á hæðinni er mjög
ófullkomin. Félagið réðist í það
stórátak í desember 1993 að kaupa 2.
hæð í samnefndu húsnæði með það
að markmiði að bæta aðstöðu til
félagsstarfs, fræðslu og hópþjálfunar.
Endurbótum á hæðinni er nú að ljúka
og hefst starfsemi þar nú í september.
Þegar starfsemi hefur hafist að fullu
má segja að gigtarfólk á Islandi hafi
eignast miðstöð þar sem fagleg þekk-
ing og sjónarmið sjúklinga eru leidd
saman. Það má segja að með nýju
aðstöðunni verði allt félagsstarf auð-
veldara, svo og öll miðlun þekkingar
hvort sem um er að ræða fræðilega
þekkingu eða reynslu sjúklinganna
sjálfra. Þróun hópþjálfunar og teng-
ing við þá þekkingu sem fyrir er á
gigtlækningastöðinni verður auðveld-
ari.
Framtíðarsýn
Gigtarfélag Islands.
æta þarf meðferðarmöguleika
gigtarfólks, biðtími eftir bækl-
unaraðgerðum er alltof langur og
nauðsynlegt er að styrkja alla þjónustu
á landsbyggðinni. Einkum á þetta við
iðju- og sjúkraþjálfun sem og aðgengi
að gigtarsérfræðingum.
Margur heldur gigtina sjálfsagðan
fylgifisk elli og jafnvel vosbúðar og
fátt eitt við henni að gera og bitnar
slfkt oft á fólki þar sem síst skyldi.
Raunin er sú að þekking á meðferð
gigtar fleygir fram og margt er hægt
að gera til þess að bæta líðan og koma
í veg fyrir skaða.
Viðhorfi almennings til gigtar-
sjúkdóma verður að breyta og verður
það einungis gert með auknu upplýs-
inga- og fræðslustarfi, áherslu á aukna
og “rétta” þjálfun og öflugu skilvísu
rannsóknarstarfi.
Gigtarfélag íslands bindur miklar
vonir við nýútkomna landsáætlun um
gigtarvarnir sem unnin var af nefnd
skipaðri af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu. Nefndin lauk störf-
um í júní sl.
Áætlunin felur í sér stefnumörkun
fyrir gigtarvarnir og þjónustu við
gigtarfólk sem hafa mun áhrif nokkuð
inn í 21. öldina. Það er trú stjórnar
félagsins að markviss framkvæmd
áætlunarinnar muni bæta verulega hag
gigtarfólks og meðferðarmöguleika.
Gigtarfélag Islands hyggst leggja
sitt af mörkum til þess.
Emil Thóroddsen
Litið í landsáætlun um
gigtarvarnir
Arið 1993 varlögðframáAlþingi
tillaga til þingsályktunar í tilefni
norræns gigtarárs 1992. Fyrsti flutn-
ingsmaður var núv. heilbrigðisráð-
herra, Ingibjörg Pálmadóttir.
Hinn 7.maí samþykkti Alþingi svo
tillöguna og er þingsályktunin svo-
hljóðandi:
“Alþingi ályktar, í tilefni af norr-
æna gigtarárinu 1992, að fela heil-
brigðisráðherra að móta tillögur um
eflingu rannsókna á gigtarsjúkdóm-
um í samvinnu við Gigtarfélag
Islands. Jafnframt beiti ráðherra sér
fyrir stórauknu forvama- og fræðslu-
starfi um gigtsjúkdóma í samráði við
Gigtarfélagið.
Alþingi ályktar enn fremur að fela
heilbrigðisráðherra að gera raunhæfar
tillögur um áframhaldandi eflingu
lækninga, hjúkrunar og endurhæf-
ingar fyrir gigtsjúka hér á landi og
stuðla að aðgerðum er koma í veg
fyrir vinnutap og langvarandi örorku
vegna gigtsjúkdóma.”
Þetta var ályktunin en Gigtarfélag
Islands mun einmitt hafa haft nokkurt
frumkvæði um flutning málsins á
Alþingi. Nefnd til að fjalla hér um
og gera tillögur var svo á laggir sett
21 .okt. ’ 93 undir formennsku Guðjóns
Magnússonar skrifstofustjóra, en aðrir
í nefndinni voru Frosti F. Jóhannsson
framkv.stj. og síðarEmil Thóroddsen
framkv.stj. frá Gigtarfélagi íslands,
Júlíus Valsson læknir frá Trygginga-
stofnun ríkisins, Kristján Erlendsson
læknir frá Læknafélagi Islands og
Kristján Steinsson læknir frá Land-
læknisembættinu.
Nefndin hefur nú skilað frá sér
ítarlegu áliti sem innifelur fróð-
leik mikinn sem ekki er á færi leik-
manns að túlka nema að litlu leyti.
I fyrsta kaflanum um skilgreiningu
- tíðni og orsakir kemur fram að hinir
einstöku gigtarsjúkdómar teljist hátt
á annað hundrað og áætlað er að
fimmti hver Norðurlandabúi fái ein-
hvern tímann gigt á ævinni. Fjórir
aðalflokkar gigtsjúkdóma eru:
Bólgusjúkdómar, vefjagigt, slitgigt og
beinþynning. Eðli þeirra, einkennum
og afleiðingum er lýst hverjum fyrir
sig. Kostnaður þjóðfélagsins vegna
gigtarsjúkdóma er tíundaður s.s. unnt
er, en hann er gífurlegur, auk ómældra
þjáninga skapa þeir veruleg fjárhags-
útlát fyrir þjóðfélagið sem og sjúkl-
ingana sjálfa.
Af skráðum öryrkjum 1990 á
landinu öllu, 7489 talsins, voru 1395
öryrkjar vegna sjúkdóma í hreyfi- eða
stoðkerfi, nálguðust sem sé 20% allra
öryrkja.
Einnig kemur fram, að kostnaður
vegna sjúkraþjálfunar sem að lang-
mestu leyti er veitt vegna stoðkerfis-
vandamála hefur hækkað úr 201
millj.kr. 1991 í 424 millj.kr. 1994.
Áherzla er lögð á það að eðlilega
skilar hver króna til gigtarlækninga
sér til baka og vitnað til bandarískra
arðsemiútreikninga sem hafa leitt í
ljós að næst því að fyrirbyggja slys
með því að nota bílbelti og hjálma
borgar sig að lækna gigt.
Eftir þennan inngang koma tillög-
Sjá næstu síðu
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31